Lífið

Býður Íslendingum á tónleika

glatt á hjalla Mugison og hljómsveit hans hafa undanfarið ferðast um landið og komið fram í 18 bæjarfélögum. fréttablaðið/Stefán
glatt á hjalla Mugison og hljómsveit hans hafa undanfarið ferðast um landið og komið fram í 18 bæjarfélögum. fréttablaðið/Stefán
Mugison stal senunni á Degi íslenskrar tónlistar í gær þegar hann bauð öllum Íslendingum á tónleika sína í Eldborgarsal Hörpu 22. desember næstkomandi.

Hátíðlegt andrúmsloft var á blaðamannafundi í Hljómskálanum þegar tónlistarmaðurinn sagðist vera svo mikil þökk í hjarta fyrir hlýjar viðtökur landsmanna við nýjustu plötu hans, Hagléli, að hann langaði að þakka fyrir sig í verki, með því að gera það sem hann gerir best – spila tónlist. Hann leigði því að eigin sögn glæsilegasta tónleikasal landsins, Eldborg, til að sem flestir kæmust að.

Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Haglél fengið fádæma góðar viðtökur og selst í meira en 12.000 eintökum. Öll eintökin eru heimaföndruð af Mugison sjálfum, fjölskyldu og vinum og á aðventunni ætla þau að eiga notalegar stundir saman við að föndra 7.000 eintök í viðbót.

Mugison ætlar að vera með fjölmennt lið listafólks með sér á tónleikunum, og lofar að minnsta kosti 20-30 leynigestum á sviðið. Þeir sem næla sér í miða á tónleikana eiga því von á góðu, en hægt verður að nálgast miða á vef Hörpu frá hádegi 7. desember. - bb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.