Hlegið að nöfnum fólks Pawel Bartoszek skrifar 11. nóvember 2011 06:00 Úrskurðir mannanafnanefndar vekja jafnan athygli og kátínu almennings. Algengustu viðbrögð manna eru annaðhvort „Hvað er fólkið í þessari nefnd eiginlega að spá?“ eða „Hver gerir barni sínu þetta?“ Fyrri spurningin byggir á vanþekkingu, sú síðari er réttlæting eineltis. En fyrst nokkur orð til varnar mannanafnanefnd. Stundum má heyra örla á þeirri tilfinningu fólks að nefndin rambi á úrskurði sína með því að setja umsóknir í svartan hatt og draga. Það er fjarri lagi. Nefndin fylgir lögum og hefðum (og raunar líka reglum um það hvað telst vera hefð), þegar hún kveður upp úrskurði sína. Nefndin ályktar ekki um hvort henni finnist nafnið „asnalegt“ ólíkt því sem sumir virðast halda að hlutverk hennar sé, eða eigi að vera. Sé rýnt í úrskurði nefndarinnar má fljótt sjá að þeir eru almennt fyrirsjáanlegir. Ef nafnið er ritað á íslenskan máta og hægt er að neyða eignarfalli á það með einhverju móti þá er það samþykkt. Ef ekki þá er nafninu hafnað nema ef nógu margir skrifa það „vitlaust“ nú þegar. Þannig myndi kvenmannsnafnið „Fegurð“ verða samþykkt, því dóttir Fegurðar gæti án vandkvæða heitið Fegurðardóttir. Nöfn eins og Coco eða Wojciech myndu hins vegar ólíklega verða samþykkt, því þau eru ekki skrifuð í samræmi við íslenska málhefð. Nafn eins og Carla er ekki skrifað í samræmi við íslenskar reglur, en þar sem nógu margir heita því hvort sem er er undantekningin orðin hluti af reglunni og nafnið er löglegt. Orrustan um kommurnarEn þótt nefndin sé almennt samkvæm sjálfri sér og fari að lögum þá er ekki þar með sagt að hennar sé þörf. Það ætti ekki að þurfa aðra mannanafnanefnd en foreldra barns. Foreldrum er treyst fyrir flestum þáttum í uppeldi barna, það ætti að treysta þeim fyrir þessu einnig. Ótti manna um að fólk sé í stórum stíl að fara gefa börnum einhver „ruglnöfn“ virðist ekki á rökum reistur. Séu erindi sem borist hafa til mannanafnanefndar seinustu ár skoðuð finnast seint nöfn sem sett eru fram af illum ásetningi. Oftast eru þetta einhverjar orrustur um kommustafi, fólk vill skrifa Manuela en ekki Manúela eða Annalísa í einu orði. Og hvern myndi það skaða? Auðvitað ekki nokkurn mann. Leyfum fólki nú bara að ráða þessu. Hinir fordómafullu hinirEn sumir eru hræddir við að allt fari úr böndunum. Á kaffistofum spyrja menn spurninga á borð við: „Hver vill gera börnunum sínum þetta? Verður krakkanum ekki strítt?“ Dæmin sem menn taka eru raunar stundum ekki einu sinni rétt heldur endurtaka menn brandara um fyndin tvínöfn sem þeir hafa heyrt einhvers staðar. En það kviknar sem sagt þessi þörf til að bjarga öðrum frá því að fara fram úr sjálfum sér. Hún er rökstudd með þekktasta móðursýkisfrasa allra tíma: „En hvað með börnin?“ Börnin eru auðvitað ekki vandamálið. Vandamálið er einmitt að í hvert skipti sem við ræsum umræður á borð við „Spáðu í því að heita Kaka, manni er örugglega strítt endalaust!“ erum við að gefa skotleyfi á allt fólk sem heitir því nafni. Börn sem hlýða á þannig samtöl læra að sumt fólk heitir „asnalegum“ nöfnum og að það sé í lagi að gera svolítið grín að því. Og þau endurtaka grínið næst þegar þau hitta einhvern sem heitir Kaka. Þetta minnir dálítið á umræðu um ættleiðingar samkynhneigðra: Temmilega fordómafullt fólk vildi ekki leyfa börnum að alast upp hjá samkynhneigðum foreldrum, til að verja börnin fyrir aðkasti virkilega fordómafulls fólks. Að lokumÍslensk nafnalög eru ekki lengur ein þau ströngustu í heimi. Tiltölulega mikið frjálsræði er leyft en stærsti hluti þeirra erinda sem hafnað er af mannanafnanefnd snýr að óhefðbundinni stafsetningu nafna. Það mætti stíga enn lengra, gera eins og Danir sem samþykkja nöfn sem eru viðurkennd í öðrum ríkjum. En væri líka hægt að leyfa fólki bara að ráða þessu. Þótt ótrúlegt megi virðast þá eru til milljóna manna ríki þar sem börn fæðast og eru skírð án þess að opinberar nefndir þurfi að leggja blessun sína yfir nöfn þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Úrskurðir mannanafnanefndar vekja jafnan athygli og kátínu almennings. Algengustu viðbrögð manna eru annaðhvort „Hvað er fólkið í þessari nefnd eiginlega að spá?“ eða „Hver gerir barni sínu þetta?“ Fyrri spurningin byggir á vanþekkingu, sú síðari er réttlæting eineltis. En fyrst nokkur orð til varnar mannanafnanefnd. Stundum má heyra örla á þeirri tilfinningu fólks að nefndin rambi á úrskurði sína með því að setja umsóknir í svartan hatt og draga. Það er fjarri lagi. Nefndin fylgir lögum og hefðum (og raunar líka reglum um það hvað telst vera hefð), þegar hún kveður upp úrskurði sína. Nefndin ályktar ekki um hvort henni finnist nafnið „asnalegt“ ólíkt því sem sumir virðast halda að hlutverk hennar sé, eða eigi að vera. Sé rýnt í úrskurði nefndarinnar má fljótt sjá að þeir eru almennt fyrirsjáanlegir. Ef nafnið er ritað á íslenskan máta og hægt er að neyða eignarfalli á það með einhverju móti þá er það samþykkt. Ef ekki þá er nafninu hafnað nema ef nógu margir skrifa það „vitlaust“ nú þegar. Þannig myndi kvenmannsnafnið „Fegurð“ verða samþykkt, því dóttir Fegurðar gæti án vandkvæða heitið Fegurðardóttir. Nöfn eins og Coco eða Wojciech myndu hins vegar ólíklega verða samþykkt, því þau eru ekki skrifuð í samræmi við íslenska málhefð. Nafn eins og Carla er ekki skrifað í samræmi við íslenskar reglur, en þar sem nógu margir heita því hvort sem er er undantekningin orðin hluti af reglunni og nafnið er löglegt. Orrustan um kommurnarEn þótt nefndin sé almennt samkvæm sjálfri sér og fari að lögum þá er ekki þar með sagt að hennar sé þörf. Það ætti ekki að þurfa aðra mannanafnanefnd en foreldra barns. Foreldrum er treyst fyrir flestum þáttum í uppeldi barna, það ætti að treysta þeim fyrir þessu einnig. Ótti manna um að fólk sé í stórum stíl að fara gefa börnum einhver „ruglnöfn“ virðist ekki á rökum reistur. Séu erindi sem borist hafa til mannanafnanefndar seinustu ár skoðuð finnast seint nöfn sem sett eru fram af illum ásetningi. Oftast eru þetta einhverjar orrustur um kommustafi, fólk vill skrifa Manuela en ekki Manúela eða Annalísa í einu orði. Og hvern myndi það skaða? Auðvitað ekki nokkurn mann. Leyfum fólki nú bara að ráða þessu. Hinir fordómafullu hinirEn sumir eru hræddir við að allt fari úr böndunum. Á kaffistofum spyrja menn spurninga á borð við: „Hver vill gera börnunum sínum þetta? Verður krakkanum ekki strítt?“ Dæmin sem menn taka eru raunar stundum ekki einu sinni rétt heldur endurtaka menn brandara um fyndin tvínöfn sem þeir hafa heyrt einhvers staðar. En það kviknar sem sagt þessi þörf til að bjarga öðrum frá því að fara fram úr sjálfum sér. Hún er rökstudd með þekktasta móðursýkisfrasa allra tíma: „En hvað með börnin?“ Börnin eru auðvitað ekki vandamálið. Vandamálið er einmitt að í hvert skipti sem við ræsum umræður á borð við „Spáðu í því að heita Kaka, manni er örugglega strítt endalaust!“ erum við að gefa skotleyfi á allt fólk sem heitir því nafni. Börn sem hlýða á þannig samtöl læra að sumt fólk heitir „asnalegum“ nöfnum og að það sé í lagi að gera svolítið grín að því. Og þau endurtaka grínið næst þegar þau hitta einhvern sem heitir Kaka. Þetta minnir dálítið á umræðu um ættleiðingar samkynhneigðra: Temmilega fordómafullt fólk vildi ekki leyfa börnum að alast upp hjá samkynhneigðum foreldrum, til að verja börnin fyrir aðkasti virkilega fordómafulls fólks. Að lokumÍslensk nafnalög eru ekki lengur ein þau ströngustu í heimi. Tiltölulega mikið frjálsræði er leyft en stærsti hluti þeirra erinda sem hafnað er af mannanafnanefnd snýr að óhefðbundinni stafsetningu nafna. Það mætti stíga enn lengra, gera eins og Danir sem samþykkja nöfn sem eru viðurkennd í öðrum ríkjum. En væri líka hægt að leyfa fólki bara að ráða þessu. Þótt ótrúlegt megi virðast þá eru til milljóna manna ríki þar sem börn fæðast og eru skírð án þess að opinberar nefndir þurfi að leggja blessun sína yfir nöfn þeirra.