NBA: Kobe yfir 40 stigin þriðja leikinn í röð - þrjú töp í röð hjá Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2012 11:00 Kobe Bryant. Mynd/Nordic Photos/Getty Kobe Bryant er óstöðvandi þessa dagana í NBA-deildinni í körfubolta en hann braut 40 stiga múrinn í þriðja leiknum í röð í nótt. Miami Heat er aftur á móti í vandræðum eftir þriðja tapið í röð. Chicago Bulls vann Boston Celtics og San Antonio Spurs er áfram ósigrað á heimavelli. Dirk Nowitzki skoraði sitt 23 þúsundasta stig í NBA-deildinni í fjórða sigri Dallas í röð. Kobe Bryant skoraði 42 stig þegar Los Angeles Lakers vann 97-92 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta er í fyrsta sinn síðan í mars 2007 sem Kobe nær að skora 40 stig eða meira í þremur leikjum í röð. Pau Gasol var með 19 stig og 10 fráköst í þessum áttunda heimasigri Lakers í röð. Kyrie Irving var stigahæstur hjá Cleveland með 21 stig. LeBron James var með 35 stig en það dugði ekki Miami Heat sem tapaði 104-117 á móti Denver Nuggets. Þetta var þriðja tap Miami-liðsins í röð og auk þess meiddist Dwyane Wade á ökkla í leiknum. Ty Lawson var stigahæstur hjá Denver með 24 stig auk þess að gefa 9 stoðsendingar og Nene skoraði 17 stig. Derrick Rose var með 25 stig þegar Chicago Bulls vann 88-79 útisigur á Boston Celtics en þetta var fjórði sigur Chicago-liðsins í röð. Chicago var 52-33 yfir í hálfleik en Boston tókst að minnka muninn í eitt stig í seinni hálfleik. Luol Deng var með 21 stig og 16 fráköst hjá Chicago en Ray Allen skoraði 16 stig fyrir Boston og Rajon Rondo var með 14 stig og 11 stoðsendingar. Kevin Love átti enn einn stórleikinn fyrir Minnesota Timberwolves þegar liðið vann 87-80 útisigur á New Orleans Hornets. Love var með 34 stig og 15 fráköst og náði því tvennu í ellefta leiknum í röð. Ricky Rubio spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu og var með 12 stig og 9 stoðsendingar. Marco Belinelli skoraði 20 stig fyrir New Orleans. Tony Parker skoraði 20 stig og 9 stoðsendingar þegar San Antonio Spurs vann 99-83 sigur á Portland Trail Blazers en þar með hefur Spurs-liðið unnið alla átta heimaleiki sína á tímabilinu. LaMarcus Aldridge var með 29 stig hjá Portland. Dirk Nowitzki skoraði bara 11 stig í 102-76 sigri Dallas Mavericks á Milwaukee Bucks en það nægði til þess að komast yfir 23 þúsund stigin í NBA-deildinni. Jason Terry skoraði 17 stig og Vince Carter var með 16 stig í fjórða sigri Dallas í röð. Brandon Jennings var með 19 stig fyrir Milwaukee.Mynd/Nordic Photos/GettyÚrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Indiana Pacers 90-95 Philadelphia 76Ers - Washington Wizards 120-89 Charlotte Bobcats - Detroit Pistons 81-98 Boston Celtics - Chicago Bulls 79-88 New Orleans Hornets - Minnesota Timberwolves 80-87 Houston Rockets - Sacramento Kings 103-89 Dallas Mavericks - Milwaukee Bucks 102-76 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 99-83 Phoenix Suns - New Jersey Nets 103-110 Denver Nuggets - Miami Heat 117-104 Los Angeles Lakers - Cleveland Cavaliers 97-92Staðan í NBA-deildinni: Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Kobe Bryant er óstöðvandi þessa dagana í NBA-deildinni í körfubolta en hann braut 40 stiga múrinn í þriðja leiknum í röð í nótt. Miami Heat er aftur á móti í vandræðum eftir þriðja tapið í röð. Chicago Bulls vann Boston Celtics og San Antonio Spurs er áfram ósigrað á heimavelli. Dirk Nowitzki skoraði sitt 23 þúsundasta stig í NBA-deildinni í fjórða sigri Dallas í röð. Kobe Bryant skoraði 42 stig þegar Los Angeles Lakers vann 97-92 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta er í fyrsta sinn síðan í mars 2007 sem Kobe nær að skora 40 stig eða meira í þremur leikjum í röð. Pau Gasol var með 19 stig og 10 fráköst í þessum áttunda heimasigri Lakers í röð. Kyrie Irving var stigahæstur hjá Cleveland með 21 stig. LeBron James var með 35 stig en það dugði ekki Miami Heat sem tapaði 104-117 á móti Denver Nuggets. Þetta var þriðja tap Miami-liðsins í röð og auk þess meiddist Dwyane Wade á ökkla í leiknum. Ty Lawson var stigahæstur hjá Denver með 24 stig auk þess að gefa 9 stoðsendingar og Nene skoraði 17 stig. Derrick Rose var með 25 stig þegar Chicago Bulls vann 88-79 útisigur á Boston Celtics en þetta var fjórði sigur Chicago-liðsins í röð. Chicago var 52-33 yfir í hálfleik en Boston tókst að minnka muninn í eitt stig í seinni hálfleik. Luol Deng var með 21 stig og 16 fráköst hjá Chicago en Ray Allen skoraði 16 stig fyrir Boston og Rajon Rondo var með 14 stig og 11 stoðsendingar. Kevin Love átti enn einn stórleikinn fyrir Minnesota Timberwolves þegar liðið vann 87-80 útisigur á New Orleans Hornets. Love var með 34 stig og 15 fráköst og náði því tvennu í ellefta leiknum í röð. Ricky Rubio spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu og var með 12 stig og 9 stoðsendingar. Marco Belinelli skoraði 20 stig fyrir New Orleans. Tony Parker skoraði 20 stig og 9 stoðsendingar þegar San Antonio Spurs vann 99-83 sigur á Portland Trail Blazers en þar með hefur Spurs-liðið unnið alla átta heimaleiki sína á tímabilinu. LaMarcus Aldridge var með 29 stig hjá Portland. Dirk Nowitzki skoraði bara 11 stig í 102-76 sigri Dallas Mavericks á Milwaukee Bucks en það nægði til þess að komast yfir 23 þúsund stigin í NBA-deildinni. Jason Terry skoraði 17 stig og Vince Carter var með 16 stig í fjórða sigri Dallas í röð. Brandon Jennings var með 19 stig fyrir Milwaukee.Mynd/Nordic Photos/GettyÚrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Indiana Pacers 90-95 Philadelphia 76Ers - Washington Wizards 120-89 Charlotte Bobcats - Detroit Pistons 81-98 Boston Celtics - Chicago Bulls 79-88 New Orleans Hornets - Minnesota Timberwolves 80-87 Houston Rockets - Sacramento Kings 103-89 Dallas Mavericks - Milwaukee Bucks 102-76 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 99-83 Phoenix Suns - New Jersey Nets 103-110 Denver Nuggets - Miami Heat 117-104 Los Angeles Lakers - Cleveland Cavaliers 97-92Staðan í NBA-deildinni: Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira