Myndlist og minningar 11. nóvember 2011 11:00 Ólafur í einu horni fyrirtækisins Hans Petersen þar sem nokkrum myndavélum úr fortíðinni hefur verið stillt upp.Mynd/Valli Jólakortin geta verið með ýmsu móti. Íslendingar halda í þær hefðir að senda vinum og ættingjum sínum jólakort og við leggjum upp úr því að geta boðið viðskiptavinum okkar falleg kort með myndum sem þeir koma sjálfir með eða senda okkur inn rafrænt. Auk þess stækkum við myndir á hágæðapappír, plaköt, striga og álplötur og nú er komin ný tækni sem gerir okkur kleift að bakprenta ljósmyndir á plexigler. Útkoman er glæsileg,“ segir Ólafur Steinarsson, framkvæmdastjóri í Hans Petersen. Ólafur segir úrval af forhönnuðum kortum í 15,2x15,2 og 10,2x20 og bendir á sýnishorn á vefnum www.kort.is "Fólk er líka farið að bjarga sér í auknum mæli heima með umbrotsforritum og sendir okkur þá jafnvel inn sín eigin kort í tölvupósti eða mætir með eigin hönnun í verslunina. Þá þarf bara að hafa í huga að kortin séu í þessum stærðum (15,2x15,2, 10,2x20 eða 10,2x15,2) og að upplausnin á myndunum sé 300 punktar. Okkar framleiðsla byggist sem sagt ekki einvörðungu á því að okkar kort séu valin heldur er fólki að sjálfsögðu frjálst að koma með sínar eigin hugmyndir. Það getur sent okkur fyrirspurnir á mynd@hanspetersen.is Þótt nýtt útlit sé á kortunum frá Hans Petersen frá ári til árs hefur verðið ekkert breyst frá því í fyrra, að sögn Ólafs, og öll eru kortin seld með umslögum. "Svo ætlum við líka að bjóða frímerki í ár svo fólk geti klárað málið hjá okkur,“ segir hann. Ljósmyndabækur og dagatöl gerir fólk að nokkru leyti sjálft heima hjá sér í tölvunni, að sögn Ólafs. "Það nær sér í forrit á síðunni okkar, býr til bókina eða dagatalið og sendir það inn,“ útskýrir hann. "Best er að huga að slíku sem fyrst því mikið álag er á framleiðslunni fyrir jólin.“ Meðal þess sem unnið er í Hans Petersen eru listaverk úr fallegum myndum viðskiptavina. "Hér er mikið gert af því að prenta ljósmyndir á striga, enda er slíkt tilvalin jólagjöf og sömuleiðis myndir á álplötur, foam og plexigler,“ segir Ólafur. Þótt stafræna tæknin hafi rutt sér til rúms segir Ólafur framköllun á filmum heldur í sókn aftur. "Fólk er talsvert að taka myndir á filmur og við framköllum bæði lit- og svarthvítar filmur. Eins er dálítið um að fólk komi með gamlar skuggamyndir (slides) og láti setja á rafrænt form og pappír. Í þeim liggja minningar sem fólk hefur ekki hugað að en er nú að vakna til vitundar um.“ Ólafur telur vera 10 ára gat í myndrænni fjölskyldusögu Íslendinga því flestar myndir séu bara vistaðar í tölvum og fáum til gagns. "Fólk þarf að vera duglegt að koma myndunum á pappír,“ segir hann. "Til að varðveita þessar minningar á aðgengilegan hátt. Eftir sem áður er ljósmyndin fyrirbæri sem mótar hvernig við munum, skiljum, sjáum og finnum til. Hvernig við skynjum okkur sjálf og alla hina, heiminn, söguna og samtímann, hörmungar og hamfarir, sigra og sorgir og að sjálfsögðu fegurðina. Þessi 170 ára tækni er heimsbylting hvernig sem á hana er litið.“ Ljósmyndin er fyrirbæri sem mótar hvernig við munum, skiljum, sjáum og finnum til,“ segir Ólafur. Sérblöð Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Jólakortin geta verið með ýmsu móti. Íslendingar halda í þær hefðir að senda vinum og ættingjum sínum jólakort og við leggjum upp úr því að geta boðið viðskiptavinum okkar falleg kort með myndum sem þeir koma sjálfir með eða senda okkur inn rafrænt. Auk þess stækkum við myndir á hágæðapappír, plaköt, striga og álplötur og nú er komin ný tækni sem gerir okkur kleift að bakprenta ljósmyndir á plexigler. Útkoman er glæsileg,“ segir Ólafur Steinarsson, framkvæmdastjóri í Hans Petersen. Ólafur segir úrval af forhönnuðum kortum í 15,2x15,2 og 10,2x20 og bendir á sýnishorn á vefnum www.kort.is "Fólk er líka farið að bjarga sér í auknum mæli heima með umbrotsforritum og sendir okkur þá jafnvel inn sín eigin kort í tölvupósti eða mætir með eigin hönnun í verslunina. Þá þarf bara að hafa í huga að kortin séu í þessum stærðum (15,2x15,2, 10,2x20 eða 10,2x15,2) og að upplausnin á myndunum sé 300 punktar. Okkar framleiðsla byggist sem sagt ekki einvörðungu á því að okkar kort séu valin heldur er fólki að sjálfsögðu frjálst að koma með sínar eigin hugmyndir. Það getur sent okkur fyrirspurnir á mynd@hanspetersen.is Þótt nýtt útlit sé á kortunum frá Hans Petersen frá ári til árs hefur verðið ekkert breyst frá því í fyrra, að sögn Ólafs, og öll eru kortin seld með umslögum. "Svo ætlum við líka að bjóða frímerki í ár svo fólk geti klárað málið hjá okkur,“ segir hann. Ljósmyndabækur og dagatöl gerir fólk að nokkru leyti sjálft heima hjá sér í tölvunni, að sögn Ólafs. "Það nær sér í forrit á síðunni okkar, býr til bókina eða dagatalið og sendir það inn,“ útskýrir hann. "Best er að huga að slíku sem fyrst því mikið álag er á framleiðslunni fyrir jólin.“ Meðal þess sem unnið er í Hans Petersen eru listaverk úr fallegum myndum viðskiptavina. "Hér er mikið gert af því að prenta ljósmyndir á striga, enda er slíkt tilvalin jólagjöf og sömuleiðis myndir á álplötur, foam og plexigler,“ segir Ólafur. Þótt stafræna tæknin hafi rutt sér til rúms segir Ólafur framköllun á filmum heldur í sókn aftur. "Fólk er talsvert að taka myndir á filmur og við framköllum bæði lit- og svarthvítar filmur. Eins er dálítið um að fólk komi með gamlar skuggamyndir (slides) og láti setja á rafrænt form og pappír. Í þeim liggja minningar sem fólk hefur ekki hugað að en er nú að vakna til vitundar um.“ Ólafur telur vera 10 ára gat í myndrænni fjölskyldusögu Íslendinga því flestar myndir séu bara vistaðar í tölvum og fáum til gagns. "Fólk þarf að vera duglegt að koma myndunum á pappír,“ segir hann. "Til að varðveita þessar minningar á aðgengilegan hátt. Eftir sem áður er ljósmyndin fyrirbæri sem mótar hvernig við munum, skiljum, sjáum og finnum til. Hvernig við skynjum okkur sjálf og alla hina, heiminn, söguna og samtímann, hörmungar og hamfarir, sigra og sorgir og að sjálfsögðu fegurðina. Þessi 170 ára tækni er heimsbylting hvernig sem á hana er litið.“ Ljósmyndin er fyrirbæri sem mótar hvernig við munum, skiljum, sjáum og finnum til,“ segir Ólafur.
Sérblöð Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira