Körfubolti

Cuban ætlaði ekki að missa af heimsókninni í Hvíta húsið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Cuban.
Mark Cuban. Mynd/Nordic Photos/Getty
NBA-deildin í körfubolta er komin á fullt eftir verkbann en þar sem að liðin spila aðeins 66 leiki mun liðin ekki ná að spila í öllum borgum þetta tímabilið. Þetta þýðir meðal annars að NBA-meistarar Dallas Mavericks fá ekki tækifæri til að koma til Washington til að spila við Wizards.

Það er venjan að NBA-meistarar tímabilsins á undan heimsæki forsetann í Hvíta Húsinu á sama tíma og liðið sækir Washington Wizards heim. Mark Cuban, eigandi Dallas, var ekki sáttur við það að missa af heimsókninni í Hvíta húsið og er því búinn að skipuleggja sérferð fyrir sína menn.

Mavericks-liðið mun heimsækja Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, á mánudaginn en í framhaldinu mun liðið spila útileiki við Detroit og Boston í þessari ferð liðsins um Austurströndina.

Mark Cuban er og hefur alltaf verið óhræddur við að gagnrýna forráðamenn NBA-deildarinnar og það var engin breyting á því núna. Cuban sagði að það hefði ekki verið til neins og hringja í forráðamenn NBA til þess að skipuleggja þessa ferð liðsins í Hvíta Húsið og það væri ótrúlegt að NBA-deildin hafi klikkað á því að Dallas spilaði í Washington á tímabilinu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×