Vandinn að segja satt Þorsteinn Pálsson skrifar 12. febrúar 2011 06:00 Hugtakið þjóðareign segir ekkert um hvernig fiskveiðistjórnun þeir vilja sem oftast bera það fyrir sig. Það er notað bæði til að verja almannahagsmuni og sérhagsmuni. Afstaða forsætisráðherra og fjármálaráðherra er gott dæmi um þetta. Í ríkisstjórn 1990 beittu þau sér fyrir frjálsu framsali aflahlutdeildar og aflamarks. Þá töldu þau það vera í fullu samræmi við þjóðareignarákvæði laganna. Nú telja þau þessa skipan vera andstæða almannahagsmunum og að úr megi bæta með því að flytja þjóðareignarákvæðið yfir í stjórnarskrá. Veruleikinn er hins vegar sá að staðsetning þess þar leysir engar þrætur fremur en í almennum lögum ef menn eru ekki á einu máli hvað í ákvæðinu felst. Fyrningarleið ríkisstjórnarinnar geymir einungis hugmynd um hvernig taka á veiðiheimildir af þeim sem nú hafa þær. Þar er hins vegar ekki að finna lausnir á því hvernig stjórna á veiðum og úthluta veiðiheimildum. Þegar umræðan er tekin af slagorðaplaninu þurfa menn að skilgreina markmið og taka meiri hagsmuni fram yfir minni. Þá þarf að segja satt um takmörkuð gæði og hvernig þau verða nýtt í þágu heildarinnar. Óraunsæið er vinsælla. Vandinn að segja satt er í raun helsti Þrándur í Götu lausnar.Almannahagsmunir Margir heimta nú að veiði verði aukin umfram vísindalega ráðgjöf. Til skamms tíma getur almenningur haft hag af því. Hitt er jafn ljóst að það dregur úr afrakstri auðlindarinnar til lengri tíma. Aflahlutdeildarkerfið hefur verið talin skýring á því að íslenskir sjómenn og útgerðarmenn hafa stutt langtímasjónarmið vísindalegrar ráðgjafar meðan sjómenn og útgerðarmenn annarra þjóða hafa látið stundarhag ráða. Er þá unnt að fullyrða að aflahlutdeildarkerfið hafi að þessu leyti verið andstætt almannahag? Óumdeilt er að aflahlutdeildarkerfið leiddi til samþjöppunar í rekstri. Fiskiskip eru færri, sjómenn eru færri og fiskvinnslustöðvar eru færri. Trúlega er þessi mikla hagræðing helsta undirrót óánægjunnar. Ekki er unnt að mæla á móti því að þessi hagræðing gekk gegn hagsmunum nokkurra byggða og útgerða sem hurfu úr rekstri og sjómanna sem misstu vinnu. Á móti kemur að ekki er lengur þörf á millifærslum og gengislækkunum á kostnað almennings. Með rökum er ekki unnt að staðhæfa að efnahagsáhrif kerfisins hafi verið öndverð almannahagsmunum eða stangist á við þjóðareignarsjónarmiðið. Vissulega má deila um hvort er mikilvægara: Fjöldi starfa eða hagræðing. Það er val. Að lofa hvoru tveggja er skrök. Krafan um að hámarka arðinn af auðlindinni í þágu heildarinnar er eitt af mikilvægustu viðfangsefnum stjórnmálanna. Spurningin er bara: Hvernig? Hagræðingin styrkir krónuna sem aftur bætir kjör almennings. Þetta lögmál virkar líka í hina áttina. Vilja menn Það?Eða sérhagsmunir? Forsætisráðherra tilkynnti með nokkrum þunga um áramót að á þessu ári yrði bætt úr helstu meinsemd kerfisins með því að taka arðinn af útgerðunum og færa í sjóð eigenda auðlindarinnar, ríkissjóð. Á dögunum lýsti leiðtogi Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum, Ólína Þorvarðardóttir, yfir því að Flateyri væri birtingarmynd helstu meinsemdar kerfisins. Hugsanlega tala þessir tveir helstu foringjar stærsta flokksins á Alþingi fyrir sömu stefnu. Þá líta þeir svo á að vandi Flateyringa felist í of litlum skattgreiðslum eða því að þeir hafi ekki fengið tækifæri til að bjóða í veiðirétt á móti Samherja. Hitt gæti líka hugsast að Ólína Þorvarðardóttir telji að meinsemdin sé sú að einhverjir óverðugir sitji að veiðiréttinum. Þá þarf hún að benda á hverjir það eru og leggja til að heimildir þeirra verði fluttar til Flateyrar. Svo kann líka að vera að hún telji að allir veiðirétthafar eigi aðeins að halda réttinum að hluta. Afganginn eigi að flytja til Flateyringa og annarra sem það verðskulda. Hvort tveggja þetta er sérhagsmunagæsla fyrir þá sem koma eiga nýir inn í greinina. Ef þetta er stefnan minnka tekjur allra fyrirtækja sem voru fyrir í greininni svo og sjómanna og fiskvinnslufólks. Hvernig á að bregðast við því? Vitað er að skattlagningarmöguleikarnir felast í hagræðingu. Því færri krónur sem kostar að veiða hvert tonn því stærri verður skattstofninn. Gangi hagræðingin til baka hverfur skattstofninn. Hvað verður þá um áramótaboðskap forsætisráðherra um að flytja arðinn til eigendanna? Er hægt að lofa fleiri störfum samtímis því að fjármunir verða færðir í sameiginlegan sjóð almennings? Öllum þessum spurningum á að svara og sýna þarf rökrétt samhengi milli lausna og almannahagsmuna. Forsætisráðherra er í skuld með svörin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hugtakið þjóðareign segir ekkert um hvernig fiskveiðistjórnun þeir vilja sem oftast bera það fyrir sig. Það er notað bæði til að verja almannahagsmuni og sérhagsmuni. Afstaða forsætisráðherra og fjármálaráðherra er gott dæmi um þetta. Í ríkisstjórn 1990 beittu þau sér fyrir frjálsu framsali aflahlutdeildar og aflamarks. Þá töldu þau það vera í fullu samræmi við þjóðareignarákvæði laganna. Nú telja þau þessa skipan vera andstæða almannahagsmunum og að úr megi bæta með því að flytja þjóðareignarákvæðið yfir í stjórnarskrá. Veruleikinn er hins vegar sá að staðsetning þess þar leysir engar þrætur fremur en í almennum lögum ef menn eru ekki á einu máli hvað í ákvæðinu felst. Fyrningarleið ríkisstjórnarinnar geymir einungis hugmynd um hvernig taka á veiðiheimildir af þeim sem nú hafa þær. Þar er hins vegar ekki að finna lausnir á því hvernig stjórna á veiðum og úthluta veiðiheimildum. Þegar umræðan er tekin af slagorðaplaninu þurfa menn að skilgreina markmið og taka meiri hagsmuni fram yfir minni. Þá þarf að segja satt um takmörkuð gæði og hvernig þau verða nýtt í þágu heildarinnar. Óraunsæið er vinsælla. Vandinn að segja satt er í raun helsti Þrándur í Götu lausnar.Almannahagsmunir Margir heimta nú að veiði verði aukin umfram vísindalega ráðgjöf. Til skamms tíma getur almenningur haft hag af því. Hitt er jafn ljóst að það dregur úr afrakstri auðlindarinnar til lengri tíma. Aflahlutdeildarkerfið hefur verið talin skýring á því að íslenskir sjómenn og útgerðarmenn hafa stutt langtímasjónarmið vísindalegrar ráðgjafar meðan sjómenn og útgerðarmenn annarra þjóða hafa látið stundarhag ráða. Er þá unnt að fullyrða að aflahlutdeildarkerfið hafi að þessu leyti verið andstætt almannahag? Óumdeilt er að aflahlutdeildarkerfið leiddi til samþjöppunar í rekstri. Fiskiskip eru færri, sjómenn eru færri og fiskvinnslustöðvar eru færri. Trúlega er þessi mikla hagræðing helsta undirrót óánægjunnar. Ekki er unnt að mæla á móti því að þessi hagræðing gekk gegn hagsmunum nokkurra byggða og útgerða sem hurfu úr rekstri og sjómanna sem misstu vinnu. Á móti kemur að ekki er lengur þörf á millifærslum og gengislækkunum á kostnað almennings. Með rökum er ekki unnt að staðhæfa að efnahagsáhrif kerfisins hafi verið öndverð almannahagsmunum eða stangist á við þjóðareignarsjónarmiðið. Vissulega má deila um hvort er mikilvægara: Fjöldi starfa eða hagræðing. Það er val. Að lofa hvoru tveggja er skrök. Krafan um að hámarka arðinn af auðlindinni í þágu heildarinnar er eitt af mikilvægustu viðfangsefnum stjórnmálanna. Spurningin er bara: Hvernig? Hagræðingin styrkir krónuna sem aftur bætir kjör almennings. Þetta lögmál virkar líka í hina áttina. Vilja menn Það?Eða sérhagsmunir? Forsætisráðherra tilkynnti með nokkrum þunga um áramót að á þessu ári yrði bætt úr helstu meinsemd kerfisins með því að taka arðinn af útgerðunum og færa í sjóð eigenda auðlindarinnar, ríkissjóð. Á dögunum lýsti leiðtogi Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum, Ólína Þorvarðardóttir, yfir því að Flateyri væri birtingarmynd helstu meinsemdar kerfisins. Hugsanlega tala þessir tveir helstu foringjar stærsta flokksins á Alþingi fyrir sömu stefnu. Þá líta þeir svo á að vandi Flateyringa felist í of litlum skattgreiðslum eða því að þeir hafi ekki fengið tækifæri til að bjóða í veiðirétt á móti Samherja. Hitt gæti líka hugsast að Ólína Þorvarðardóttir telji að meinsemdin sé sú að einhverjir óverðugir sitji að veiðiréttinum. Þá þarf hún að benda á hverjir það eru og leggja til að heimildir þeirra verði fluttar til Flateyrar. Svo kann líka að vera að hún telji að allir veiðirétthafar eigi aðeins að halda réttinum að hluta. Afganginn eigi að flytja til Flateyringa og annarra sem það verðskulda. Hvort tveggja þetta er sérhagsmunagæsla fyrir þá sem koma eiga nýir inn í greinina. Ef þetta er stefnan minnka tekjur allra fyrirtækja sem voru fyrir í greininni svo og sjómanna og fiskvinnslufólks. Hvernig á að bregðast við því? Vitað er að skattlagningarmöguleikarnir felast í hagræðingu. Því færri krónur sem kostar að veiða hvert tonn því stærri verður skattstofninn. Gangi hagræðingin til baka hverfur skattstofninn. Hvað verður þá um áramótaboðskap forsætisráðherra um að flytja arðinn til eigendanna? Er hægt að lofa fleiri störfum samtímis því að fjármunir verða færðir í sameiginlegan sjóð almennings? Öllum þessum spurningum á að svara og sýna þarf rökrétt samhengi milli lausna og almannahagsmuna. Forsætisráðherra er í skuld með svörin.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun