Að halla réttu máli Bergsteinn Sigurðsson skrifar 18. janúar 2011 06:00 Það þarf ekki hallamál til að sjá hversu skökk umræðan hefur verið um tæplega fjögurra ára gamlan pistil Höllu Gunnarsdóttur um staðgöngumæðrun, sem fjölmiðlar dustuðu rykið af fyrir helgi. Það sem hefur farið fyrir brjóstið á mörgum er sú fullyrðing Höllu að staðgöngumæðrun gegn greiðslu sé undarlega samsuða vændis og barnasölu. Pistill Höllu er afdráttarlaus, ögrandi og inniheldur áleitin rök. Ég man þó ekki til þess að hann hafi vakið sérstaka athygli þegar hann birtist upphaflega í apríl 2007. Helsta ástæðan fyrir því að hann gerði það núna var sú að í frásögnum netmiðla var hann settur í persónulegt og pólitískt samhengi; málinu stillt upp eins og Halla, vondi vinstri sinnaði femínistinn, hefði skrifað greinina í tilefni af fréttum af hjónunum sem leituðu til staðgöngumóður á Indlandi, auk þess sem dylgjað var um að vegna skoðana sinna hafi Halla beitt sér persónulega gegn því sem aðstoðarmaður ráðherra að hjónin kæmust með drenginn sinn heim. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Fyrir utan slöttólfinn sem hótaði að nauðga Höllu fóru ansi margir á límingunum yfir þessum tæplega fjögurra ára gamla pistli. Á Facebook varð ég til dæmis var við dagfarsprúðasta fólk lýsa því að það ætti ekki nógu ljót orð í orðaforða sínum til að lýsa áliti sínu á Höllu; hún var kölluð heimsk, geðveik, öfgafull, hrokafull og síðast en ekki síst: femínisti. Hvort sem maður er sammála pistli Höllu Gunnarsdóttur eða ekki er það engum vafa undirorpið að staðgöngumæðrun er siðferðilegt álitamál og þarf að ræða sem slíkt. Slík umræða á auðvitað ekki að útiloka samkennd með þeim sem geta af einhverjum ástæðum ekki eignast börn á hefðbundinn hátt. Réttur þeirra til að eignast börn á hins vegar ekki að vera útgangspunkturinn, heldur hitt hvort hægt sé að koma í veg fyrir að staðgöngumæðrun verði enn eitt úrræðið fyrir hina betur settu til að nýta sér neyð annarra. Þótt til séu ýmis góð rök með staðgöngumæðrun hef ég enn ekki séð neinn gera tilraun til að tefla þeim markvisst fram gegn þeim sjónarmiðum sem Halla setti fram í grein sinni. Þeir sem eru ósammála henni láta sér flestir nægja að úthúða persónu hennar. Það er í sjálfu sér vísbending um hvort staðgöngumæðrun ætti að vera gerð leyfileg hér á landi. Samfélag sem getur ekki rætt ákvarðanir sínar og horfst í augu við mögulegar afleiðingar þeirra er líklega ekki í stakk búið til að taka þær. Áður en lengra er haldið ættum við kannski að íhuga staðgönguumræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun
Það þarf ekki hallamál til að sjá hversu skökk umræðan hefur verið um tæplega fjögurra ára gamlan pistil Höllu Gunnarsdóttur um staðgöngumæðrun, sem fjölmiðlar dustuðu rykið af fyrir helgi. Það sem hefur farið fyrir brjóstið á mörgum er sú fullyrðing Höllu að staðgöngumæðrun gegn greiðslu sé undarlega samsuða vændis og barnasölu. Pistill Höllu er afdráttarlaus, ögrandi og inniheldur áleitin rök. Ég man þó ekki til þess að hann hafi vakið sérstaka athygli þegar hann birtist upphaflega í apríl 2007. Helsta ástæðan fyrir því að hann gerði það núna var sú að í frásögnum netmiðla var hann settur í persónulegt og pólitískt samhengi; málinu stillt upp eins og Halla, vondi vinstri sinnaði femínistinn, hefði skrifað greinina í tilefni af fréttum af hjónunum sem leituðu til staðgöngumóður á Indlandi, auk þess sem dylgjað var um að vegna skoðana sinna hafi Halla beitt sér persónulega gegn því sem aðstoðarmaður ráðherra að hjónin kæmust með drenginn sinn heim. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Fyrir utan slöttólfinn sem hótaði að nauðga Höllu fóru ansi margir á límingunum yfir þessum tæplega fjögurra ára gamla pistli. Á Facebook varð ég til dæmis var við dagfarsprúðasta fólk lýsa því að það ætti ekki nógu ljót orð í orðaforða sínum til að lýsa áliti sínu á Höllu; hún var kölluð heimsk, geðveik, öfgafull, hrokafull og síðast en ekki síst: femínisti. Hvort sem maður er sammála pistli Höllu Gunnarsdóttur eða ekki er það engum vafa undirorpið að staðgöngumæðrun er siðferðilegt álitamál og þarf að ræða sem slíkt. Slík umræða á auðvitað ekki að útiloka samkennd með þeim sem geta af einhverjum ástæðum ekki eignast börn á hefðbundinn hátt. Réttur þeirra til að eignast börn á hins vegar ekki að vera útgangspunkturinn, heldur hitt hvort hægt sé að koma í veg fyrir að staðgöngumæðrun verði enn eitt úrræðið fyrir hina betur settu til að nýta sér neyð annarra. Þótt til séu ýmis góð rök með staðgöngumæðrun hef ég enn ekki séð neinn gera tilraun til að tefla þeim markvisst fram gegn þeim sjónarmiðum sem Halla setti fram í grein sinni. Þeir sem eru ósammála henni láta sér flestir nægja að úthúða persónu hennar. Það er í sjálfu sér vísbending um hvort staðgöngumæðrun ætti að vera gerð leyfileg hér á landi. Samfélag sem getur ekki rætt ákvarðanir sínar og horfst í augu við mögulegar afleiðingar þeirra er líklega ekki í stakk búið til að taka þær. Áður en lengra er haldið ættum við kannski að íhuga staðgönguumræðu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun