Tók upp plötu heima í stofu 12. desember 2011 16:00 kaldara loftslag Ryan Karazija og Júlíus Björgvinsson eru nýkomnir heim frá Kaliforniu þar sem þeir spiluðu lög af nýju plötunni á nokkrum tónleikum. fréttablaðið/gva Low Roar er listamannsnafn bandaríska tónlistarmannsins Ryans Karazija. Ryan flutti til Íslands fyrir ári og tók upp plötu heima í stofu hjá sér í vaktafríum frá erfiðisvinnu. Platan hefur fengið frábærar viðtökur. „Ég er ótrúlega ánægður með viðtökurnar,“ segir bandaríski tónlistarmaðurinn Ryan Karazija sem nýverið gaf út sína fyrstu plötu undir listamannsnafninu Low Roar. Ryan er búsettur á Íslandi, en hann flutti til Reykjavíkur í september á síðasta ári þegar hann giftist íslenskri kærustu sinni. Plötunni hefur verið vel tekið, bæði hér heima og erlendis. Fyrir stuttu var lag af plötunni notað í sjónvarpsþáttunum vinsælu 90210 og í vikunni stökk platan í fyrsta sætið á tónlistarsíðunni Gogoyoko. Ryan samdi lögin eftir flutningana til Íslands, og segir þau fjalla um allt það sem viðkemur því að hefja nýtt líf á nýjum stað. Tónlistarmaðurinn bjó áður í Kaliforniu þar sem hann átti mikilli velgengni að fagna með hljómsveit sinni. Stökkið var því stórt og hann syngur á hreinskilinn hátt um erfiðleika við að passa inn í samfélagið, finna vinnu og sjá fyrir fjölskyldu um kaldan íslenskan vetur. „Á sama tíma og það var erfitt að byrja upp á nýtt hérna var það líka frískandi. Mig langaði að taka upp plötu hérna en hafði áhyggjur af því að hafa engin sambönd og þekkja engan hér. Það varð til þess að ég tók plötuna upp sjálfur heima í stofu hjá mér, sem eftir á að hyggja var mikil blessun. Ég gat samið lögin og haldið hráu tilfinningunni, sem ég hefði ekki getað ef ég hefði farið í eitthvert fínt hljóðver.“ Á liðnu ári hefur Ryan komið sér vel fyrir á Íslandi og segist elska að búa í Reykjavík, stærðin og andrúmsloftið sé frábært. Hann hefur kynnst íslensku tónlistarsenunni betur og fann sér vinnu, sem veldur því reyndar að hann hefur minni tíma til þess að semja tónlist því hann vinnur vaktavinnu, bæði á næturnar og daginn. „Það er samt ekki endilega slæmt. Ég held að ég hafi haft of mikinn tíma áður. Núna kann ég betur að meta frítímann og nýti hann svo miklu betur,“ segir Ryan sem hefur ekki í hyggju að flytja frá Íslandi í bráð. „Ekki á meðan þið viljið enn hafa mig.“ Útgáfutónleikar Low Roar verða haldnir á Kex Hostel 28. desember næstkomandi. bergthora@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Low Roar er listamannsnafn bandaríska tónlistarmannsins Ryans Karazija. Ryan flutti til Íslands fyrir ári og tók upp plötu heima í stofu hjá sér í vaktafríum frá erfiðisvinnu. Platan hefur fengið frábærar viðtökur. „Ég er ótrúlega ánægður með viðtökurnar,“ segir bandaríski tónlistarmaðurinn Ryan Karazija sem nýverið gaf út sína fyrstu plötu undir listamannsnafninu Low Roar. Ryan er búsettur á Íslandi, en hann flutti til Reykjavíkur í september á síðasta ári þegar hann giftist íslenskri kærustu sinni. Plötunni hefur verið vel tekið, bæði hér heima og erlendis. Fyrir stuttu var lag af plötunni notað í sjónvarpsþáttunum vinsælu 90210 og í vikunni stökk platan í fyrsta sætið á tónlistarsíðunni Gogoyoko. Ryan samdi lögin eftir flutningana til Íslands, og segir þau fjalla um allt það sem viðkemur því að hefja nýtt líf á nýjum stað. Tónlistarmaðurinn bjó áður í Kaliforniu þar sem hann átti mikilli velgengni að fagna með hljómsveit sinni. Stökkið var því stórt og hann syngur á hreinskilinn hátt um erfiðleika við að passa inn í samfélagið, finna vinnu og sjá fyrir fjölskyldu um kaldan íslenskan vetur. „Á sama tíma og það var erfitt að byrja upp á nýtt hérna var það líka frískandi. Mig langaði að taka upp plötu hérna en hafði áhyggjur af því að hafa engin sambönd og þekkja engan hér. Það varð til þess að ég tók plötuna upp sjálfur heima í stofu hjá mér, sem eftir á að hyggja var mikil blessun. Ég gat samið lögin og haldið hráu tilfinningunni, sem ég hefði ekki getað ef ég hefði farið í eitthvert fínt hljóðver.“ Á liðnu ári hefur Ryan komið sér vel fyrir á Íslandi og segist elska að búa í Reykjavík, stærðin og andrúmsloftið sé frábært. Hann hefur kynnst íslensku tónlistarsenunni betur og fann sér vinnu, sem veldur því reyndar að hann hefur minni tíma til þess að semja tónlist því hann vinnur vaktavinnu, bæði á næturnar og daginn. „Það er samt ekki endilega slæmt. Ég held að ég hafi haft of mikinn tíma áður. Núna kann ég betur að meta frítímann og nýti hann svo miklu betur,“ segir Ryan sem hefur ekki í hyggju að flytja frá Íslandi í bráð. „Ekki á meðan þið viljið enn hafa mig.“ Útgáfutónleikar Low Roar verða haldnir á Kex Hostel 28. desember næstkomandi. bergthora@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira