Stjörnurnar horfa til Íslands 25. nóvember 2011 14:00 Jake Gyllenhaal, Charlize Theron, Ridley Scott, Ben Stiller, Bon Jovi og Darren Ronofsky hafa öll dvalið á Íslandi á þessu ári. Ridley Scott Bandarískar kvikmyndastjörnur og leikstjórar hafa verið tíðir gestir á Íslandi á þessu ári. Fréttablaðið tók saman lista yfir fræga fólkið sem hefur heiðrað Íslendinga með nærveru sinni árið 2011.Charlize Theron Óvenjumargar bandarískar kvikmyndastjörnur og leikstjórar hafa komið hingað til lands á þessu ári. Flestar heimsóknirnar hafa verið í tengslum við kvikmyndatökur og hafa íslenskir fjölmiðlar fylgst spenntir með af hliðarlínunni. Í apríl kom hingað Jake Gyllenhaal og eyddi einni helgi í aftakaveðri uppi á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi í tökum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Man Vs. Wild. Hann klæddi sig upp fyrir tökurnar í verslun 66 gráður norður í Bankastræti og fékk sér að borða á Laundromat í Austurstræti.Ben StillerÍ júlí flaug til Íslands stór hópur á vegum stórmyndarinnar Prometheus. Í tökuliðinu var leikstjórinn Ridley Scott, sem hefur gert myndir á borð við Alien og Gladiator, Michael Fassbender úr X-Men og leikkonurnar Charlize Theron og Noomi Rapace, sem sló í gegn í sænskum myndum byggðum á Millennium-bókunum. Tökurnar fóru fram meðal annars við rætur Heklu og þóttu takast einkar vel.Jon Bon Jovi Í ágúst greindi Fréttablaðið frá því að leikstjórinn Joseph Kosinski, sem síðast gerði Tron: Legacy með Jeff Bridges, hefði verið staddur hér á landi til að skoða hentuga tökustaði. Tilefnið var myndin Oblivion, með Tom Cruise í aðalhlutverki, sem segir frá hermanni sem er sendur til fjarlægrar plánetu. Allt ætlaði um koll að keyra í september þegar fréttist af komu gamanleikarans Bens Stiller til landsins. Hann hefur í hyggju að taka upp myndina The Secret Life of Walter Mitty á Íslandi og kynnti sér tökustaði bæði á Djúpavogi og í Stykkishólmi. Stiller greindi frá ferðalagi sínu um landið á Twitter-síðu sinni og fylgdust aðdáendur hans úti um allan heim spenntir með. Darren Aronofsky Annar Hollywood-leikari sem þó er þekktari sem rokksöngvari, Bon Jovi, kom hingað í júlí og dvaldi í turnsvítunni á Hótel Borg ásamt fjölskyldu sinni. Hann dvaldi hér í eina viku á meðan hann var að jafna sig eftir hnéaðgerð. Jovi og föruneyti skoðuðu Gullfoss, Geysi og Vestmannaeyjar ásamt því að ferðast vestur í Borgarfjörð. Nú síðast greindi Fréttablaðið frá því að leikstjórinn Darren Aronofsky, sem hefur getið sér gott orð fyrir The Wrestler og Black Swan, hefði dvalið hér á landi til að kynna sér tökustaði fyrir væntanlega stórmynd um Nóa og örkina hans. Þar að auki hefjast tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Game Of Thrones hér á landi í dag. Stjörnurnar sem hafa komið til Íslands á þessu ári eru því margar og verður gaman að fylgjast með hvort framhald verði ekki á slíkum heimsóknum árið 2012. freyr@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Ridley Scott Bandarískar kvikmyndastjörnur og leikstjórar hafa verið tíðir gestir á Íslandi á þessu ári. Fréttablaðið tók saman lista yfir fræga fólkið sem hefur heiðrað Íslendinga með nærveru sinni árið 2011.Charlize Theron Óvenjumargar bandarískar kvikmyndastjörnur og leikstjórar hafa komið hingað til lands á þessu ári. Flestar heimsóknirnar hafa verið í tengslum við kvikmyndatökur og hafa íslenskir fjölmiðlar fylgst spenntir með af hliðarlínunni. Í apríl kom hingað Jake Gyllenhaal og eyddi einni helgi í aftakaveðri uppi á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi í tökum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Man Vs. Wild. Hann klæddi sig upp fyrir tökurnar í verslun 66 gráður norður í Bankastræti og fékk sér að borða á Laundromat í Austurstræti.Ben StillerÍ júlí flaug til Íslands stór hópur á vegum stórmyndarinnar Prometheus. Í tökuliðinu var leikstjórinn Ridley Scott, sem hefur gert myndir á borð við Alien og Gladiator, Michael Fassbender úr X-Men og leikkonurnar Charlize Theron og Noomi Rapace, sem sló í gegn í sænskum myndum byggðum á Millennium-bókunum. Tökurnar fóru fram meðal annars við rætur Heklu og þóttu takast einkar vel.Jon Bon Jovi Í ágúst greindi Fréttablaðið frá því að leikstjórinn Joseph Kosinski, sem síðast gerði Tron: Legacy með Jeff Bridges, hefði verið staddur hér á landi til að skoða hentuga tökustaði. Tilefnið var myndin Oblivion, með Tom Cruise í aðalhlutverki, sem segir frá hermanni sem er sendur til fjarlægrar plánetu. Allt ætlaði um koll að keyra í september þegar fréttist af komu gamanleikarans Bens Stiller til landsins. Hann hefur í hyggju að taka upp myndina The Secret Life of Walter Mitty á Íslandi og kynnti sér tökustaði bæði á Djúpavogi og í Stykkishólmi. Stiller greindi frá ferðalagi sínu um landið á Twitter-síðu sinni og fylgdust aðdáendur hans úti um allan heim spenntir með. Darren Aronofsky Annar Hollywood-leikari sem þó er þekktari sem rokksöngvari, Bon Jovi, kom hingað í júlí og dvaldi í turnsvítunni á Hótel Borg ásamt fjölskyldu sinni. Hann dvaldi hér í eina viku á meðan hann var að jafna sig eftir hnéaðgerð. Jovi og föruneyti skoðuðu Gullfoss, Geysi og Vestmannaeyjar ásamt því að ferðast vestur í Borgarfjörð. Nú síðast greindi Fréttablaðið frá því að leikstjórinn Darren Aronofsky, sem hefur getið sér gott orð fyrir The Wrestler og Black Swan, hefði dvalið hér á landi til að kynna sér tökustaði fyrir væntanlega stórmynd um Nóa og örkina hans. Þar að auki hefjast tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Game Of Thrones hér á landi í dag. Stjörnurnar sem hafa komið til Íslands á þessu ári eru því margar og verður gaman að fylgjast með hvort framhald verði ekki á slíkum heimsóknum árið 2012. freyr@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira