Körfubolti

Obama forseti í miklu stuði þegar hann tók á móti Dallas í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Barack Obama með Dirk Nowitzki.
Barack Obama með Dirk Nowitzki. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það var mikið gaman í Hvíta húsinu í gær þegar Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tók á móti NBA-meistaraliði Dallas Mavericks í árlegri heimsókn NBA-meistara síðasta árs til forsetans. Obama er mikill körfuboltaáhugamaður og var í miklu stuði þegar hann tók á móti Dirk Nowitzki og félögum.

Obama hrósaði mikið þjálfaranum Rick Carlisle en Þjóðverjinn Dirk Nowitzki fékk líka mikla lofræðu frá forseta Bandaríkjanna. Dirk Nowitzki var frábær í úrslitakeppninni og skoraði þá 27,7 stig að meðaltali í leik.

Dallas Mavericks tryggði sér NBA-meistaratitilinn eftir 4-2 sigur í úrslitunum á móti Miami Heat en þetta var fyrsti meistaratitill félagsins. Fimm árum áður hafði liðið komst í 2-0 í úrslitum á móti Miami en tapaði síðan fjórum leikjum í röð.

Það er hægt að sjá myndskeið frá móttökunni í gær með því að smella hér fyrir ofan en þar má sjá Obama slá á létta strengi og fá mjög góð viðbrögð úr salnum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×