Dýrgripir fortíðar 14. desember 2011 09:00 Margir þeirra dýrgripa sem eru í safni Guðbjargar hafa að öllum líkindum komið upphaflega úr jólapakka. „Frá því að ég var lítil stelpa hef ég verið mikill safnari. Ég safnaði frímerkjum, leikaramyndum, servíettum og eldspýtustokkum," segir Guðbjörg Ringsted sem opnaði í júlí á síðasta ári leikfangasýningu í Friðbjarnarhúsi á Akureyri. „Hugmyndin að þessu safni kviknaði þegar ég var á ferðalagi um Borgo í Finnlandi árið 1992. Ég kom þá í leikfangasafn í litlu timburhúsi, líku því sem ég er með safnið mitt í núna. Þá laust þessari hugmynd í kollinn á mér," útskýrir Guðbjörg. Hún átti eitthvað af dóti sjálf frá því að hún var lítil og ákvað að byrja að safna. „Ég byrjaði á að auglýsa eftir leikföngum í smáauglýsingunum í Sunnudagsmogganum. Ég fékk ekki mikil viðbrögð en ein kona sendi mér stóran kassa. Síðan fór þessi leit mín að spyrjast út. Vinkonur mínar gaukuðu að mér ýmsu og ég var með allar klær úti," segir hún. Boltinn byrjaði hins vegar að rúlla þegar hún sýndi afrakstur söfnunar sinnar í minjasafninu á Akureyri árið 2003. „Þá virtist fólk treysta mér fyrir þessum dýrgripum og fannst gaman að einhver héldi utan um þetta," segir hún. Þegar Friðbjarnarhús varð laust hjá Akureyrarbæ sótti hún um og fékk. Guðbjörg veit ekki leikfanga sinna tal í dag. Innt eftir því hvort einhverjir munir séu henni kærari en aðrir segir hún erfitt að gera upp á milli. „Dýrmætustu hlutirnir eru þó líklega þeir elstu. Til dæmis tvær dúkkur með postulínshöfuð frá 1880 og 1909," segir hún.Guðbjörg segir bæði fullorðna og börn hafa gaman af sýningunni. „Fullorðna fólkinu þykir gaman að rifja upp sína eigin æsku meðan börnin skoða dótið á annan hátt og finnst sumt afar skrítið," segir hún hlæjandi. Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi er opin frá 1. júní til ágústloka en aðeins á laugardögum yfir veturinn. „En ég opna alltaf ef fólk hefur samband utan þess tíma og ég er í bænum."- sg Jólafréttir Mest lesið Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Gilsbakkaþula Jól Fylking engla Jól Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól Sósan má ekki klikka Jól Heims um ból Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Kertin á aðventukransinum Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól
„Frá því að ég var lítil stelpa hef ég verið mikill safnari. Ég safnaði frímerkjum, leikaramyndum, servíettum og eldspýtustokkum," segir Guðbjörg Ringsted sem opnaði í júlí á síðasta ári leikfangasýningu í Friðbjarnarhúsi á Akureyri. „Hugmyndin að þessu safni kviknaði þegar ég var á ferðalagi um Borgo í Finnlandi árið 1992. Ég kom þá í leikfangasafn í litlu timburhúsi, líku því sem ég er með safnið mitt í núna. Þá laust þessari hugmynd í kollinn á mér," útskýrir Guðbjörg. Hún átti eitthvað af dóti sjálf frá því að hún var lítil og ákvað að byrja að safna. „Ég byrjaði á að auglýsa eftir leikföngum í smáauglýsingunum í Sunnudagsmogganum. Ég fékk ekki mikil viðbrögð en ein kona sendi mér stóran kassa. Síðan fór þessi leit mín að spyrjast út. Vinkonur mínar gaukuðu að mér ýmsu og ég var með allar klær úti," segir hún. Boltinn byrjaði hins vegar að rúlla þegar hún sýndi afrakstur söfnunar sinnar í minjasafninu á Akureyri árið 2003. „Þá virtist fólk treysta mér fyrir þessum dýrgripum og fannst gaman að einhver héldi utan um þetta," segir hún. Þegar Friðbjarnarhús varð laust hjá Akureyrarbæ sótti hún um og fékk. Guðbjörg veit ekki leikfanga sinna tal í dag. Innt eftir því hvort einhverjir munir séu henni kærari en aðrir segir hún erfitt að gera upp á milli. „Dýrmætustu hlutirnir eru þó líklega þeir elstu. Til dæmis tvær dúkkur með postulínshöfuð frá 1880 og 1909," segir hún.Guðbjörg segir bæði fullorðna og börn hafa gaman af sýningunni. „Fullorðna fólkinu þykir gaman að rifja upp sína eigin æsku meðan börnin skoða dótið á annan hátt og finnst sumt afar skrítið," segir hún hlæjandi. Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi er opin frá 1. júní til ágústloka en aðeins á laugardögum yfir veturinn. „En ég opna alltaf ef fólk hefur samband utan þess tíma og ég er í bænum."- sg
Jólafréttir Mest lesið Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Gilsbakkaþula Jól Fylking engla Jól Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól Sósan má ekki klikka Jól Heims um ból Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Kertin á aðventukransinum Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól