Körfubolti

LeBron og Kobe bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James og Kobe Bryant.
LeBron James og Kobe Bryant. Mynd/Nordic Photos/Getty
LeBron James hjá Miami Heat og Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers voru valdir bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni í körfubolta en þar er verið að tala um frammistöðu leikmanna í leikjum frá 2. til 8. janúar.

James var bestur í Austurdeildinni en hann var stigahæstur í öllum þremur leikjunum sem hann spilaði í vikunni. James var með 31 stig að meðaltali og hitti úr 60.7 prósent skota sinna. Hann var einnig með 9,3 stoðsendingar og 7,3 fráköst að meðaltali í leik. Besta frammistaða James í vikunni kom á móti Indiana þegar hann var með 33 stig og 13 stoðsendingar.

Bryant var bestur í Vesturdeildinni en Lakers vann þá sigra á Houston, Golden State og Memphis. Bryant var með 33,0 stig að meðaltali í leik auk þess að gefa 6.3 stoðsendingar og spila í 38,0 mínútur að meðaltali. Kobe skoraði yfir 30 stig í 3 af 4 leikjum vikunnar en besti leikurinn hans var á móti Golden State Warriors þegar hann skoraði 39 stig og gaf 7 stoðsendingar.

Aðrir leikmenn sem komu einnig til greina sem leikmenn vikunnar voru eftirtaldir: Carlos Boozer hjá Chicago Bulls, Roy Hibbert hjá Indiana Pacers, Blake Griffin hjá Los Angeles Clippers, Chris Bosh hjá Miami Heat, Kevin Love hjá Minnesota Timberwolves, Kevin Durant hjá Oklahoma City Thunder, Jrue Holiday hjá Philadelphia 76ers, Steve Nash hjá Phoenix Suns, LaMarcus Aldridge hjá Portland Trailblazers og Richard Jefferson hjá San Antonio Spurs.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×