NBA: Philadelphia 76ers búið að vinna fimm leiki í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2012 09:00 Mynd/AP Philadelphia 76ers liðið er að byrja tímabilið frábærlega í NBA-deildinni og vann sinn fimmta sigur í röð í nótt. Chicago Bulls og Atlanta Hawks unnu líka sína leiki og Carmelo Anthony og félagar í New York Knicks rétt sluppu með sigur á móti Charlotte Bobcats á heimavelli.Andre Iguodala skoraði 20 stig og Lou Williams var með 13 stig þegar Philadelphia 76ers vann 96-86 sigur á Indiana Pacers. Þetta var fimmti sigur Sixers í röð og Doug Collins heldur áfram að gera flotta hluti með 76ers-liðið. Það eru ekki neinar stórstjörnur í liðinu en sex leikmenn að skora að jafnaði tíu stig eða meira. Roy Hibbert skoraði 19 stig fyrir Indiana og David West var með 15 stig og 11 fráköst.Carlos Boozer skoraði 23 stig fyrir Chicago Bulls í 92-68 sigri á nágrönnum sínum í Detroit Pistons en þetta var þrettándi sigur Bulls í röð á móti Pistons. Derrick Rose var með 22 stig og 8 stoðsendingar hjá Chicago en Greg Monroe var atkvæðamestur hjá Detroit með 14 stig og 10 fráköst.Josh Smith skoraði 26 stig fyrir Atlanta Hawks sem vann 106-101 sigur á New Jersey Nets. Joe Johnson var með 22 stig og Jeff Teague skoraði 20 stig fyrir Atlanta sem vann sinn þriðja leik í röð. Anthony Morrow var með 20 stig fyrir Nets sem hefur tapað öllum heimaleikjum sínum á tímabilinu og alls 8 af 10 leikjum. MarShon Brooks skoraði 19 stig og Deron Williams var með 15 stig og 14 stoðsendingar.Amare Stoudemire og Carmelo Anthony hittu ekki vel en gerðu nóg til þess að hjálpa New York Knicks að vinna nauman 91-87 heimasigur á Charlotte Bobcats. Stoudemire var með 25 stig og 12 fráköst og Anthony var með 22 stig en besti maður liðsins var þó Tyson Chandler með 20 stig og 13 fráköst. Boris Diaw var með 19 stig 10 fráköst og 7 stoðsendingar hjá Charlotte.Andrea Bargnani skoraði 31 stig í 97-87 sigri Toronto Raptors á Minnesota Timberwolves og Amir Johnson var með 19 stig og 11 fráköst. Jose Barea skoraði 16 stig fyrir Minnesota og Kevin Love var með 13 stig og 14 fráköst. Þetta var uppgjör spænsku bakvarðanna Jose Calderon og Ricky Rubio. Calderon var með 14 stig, 6 stoðsendingar og 3 fráköst á 40 mínútum en Rubio var með 10 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst á 29 mínútum.Carl Landry skoraði 21 stig og Chris Kaman var með 20 stig þegar New Orleans Hornets vann 94-91 sigur á Denver Nuggets. Marco Belinelli var með 19 stig fyrir Hornets en Danilo Gallinari og Ty Lawson skoruðu báðir 14 stig fyrir Denver.Úrslit leikjanna í nótt: Toronto Raptors - Minnesota Timberwolves 97-87 Philadelphia 76Ers - Indiana Pacers 96-86 New Jersey Nets - Atlanta Hawks 101-106 New York Knicks - Charlotte Bobcats 91-87 Chicago Bulls - Detroit Pistons 92-68 Denver Nuggets - New Orleans Hornets 81-94 Staðan í NBA-deildinni: Yahoo.com eða NBA.com NBA Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Philadelphia 76ers liðið er að byrja tímabilið frábærlega í NBA-deildinni og vann sinn fimmta sigur í röð í nótt. Chicago Bulls og Atlanta Hawks unnu líka sína leiki og Carmelo Anthony og félagar í New York Knicks rétt sluppu með sigur á móti Charlotte Bobcats á heimavelli.Andre Iguodala skoraði 20 stig og Lou Williams var með 13 stig þegar Philadelphia 76ers vann 96-86 sigur á Indiana Pacers. Þetta var fimmti sigur Sixers í röð og Doug Collins heldur áfram að gera flotta hluti með 76ers-liðið. Það eru ekki neinar stórstjörnur í liðinu en sex leikmenn að skora að jafnaði tíu stig eða meira. Roy Hibbert skoraði 19 stig fyrir Indiana og David West var með 15 stig og 11 fráköst.Carlos Boozer skoraði 23 stig fyrir Chicago Bulls í 92-68 sigri á nágrönnum sínum í Detroit Pistons en þetta var þrettándi sigur Bulls í röð á móti Pistons. Derrick Rose var með 22 stig og 8 stoðsendingar hjá Chicago en Greg Monroe var atkvæðamestur hjá Detroit með 14 stig og 10 fráköst.Josh Smith skoraði 26 stig fyrir Atlanta Hawks sem vann 106-101 sigur á New Jersey Nets. Joe Johnson var með 22 stig og Jeff Teague skoraði 20 stig fyrir Atlanta sem vann sinn þriðja leik í röð. Anthony Morrow var með 20 stig fyrir Nets sem hefur tapað öllum heimaleikjum sínum á tímabilinu og alls 8 af 10 leikjum. MarShon Brooks skoraði 19 stig og Deron Williams var með 15 stig og 14 stoðsendingar.Amare Stoudemire og Carmelo Anthony hittu ekki vel en gerðu nóg til þess að hjálpa New York Knicks að vinna nauman 91-87 heimasigur á Charlotte Bobcats. Stoudemire var með 25 stig og 12 fráköst og Anthony var með 22 stig en besti maður liðsins var þó Tyson Chandler með 20 stig og 13 fráköst. Boris Diaw var með 19 stig 10 fráköst og 7 stoðsendingar hjá Charlotte.Andrea Bargnani skoraði 31 stig í 97-87 sigri Toronto Raptors á Minnesota Timberwolves og Amir Johnson var með 19 stig og 11 fráköst. Jose Barea skoraði 16 stig fyrir Minnesota og Kevin Love var með 13 stig og 14 fráköst. Þetta var uppgjör spænsku bakvarðanna Jose Calderon og Ricky Rubio. Calderon var með 14 stig, 6 stoðsendingar og 3 fráköst á 40 mínútum en Rubio var með 10 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst á 29 mínútum.Carl Landry skoraði 21 stig og Chris Kaman var með 20 stig þegar New Orleans Hornets vann 94-91 sigur á Denver Nuggets. Marco Belinelli var með 19 stig fyrir Hornets en Danilo Gallinari og Ty Lawson skoruðu báðir 14 stig fyrir Denver.Úrslit leikjanna í nótt: Toronto Raptors - Minnesota Timberwolves 97-87 Philadelphia 76Ers - Indiana Pacers 96-86 New Jersey Nets - Atlanta Hawks 101-106 New York Knicks - Charlotte Bobcats 91-87 Chicago Bulls - Detroit Pistons 92-68 Denver Nuggets - New Orleans Hornets 81-94 Staðan í NBA-deildinni: Yahoo.com eða NBA.com
NBA Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira