Körfubolti

Hjartaaðgerð Boston Celtics mannsins heppnaðist vel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jeff Green.
Jeff Green. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jeff Green mun ekkert spila með Boston Celtics í NBA-deildinni í vetur vegna veikinda en hann gekk undir hjartaaðgerð í fyrrinótt. Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics, sagði að aðgerðin hafi heppnast vel og að hann vonast eftir því að sjá leikmanninn sem fyrst inn á vellinum.

„Læknarnir segja okkur að aðgerðin hafi gengið vel. Við hugsum allir til Jeffs og biðjum fyrir honum. Það næsta sem ég vil heyra af honum er að hann geti spilað aftur. Það yrðu frábærar fréttir. Það þarf endilega ekki að vera með okkur þó ég vonist að sjálfsögðu til þess," sagði Doc Rivers.

Jeff Green er 25 ára framherji og hefur spilað í fjögur tímabil í NBA-deildinni. Hann er með 13,9 stig og 5,6 fráköst að meðaltali á ferlinum með Seattle Supersonics, Oklahoma City Thunder og svo Boston.

Hjartagallinn uppgötvaðist við reglubundna læknisskoðun fyrir tímabilið en læknar Green eru bjartsýnir á það að hann geti spilað aftur í NBA-deildinni þó það verði ekki í fyrsta lagi fyrr en á næsta tímabili.

Green átti að fá níu milljónir dollara frá Boston fyrir þetta tímabil eða 1116 milljónir íslenskra króna en missti samninginn þegar hann náði ekki læknisskoðuninni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×