Lífið

Kit Harington djammaði á Hressó

Leikarinn Kit Harington sótti tónleika á Hressó á fimmtudagskvöldið. Hann þótti kurteis og almennilegur og hrósuðu gestir staðarins honum fyrir góðan leik í Game of Thrones.
fréttablaðið/villi
Leikarinn Kit Harington sótti tónleika á Hressó á fimmtudagskvöldið. Hann þótti kurteis og almennilegur og hrósuðu gestir staðarins honum fyrir góðan leik í Game of Thrones. fréttablaðið/villi
Leikarinn Kit Harington átti frí frá tökum á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones síðastliðið fimmtudagskvöld og sótti tónleika með hljómsveitinni Mammút á Hressó. Harington þótti bæði kurteis og geðþekkur og lét lítið fyrir sér fara.

Fréttablaðið hafði eftir vaktstjóra á Hressó að Harington hefði verið afskaplega kurteis og að það hefði samstarfsfólk hans líka verið. Það hefði fljótt kvisast út að leikarinn væri staddur á staðnum og vildi fólk þá taka í höndina á honum, knúsa hann og hrósa honum fyrir góðan leik í skemmtilegum sjónvarpsþáttum. Að sögn vaktstjórans þótti Harington gaman hvað Íslendingar voru hlýir og gefnir fyrir faðmlög.

Harington og vinir hans yfirgáfu Hressó skömmu eftir að tónleikunum lauk en hann gaf sér þó tíma í spjall og myndatökur áður. Erna María Þrastardóttir var ein þeirra er hittu leikarann og ber hún honum vel söguna.

„Ég hef aldrei horft á Game of Thrones en vinkona mín er mikill aðdáandi og ég tók myndina fyrir hana. Hann var mjög almennilegur og fannst lítið mál að láta smella af sér mynd,“ segir Erna.

Harington leikur persónuna Jon Snow í Game of Thrones, en þættirnir hófu göngu sína á Stöð 2 í haust. Hann fer einnig með hlutverk í kvikmyndinni Silent Hill: Revelation 3D sem er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári. Þar leikur hann móti Sean Bean, en þeir leika einmitt feðga í Game of Thrones. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.