Ljós og stjörnur á himni 28. desember 2011 06:00 Dagarnir milli jóla og nýárs skipta sköpum fyrir fjárhag og rekstur björgunarsveita í landinu. Ástæðan er sú, eins þversagnakennt og það kann að virðast, að þá leggja tekjur af flugeldasölu grunninn að rekstri og tækjakaupum sveitanna. Fjáröflun til starfsemi sem gengur út á að bjarga byggir þannig á því að selja varning sem er í eðli sínu svo hættulegur að þrátt fyrir mikla fræðslu og forvarnir líða því miður ekki áramót að ekki verði óhöpp í meðförum fólks með þennan varning og í versta falli afar alvarleg slys. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að björgunarsveitir hafi nægilegt fé til að geta haldið úti rekstri sínum og tækjakosti en eins og kunnugt er byggir starfsemi sveitanna algerlega á sjálfboðastarfi karla og kvenna sem tilbúin eru til að ganga út frá fjölskyldu sinni og vinnu þegar kallið kemur. Ekki þarf heldur að hafa mörg orð um það mikilvæga hlutverk sem við blasir að björgunarsveitirnar gegna. Þær halda ekki einungis til fjalla að leita að týndum ferðamönnum. Þær gegna lykilhlutverki við björgunarstörf þegar náttúruhamfarir verða en auk þess má nefna verkefni eins og að liðsinna fólki við að komast á milli staða þegar veður eru viðsjál og framlag þeirra til að draga úr eignatjóni við þær aðstæður. Flugeldar þykja svo hættulegir að meðferð almennings á þeim er víða algerlega óheimil. Í þeim löndum er það eingöngu álitið á færi fagmanna að eiga við þetta sprengiefni sem breytist í litadýrð á himni þegar það er gengið í samband við eld. Meðan flugeldatekjur eru jafn snar þáttur í fjármögnun björgunarsveitanna og nú er þá er auðvitað tómt mál að tala um að setja meiri skorður á meðferð almennings á flugeldum. Hins vegar má velta fyrir sér hvort málefnum björgunarsveitanna væri ekki betur fyrir komið með því að hlutur ríkisins væri meiri, þ.e. að hryggjarstykkið í rekstrarfé sveitanna væri skattfé. Einnig mætti hugsa sér afdráttarlausari gjaldtöku fyrir að minnsta kosti hluta þeirrar þjónustu sem björgunarsveitirnar veita. Þá væri hægt að taka upp umræðuna um öryggismál og flugelda og taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt þyki að þessi hættulegi varningur fyrirfinnist á þorra heimila í landinu þar sem börn hafa meðal annars að honum aðgang. Að ekki sé minnst á hættuna sem hlýst af meðferð flugelda undir áhrifum áfengis. Nú er hin árlega umræða hafin um það hvort menn ætli að skipta við björgunarsveitir þegar þeir kaupa flugelda, íþróttafélögin sín eða hreinlega þá sem bjóða besta verðið. Það verður auðvitað hver sá sem kaupir flugelda að eiga við sig. Hins vegar mætti stinga upp á því að björgunarsveitir auglýstu milli jóla og nýárs aðra möguleika til að styrkja sveitirnar fyrir þá sem ekki kaupa flugelda, þó ekki væri nema reikningsnúmer sem hægt væri að leggja inn á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Dagarnir milli jóla og nýárs skipta sköpum fyrir fjárhag og rekstur björgunarsveita í landinu. Ástæðan er sú, eins þversagnakennt og það kann að virðast, að þá leggja tekjur af flugeldasölu grunninn að rekstri og tækjakaupum sveitanna. Fjáröflun til starfsemi sem gengur út á að bjarga byggir þannig á því að selja varning sem er í eðli sínu svo hættulegur að þrátt fyrir mikla fræðslu og forvarnir líða því miður ekki áramót að ekki verði óhöpp í meðförum fólks með þennan varning og í versta falli afar alvarleg slys. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að björgunarsveitir hafi nægilegt fé til að geta haldið úti rekstri sínum og tækjakosti en eins og kunnugt er byggir starfsemi sveitanna algerlega á sjálfboðastarfi karla og kvenna sem tilbúin eru til að ganga út frá fjölskyldu sinni og vinnu þegar kallið kemur. Ekki þarf heldur að hafa mörg orð um það mikilvæga hlutverk sem við blasir að björgunarsveitirnar gegna. Þær halda ekki einungis til fjalla að leita að týndum ferðamönnum. Þær gegna lykilhlutverki við björgunarstörf þegar náttúruhamfarir verða en auk þess má nefna verkefni eins og að liðsinna fólki við að komast á milli staða þegar veður eru viðsjál og framlag þeirra til að draga úr eignatjóni við þær aðstæður. Flugeldar þykja svo hættulegir að meðferð almennings á þeim er víða algerlega óheimil. Í þeim löndum er það eingöngu álitið á færi fagmanna að eiga við þetta sprengiefni sem breytist í litadýrð á himni þegar það er gengið í samband við eld. Meðan flugeldatekjur eru jafn snar þáttur í fjármögnun björgunarsveitanna og nú er þá er auðvitað tómt mál að tala um að setja meiri skorður á meðferð almennings á flugeldum. Hins vegar má velta fyrir sér hvort málefnum björgunarsveitanna væri ekki betur fyrir komið með því að hlutur ríkisins væri meiri, þ.e. að hryggjarstykkið í rekstrarfé sveitanna væri skattfé. Einnig mætti hugsa sér afdráttarlausari gjaldtöku fyrir að minnsta kosti hluta þeirrar þjónustu sem björgunarsveitirnar veita. Þá væri hægt að taka upp umræðuna um öryggismál og flugelda og taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt þyki að þessi hættulegi varningur fyrirfinnist á þorra heimila í landinu þar sem börn hafa meðal annars að honum aðgang. Að ekki sé minnst á hættuna sem hlýst af meðferð flugelda undir áhrifum áfengis. Nú er hin árlega umræða hafin um það hvort menn ætli að skipta við björgunarsveitir þegar þeir kaupa flugelda, íþróttafélögin sín eða hreinlega þá sem bjóða besta verðið. Það verður auðvitað hver sá sem kaupir flugelda að eiga við sig. Hins vegar mætti stinga upp á því að björgunarsveitir auglýstu milli jóla og nýárs aðra möguleika til að styrkja sveitirnar fyrir þá sem ekki kaupa flugelda, þó ekki væri nema reikningsnúmer sem hægt væri að leggja inn á.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun