Fínasta afþreying Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 14. janúar 2011 06:00 Gæludýr með Ensími. Tónlist Gæludýr EnsímiÞegar sveitir láta langan tíma líða á milli platna myndast oft ósanngjörn eftirvænting hjá aðdáendum þeirra um að sveitin hljóti að vera með eitthvert meistarastykki í smíðum. Hvort aðdáendur Ensímis hafi gert sér í hugarlund að Gæludýr, fyrsta plata Ensími í átta ár, myndi leggja Ísland og heiminn að fótum sér skal ósagt látið. Hún er hins vegar ágætis afþreying, svo mikið er víst.Ensími er án nokkurs vafa ein skemmtilegasta starfandi hljómsveitin á markaðinum um þessar mundir, hljómagangurinn í lögunum þeirra er áheyrilegur og einfaldur, hljóðfæraleikurinn til fyrirmyndar og sveitin er þétt enda með einn besta trommuleikara landsins innanborðs. Gæludýr byrjar ágætlega með laginu Aldanna ró. Bestu sprettina á sveitin hins vegar í lögunum Fylkingar, Heilræði og Pillubox. Þar er að finna ákaflega þéttar og góðar lagasmíðar sem láta vel við fyrstu hlustun og lifa ágætis lífi í heilabúinu.Gæludýr er fín plata, það vantar ekki. Hennar helsta vandamál er að hún er helst til of flöt, það eru engir hápunktar þótt það séu heldir engir lágpunktar, hún líður einfaldlega áfram í eyrunum án þess að ögra hlustandanum.Niðurstaða: Gæludýr er alveg ágætis plata, hvorki meira né minna. Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Gæludýr EnsímiÞegar sveitir láta langan tíma líða á milli platna myndast oft ósanngjörn eftirvænting hjá aðdáendum þeirra um að sveitin hljóti að vera með eitthvert meistarastykki í smíðum. Hvort aðdáendur Ensímis hafi gert sér í hugarlund að Gæludýr, fyrsta plata Ensími í átta ár, myndi leggja Ísland og heiminn að fótum sér skal ósagt látið. Hún er hins vegar ágætis afþreying, svo mikið er víst.Ensími er án nokkurs vafa ein skemmtilegasta starfandi hljómsveitin á markaðinum um þessar mundir, hljómagangurinn í lögunum þeirra er áheyrilegur og einfaldur, hljóðfæraleikurinn til fyrirmyndar og sveitin er þétt enda með einn besta trommuleikara landsins innanborðs. Gæludýr byrjar ágætlega með laginu Aldanna ró. Bestu sprettina á sveitin hins vegar í lögunum Fylkingar, Heilræði og Pillubox. Þar er að finna ákaflega þéttar og góðar lagasmíðar sem láta vel við fyrstu hlustun og lifa ágætis lífi í heilabúinu.Gæludýr er fín plata, það vantar ekki. Hennar helsta vandamál er að hún er helst til of flöt, það eru engir hápunktar þótt það séu heldir engir lágpunktar, hún líður einfaldlega áfram í eyrunum án þess að ögra hlustandanum.Niðurstaða: Gæludýr er alveg ágætis plata, hvorki meira né minna.
Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira