Í skjóli veikra innviða Magnús Halldórsson skrifar 29. janúar 2012 01:06 Eins og sést á þessari mynd, sem unnin er upp úr upplýsingum um mansalsglæpi í 61 landi, eru konur oftast fórnarlömbin. Börn eru fórnarlömb í 22 prósent tilfella. Hagfræðingurinn Jeffrey Sachs ræðir um fátæktarvandamál Afríku í bókinni Endalok fátæktar (The End of Poverty). Hann segir vanda Afríku vera margslunginn og fjölþættan. Eitt atriði er þó einkennandi fyrir nær öll lönd Afríku, að hans mati. Það er alltof veik tiltrú fólks á tækifæri og gæði sem lönd Afríku bjóða upp. Ástæðan fyrir því er síðan lýðræðishalli, spilling, sinnuleysi Vesturlanda gagnvart þeim risavöxnu vandamálum sem heimsálfan stendur frammi fyrir, og síðan veikar stoðir fyrir uppbyggingu viðskipta og réttarríkis. Með öðrum orðum: Í heilli heimsálfu eru alltof mörg innviðalítil samfélög. Betur má ef duga skal Árum saman hefur Sachs barist fyrir því að augu alþjóðasamfélagsins séu opnuð fyrir því að heil heimsálfa sé svo til án innviða. Á fundi 30. mars 2005 hjá Carnigie Council, þegar hann kynnti fyrstu útgáfu fyrrnefndrar bókar, sagði hann í upphafi erindis síns: „Ástæðan fyrir því að fólk deyr úr sárri fátækt (extreme poverty) er sú að það á ekkert. Það þarf ekki mikið til þess að lifa af, og það þarf jafnvel ekki mikið til þess að styðja við efnahagslegar framfarir. Það myndi ekki krefjast hetjudáða af okkar hálfu til þess að hjálpa til við að bjarga mannslífum eða hjálpa til við að byggja upp efnahagslega innviði á þeim stað á jörðinni þar sem ekki er verið að gera það. Það krefst hins vegar athygli. Það krefst algjörrar stefnubreytingar í okkar landi (Bandaríkjunum) frá því að gera ekkert til þess að gera eitthvað, því við erum ekki að gera neitt núna. Það er sorleg og hörð staðreynd." Sachs er umdeildur, einkum í Bandaríkjunum. Hann er þó í tiltölulega fámennum hópi hagfræðinga sem hefur eytt stærstum hluta af sinni starfsævi í að taka þátt í umræðu um hvernig megi hjálpa Afríku að ná vopnum sínum og byggja upp efnahagslega innviði. Hann hefur raunar farið með þetta viðfangsefni lengra en flestir; reynt að ráðast sértækt á vandamálin og leggja til lausnir á stórum sem smáum vandamálum. Margt af því sem hann hefur lagt til hefur hjálpað, en betur má ef duga skal. Víðtækur vandi Veikir innviðir samfélaga bjóða upp á ýmsar hættur, eins og gefur að skilja. Fyrirstaðan fyrir vágesti er minni þegar innviðirnir eru veikir. Í þeim aðstæðum sem Sachs lýsir vel í bók sinni, hefur mansalsvandinn í Afríku fengið að vaxa og orðið að víðtækum samfélagslegum vanda. Verstur er hann í Vestur-Afríku samkvæmt skýrslu UNODC, stofnunar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem berst gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þaðan er fólk flutt nauðugt sjóðleiðina til Suður-Ameríku og einnig inn á Miðjarðarhaf og til Evrópu. Í skýrslu UNODC er mansal frá Afríku sagt vera dæmi um það þegar fórnarlömb eru flutt langar vegalengdir og þurfa oftar en ekki að þola hrottalega meðhöndlun. Á heildina litið eru fórnarlömb mansals langoftast konur. Samkvæmt samantekinni tölfræði Sameinuðu þjóðanna úr 61 einu landi í heiminum, eru 66 prósent fórnarlamba konur, 13 prósent fórnarlamba stúlkur, 12 prósent karlmenn og 9 prósent drengir (sjá mynd). Langstærstur hluti kvenkyns fórnarlamba koma við sögu í kynlífstengdum glæpum, þar á meðal vændi. Stærstur hluti karlkynsfórnarlamba er hluti af mansali sem tengist vinnuþrælkun, eins og UNODC kallar það. Einkum er það landbúnaðarvinna í Asíu og Suður-Ameríku þar sem ungir drengir vinna erfiðisvinnu, m.a. fyrir alþjóðleg fyrirtæki. Í Afríku eru þessi hlutföll heldur ýktari hvað varðar stúlkurnar. Þær eru meira en fjórðungur allra þeirra sem talin eru vera fórnarlömb mansals í álfunni. Tölfræði yfir fórnarlömb er þó af skornum skammti, þar sem yfirsýn yfir þessa tegund glæpa fæst öðru fremur í gegnum rannsóknir utan álfunnar. Það er að uppgvötun mansalsglæpa sem eiga rætur í Afríku er oft í þeim löndum þar sem fórnarlömbin finnast, víðsfjarri álfunni. En þær upplýsingar sem þó eru fyrir hendi benda til þess að fórnarlömbin séu miklu yngri í Afríku heldur en annars staðar í heiminum. Konur versla með konur Eitt af því sem nefnt er í skýrslu UNODC sem óvænt niðurstaða rannsóknar á mansali í Afríku er sú að konur eru oft gerendur í þessum glæpum, þ.e. að þeir sem standa að glæpunum, versla með fólk, oftast stúlkubörn, eru fullorðnar konur. Þetta á ekki síst við um Norður-Afríkuríkin Alsír og Egyptaland. Ástæðan fyrir því að þetta er nefnt sem óvænt niðurstaða er sú að þetta er þvert á stöðuna í öðrum löndum. Þar eru það oftar en ekki karlmenn sem stýra mansalinu, oftast nær meðlimir í skipulögðum glæpahópum. Helsta áhyggjuefnið þegar kemur að mansali í Afríku er það að nær ekkert hefur verið gert til þess að stemma stigu við því. Sérstaklega á það við um löggæsluna og eftirfylgni í réttarkerfinu. Dæmi um þetta eru nefnd í skýrslunni, en ríki í Austur-Afríku er sérstaklega illa stödd þegar kemur að þessum málum. „Eþíópía er eina Austur-Afríkuríkið sem fjallað er um í þessari skýrslu sem hefur dæmt brotamenn fyrir mansal á árunum 2003 til og með 2007. Ekki tekur betra við þegar tengdir glæpaflokkar eru skoðaðir, því fáir dómar liggja fyrir í því sem fellur undir „barna þjófnað" (child stealing) og „barna vinnu" (child labour)" eins og orðrétt segir í skýrslu UNODC, en vísbendingar um umfangsmikla mansalsglæpi á þessu svæði álfunnar þykja áreiðanlegar. Skjólið Mansalið fær að viðgangast í Afríku í skjóli þess að álfan er að stóru leyti innviðalaus þegar kemur að öryggisneti og réttarkerfi. Óskilvirkar rannsóknir og mikil fátækt skapar skjól fyrir þessa tegund glæpa. Líkt og á Eystrasaltslöndunum, sem voru til umfjöllunar í pistli mínum fyrir viku, virðist sem mansal hangi saman við skipulagða glæpastarfsemi í öðrum brotaflokkum, þar helst fíknefna- og vopnasmyglleiðir, að mati UNODC. Í þessari næst stærstu álfu heimsins, á eftir Asíu, þar sem ríflega milljarður manna býr, gengur hægt að byggja upp öryggisnet sem vinnur gegn mansali, eða nútíma þrælahaldi eins og framkvæmdastjóri UNODC, Antonio Maria Costa, vill að það sé kallað. Hátt hlutfall munaðarlausra barna gerir stöðuna enn verri enn ella. Það gerir yfirsýnina verri, en auðveldar þeim sem eru eins neðarlega á siðferðismælikvarðanum og hægt er að hugsa sér, að stunda iðju sína. Það er að eiga í ólöglegum nauðungarviðskiptum með fólk.(Þriðji pistillinn af sex um mansal, sem birtast hér á Vísi.is á næstu vikum, fjallar um Suður-Ameríku. Áfram er einkum stuðst við opinberar upplýsingar UNODC, stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Sjá má fyrstu greinina, um vandann á Eystrasaltslöndunum, hér.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun
Eins og sést á þessari mynd, sem unnin er upp úr upplýsingum um mansalsglæpi í 61 landi, eru konur oftast fórnarlömbin. Börn eru fórnarlömb í 22 prósent tilfella. Hagfræðingurinn Jeffrey Sachs ræðir um fátæktarvandamál Afríku í bókinni Endalok fátæktar (The End of Poverty). Hann segir vanda Afríku vera margslunginn og fjölþættan. Eitt atriði er þó einkennandi fyrir nær öll lönd Afríku, að hans mati. Það er alltof veik tiltrú fólks á tækifæri og gæði sem lönd Afríku bjóða upp. Ástæðan fyrir því er síðan lýðræðishalli, spilling, sinnuleysi Vesturlanda gagnvart þeim risavöxnu vandamálum sem heimsálfan stendur frammi fyrir, og síðan veikar stoðir fyrir uppbyggingu viðskipta og réttarríkis. Með öðrum orðum: Í heilli heimsálfu eru alltof mörg innviðalítil samfélög. Betur má ef duga skal Árum saman hefur Sachs barist fyrir því að augu alþjóðasamfélagsins séu opnuð fyrir því að heil heimsálfa sé svo til án innviða. Á fundi 30. mars 2005 hjá Carnigie Council, þegar hann kynnti fyrstu útgáfu fyrrnefndrar bókar, sagði hann í upphafi erindis síns: „Ástæðan fyrir því að fólk deyr úr sárri fátækt (extreme poverty) er sú að það á ekkert. Það þarf ekki mikið til þess að lifa af, og það þarf jafnvel ekki mikið til þess að styðja við efnahagslegar framfarir. Það myndi ekki krefjast hetjudáða af okkar hálfu til þess að hjálpa til við að bjarga mannslífum eða hjálpa til við að byggja upp efnahagslega innviði á þeim stað á jörðinni þar sem ekki er verið að gera það. Það krefst hins vegar athygli. Það krefst algjörrar stefnubreytingar í okkar landi (Bandaríkjunum) frá því að gera ekkert til þess að gera eitthvað, því við erum ekki að gera neitt núna. Það er sorleg og hörð staðreynd." Sachs er umdeildur, einkum í Bandaríkjunum. Hann er þó í tiltölulega fámennum hópi hagfræðinga sem hefur eytt stærstum hluta af sinni starfsævi í að taka þátt í umræðu um hvernig megi hjálpa Afríku að ná vopnum sínum og byggja upp efnahagslega innviði. Hann hefur raunar farið með þetta viðfangsefni lengra en flestir; reynt að ráðast sértækt á vandamálin og leggja til lausnir á stórum sem smáum vandamálum. Margt af því sem hann hefur lagt til hefur hjálpað, en betur má ef duga skal. Víðtækur vandi Veikir innviðir samfélaga bjóða upp á ýmsar hættur, eins og gefur að skilja. Fyrirstaðan fyrir vágesti er minni þegar innviðirnir eru veikir. Í þeim aðstæðum sem Sachs lýsir vel í bók sinni, hefur mansalsvandinn í Afríku fengið að vaxa og orðið að víðtækum samfélagslegum vanda. Verstur er hann í Vestur-Afríku samkvæmt skýrslu UNODC, stofnunar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem berst gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þaðan er fólk flutt nauðugt sjóðleiðina til Suður-Ameríku og einnig inn á Miðjarðarhaf og til Evrópu. Í skýrslu UNODC er mansal frá Afríku sagt vera dæmi um það þegar fórnarlömb eru flutt langar vegalengdir og þurfa oftar en ekki að þola hrottalega meðhöndlun. Á heildina litið eru fórnarlömb mansals langoftast konur. Samkvæmt samantekinni tölfræði Sameinuðu þjóðanna úr 61 einu landi í heiminum, eru 66 prósent fórnarlamba konur, 13 prósent fórnarlamba stúlkur, 12 prósent karlmenn og 9 prósent drengir (sjá mynd). Langstærstur hluti kvenkyns fórnarlamba koma við sögu í kynlífstengdum glæpum, þar á meðal vændi. Stærstur hluti karlkynsfórnarlamba er hluti af mansali sem tengist vinnuþrælkun, eins og UNODC kallar það. Einkum er það landbúnaðarvinna í Asíu og Suður-Ameríku þar sem ungir drengir vinna erfiðisvinnu, m.a. fyrir alþjóðleg fyrirtæki. Í Afríku eru þessi hlutföll heldur ýktari hvað varðar stúlkurnar. Þær eru meira en fjórðungur allra þeirra sem talin eru vera fórnarlömb mansals í álfunni. Tölfræði yfir fórnarlömb er þó af skornum skammti, þar sem yfirsýn yfir þessa tegund glæpa fæst öðru fremur í gegnum rannsóknir utan álfunnar. Það er að uppgvötun mansalsglæpa sem eiga rætur í Afríku er oft í þeim löndum þar sem fórnarlömbin finnast, víðsfjarri álfunni. En þær upplýsingar sem þó eru fyrir hendi benda til þess að fórnarlömbin séu miklu yngri í Afríku heldur en annars staðar í heiminum. Konur versla með konur Eitt af því sem nefnt er í skýrslu UNODC sem óvænt niðurstaða rannsóknar á mansali í Afríku er sú að konur eru oft gerendur í þessum glæpum, þ.e. að þeir sem standa að glæpunum, versla með fólk, oftast stúlkubörn, eru fullorðnar konur. Þetta á ekki síst við um Norður-Afríkuríkin Alsír og Egyptaland. Ástæðan fyrir því að þetta er nefnt sem óvænt niðurstaða er sú að þetta er þvert á stöðuna í öðrum löndum. Þar eru það oftar en ekki karlmenn sem stýra mansalinu, oftast nær meðlimir í skipulögðum glæpahópum. Helsta áhyggjuefnið þegar kemur að mansali í Afríku er það að nær ekkert hefur verið gert til þess að stemma stigu við því. Sérstaklega á það við um löggæsluna og eftirfylgni í réttarkerfinu. Dæmi um þetta eru nefnd í skýrslunni, en ríki í Austur-Afríku er sérstaklega illa stödd þegar kemur að þessum málum. „Eþíópía er eina Austur-Afríkuríkið sem fjallað er um í þessari skýrslu sem hefur dæmt brotamenn fyrir mansal á árunum 2003 til og með 2007. Ekki tekur betra við þegar tengdir glæpaflokkar eru skoðaðir, því fáir dómar liggja fyrir í því sem fellur undir „barna þjófnað" (child stealing) og „barna vinnu" (child labour)" eins og orðrétt segir í skýrslu UNODC, en vísbendingar um umfangsmikla mansalsglæpi á þessu svæði álfunnar þykja áreiðanlegar. Skjólið Mansalið fær að viðgangast í Afríku í skjóli þess að álfan er að stóru leyti innviðalaus þegar kemur að öryggisneti og réttarkerfi. Óskilvirkar rannsóknir og mikil fátækt skapar skjól fyrir þessa tegund glæpa. Líkt og á Eystrasaltslöndunum, sem voru til umfjöllunar í pistli mínum fyrir viku, virðist sem mansal hangi saman við skipulagða glæpastarfsemi í öðrum brotaflokkum, þar helst fíknefna- og vopnasmyglleiðir, að mati UNODC. Í þessari næst stærstu álfu heimsins, á eftir Asíu, þar sem ríflega milljarður manna býr, gengur hægt að byggja upp öryggisnet sem vinnur gegn mansali, eða nútíma þrælahaldi eins og framkvæmdastjóri UNODC, Antonio Maria Costa, vill að það sé kallað. Hátt hlutfall munaðarlausra barna gerir stöðuna enn verri enn ella. Það gerir yfirsýnina verri, en auðveldar þeim sem eru eins neðarlega á siðferðismælikvarðanum og hægt er að hugsa sér, að stunda iðju sína. Það er að eiga í ólöglegum nauðungarviðskiptum með fólk.(Þriðji pistillinn af sex um mansal, sem birtast hér á Vísi.is á næstu vikum, fjallar um Suður-Ameríku. Áfram er einkum stuðst við opinberar upplýsingar UNODC, stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Sjá má fyrstu greinina, um vandann á Eystrasaltslöndunum, hér.)
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun