„Smávægilegur munur á einkunnum“ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 10. nóvember 2011 11:00 Menntamálaráðherra breytti reglum um forgang í framhaldsskóla til hins verra árið 2010. Í stað þess að nemendur sem stóðu sig best nytu forgangs í óskaskóla nýtur nú sá hluti nemenda forgangs sem er heppnastur með lögheimili. Fyrir utan að vera líkast til brot á lögum leiðir breytingin til minni samkeppni milli nemenda og milli skóla. Minni samkeppni leiðir að öllu jöfnu af sér lélegra skólakerfi. Einna helst geta nemendur sem standa sig síður í skóla en búa á rétta staðnum hagnast á breytingunni auk þess sem starfsmenn ráðuneytis menntamála þurfa að leggja á sig mun minni vinnu við að raða niður í skólana. Nemendur sem að jafnaði gætu gert betur leggja minna á sig þegar rétt heimilisfang veitir þeim forgang. Gegn fjölbreytileika og metnaðiEðlilega hafa fá rök komið fram um kosti þess að heppilegt heimilisfang sé mikilvægari eiginleiki í fari nemenda við val skólanna á nemendum en árangur. Katrín Jakobsdóttir ráðherra skrifaði grein í vor þar sem hún sagði ljóst að stærri hópur nemenda sæki nú framhaldsskóla í nágrenni heimilis en áður, en að það hljóti að teljast „sanngjarnt, uppfylli þeir skilyrði til skólavistar“ og spyr „af hverju ætti að vísa þessum nemendum í skóla fjarri heimili og jafnvel sæta óvissu um skólavist vegna smávægilegs munar á einkunnum“. Hvaða skilaboð eru þetta önnur en að litlu máli skipti hvernig þú stendur þig í skóla? Svandís Svavarsdóttir, starfandi menntamálaráðherra undanfarna mánuði, opinberaði skýrt stefnu Vinstri grænna með breytingunni. Svandísi fannst einfaldlega ófært að ákveðnir skólar á Íslandi gætu valið úr bestu nemendunum. Hún segir í viðtali að það sé „forgangsatriði að tryggja öllum nýnemum skólavist og auka jafnframt fjölbreytni í námsframboði. Því marki verður tæpast náð ef skólar standa aðeins opnir nemendum sem náð hafa hæstum meðaleinkunnum við lok grunnskóla“. Þetta er misskilningur hjá Svandísi. Forgangur vegna búsetu tryggir ekki nemendum skólavist á betri hátt en áður. Forgangur vegna lögheimilis breytir hvorki fjölda nemenda né fjölda skólaplássa. Úthlutunin breytir einungis því að nemendum sem standa sig síður er gert auðveldara að velja sér skóla og skólar sem ekki eru eins eftirsóttir af grunnskólanemendum fylla öll sín pláss. Þetta þýðir einnig að fleiri nemendur vita fyrirfram að þeir þurfa að leggja minna á sig til að komast inn í skóla sem þá langar í. Það ýtir undir minni metnað meðal nemenda unglingadeilda og veitir minna aðhald þeim framhaldsskólum sem ekki eru eftirsóttir, hvaða ástæður sem kunna að vera þar að baki. Jafnræðisregla brotin?Alvarlegt er að með innleiðingu pólitískrar sýnar Vinstri grænna er jafnræðisregla stjórnarskrár líklega brotin. Forgangsreglurnar fela í sér mismunun á grundvelli búsetu. Nemendur innan hverfis fá forgang umfram nemendur utan hverfis þó þeir hafi slakari einkunnir. Þannig hefur nemandi úr Lækjarskóla í Hafnarfirði minni möguleika en nemandi úr Hlíðaskóla á að komast inn í MH, jafnvel þó að nemandinn úr Hafnarfirði hafi betra námsmat. AfleiðingarnarSvo óréttlátar reglur geta haft alvarlegar afleiðingar til skemmri og lengri tíma. Skilaboðin eru að nemendur þurfi að leggja minna á sig til að fá inni í hverfaskóla og þurfi lítið að kynna sér ólíkt framboð framhaldsskóla. Búið er að minnka það val sem var áður í boði en nú má aðeins velja um tvo skóla í stað fjögurra áður. Ráðuneytið hvetur auk þess skólastjóra eindregið til að ráðleggja nemendum að „hafa annan þeirra þann skóla sem á að veita þeim forgang“. Unglingarnir hætta því ekki á að setja tvo óskaskóla utan hverfis sem fyrsta og annað val því þá aukast líkur á þeir komist hvergi að. Í þessu ljósi er hjákátlegt af menntamálaráðherra að birta tölur um að betur gangi að bjóða nemendum framhaldsskóla en áður því tölurnar eru með öllu ósambærilegar. Margir framhaldsskólar falla þess heldur ekki inn í hugmyndir um hverfaskóla. Iðnskólinn í Reykjavík og Borgarholtsskóli hljóta að þurfa að sækja sér nemendur alls staðar að. Annað dæmi er Verzlunarskólinn, en Ingi Ólafsson skólameistari benti á að skólinn væri Verzlunarskóli Íslands en ekki Verzlunarskóli Kringluhverfis. Mjög líklegt er að reglan dragi úr sérhæfingarmöguleikum íslenskra framhaldsskóla. Með forgangsreglum sem byggja á búsetu fremur en árangri draga Vinstri grænir úr metnaði nemenda og hafna um leið fjölbreytileika, sérstöðu og samkeppni milli framhaldsskóla landsins. Í stað þess að bjóða nemendum nám við hæfi eins og lög gera ráð fyrir verður niðurstaðan einsleitara framhaldsskólakerfi sem passar fáum öðrum en heimsmynd fullorðinna í Vinstri grænum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Menntamálaráðherra breytti reglum um forgang í framhaldsskóla til hins verra árið 2010. Í stað þess að nemendur sem stóðu sig best nytu forgangs í óskaskóla nýtur nú sá hluti nemenda forgangs sem er heppnastur með lögheimili. Fyrir utan að vera líkast til brot á lögum leiðir breytingin til minni samkeppni milli nemenda og milli skóla. Minni samkeppni leiðir að öllu jöfnu af sér lélegra skólakerfi. Einna helst geta nemendur sem standa sig síður í skóla en búa á rétta staðnum hagnast á breytingunni auk þess sem starfsmenn ráðuneytis menntamála þurfa að leggja á sig mun minni vinnu við að raða niður í skólana. Nemendur sem að jafnaði gætu gert betur leggja minna á sig þegar rétt heimilisfang veitir þeim forgang. Gegn fjölbreytileika og metnaðiEðlilega hafa fá rök komið fram um kosti þess að heppilegt heimilisfang sé mikilvægari eiginleiki í fari nemenda við val skólanna á nemendum en árangur. Katrín Jakobsdóttir ráðherra skrifaði grein í vor þar sem hún sagði ljóst að stærri hópur nemenda sæki nú framhaldsskóla í nágrenni heimilis en áður, en að það hljóti að teljast „sanngjarnt, uppfylli þeir skilyrði til skólavistar“ og spyr „af hverju ætti að vísa þessum nemendum í skóla fjarri heimili og jafnvel sæta óvissu um skólavist vegna smávægilegs munar á einkunnum“. Hvaða skilaboð eru þetta önnur en að litlu máli skipti hvernig þú stendur þig í skóla? Svandís Svavarsdóttir, starfandi menntamálaráðherra undanfarna mánuði, opinberaði skýrt stefnu Vinstri grænna með breytingunni. Svandísi fannst einfaldlega ófært að ákveðnir skólar á Íslandi gætu valið úr bestu nemendunum. Hún segir í viðtali að það sé „forgangsatriði að tryggja öllum nýnemum skólavist og auka jafnframt fjölbreytni í námsframboði. Því marki verður tæpast náð ef skólar standa aðeins opnir nemendum sem náð hafa hæstum meðaleinkunnum við lok grunnskóla“. Þetta er misskilningur hjá Svandísi. Forgangur vegna búsetu tryggir ekki nemendum skólavist á betri hátt en áður. Forgangur vegna lögheimilis breytir hvorki fjölda nemenda né fjölda skólaplássa. Úthlutunin breytir einungis því að nemendum sem standa sig síður er gert auðveldara að velja sér skóla og skólar sem ekki eru eins eftirsóttir af grunnskólanemendum fylla öll sín pláss. Þetta þýðir einnig að fleiri nemendur vita fyrirfram að þeir þurfa að leggja minna á sig til að komast inn í skóla sem þá langar í. Það ýtir undir minni metnað meðal nemenda unglingadeilda og veitir minna aðhald þeim framhaldsskólum sem ekki eru eftirsóttir, hvaða ástæður sem kunna að vera þar að baki. Jafnræðisregla brotin?Alvarlegt er að með innleiðingu pólitískrar sýnar Vinstri grænna er jafnræðisregla stjórnarskrár líklega brotin. Forgangsreglurnar fela í sér mismunun á grundvelli búsetu. Nemendur innan hverfis fá forgang umfram nemendur utan hverfis þó þeir hafi slakari einkunnir. Þannig hefur nemandi úr Lækjarskóla í Hafnarfirði minni möguleika en nemandi úr Hlíðaskóla á að komast inn í MH, jafnvel þó að nemandinn úr Hafnarfirði hafi betra námsmat. AfleiðingarnarSvo óréttlátar reglur geta haft alvarlegar afleiðingar til skemmri og lengri tíma. Skilaboðin eru að nemendur þurfi að leggja minna á sig til að fá inni í hverfaskóla og þurfi lítið að kynna sér ólíkt framboð framhaldsskóla. Búið er að minnka það val sem var áður í boði en nú má aðeins velja um tvo skóla í stað fjögurra áður. Ráðuneytið hvetur auk þess skólastjóra eindregið til að ráðleggja nemendum að „hafa annan þeirra þann skóla sem á að veita þeim forgang“. Unglingarnir hætta því ekki á að setja tvo óskaskóla utan hverfis sem fyrsta og annað val því þá aukast líkur á þeir komist hvergi að. Í þessu ljósi er hjákátlegt af menntamálaráðherra að birta tölur um að betur gangi að bjóða nemendum framhaldsskóla en áður því tölurnar eru með öllu ósambærilegar. Margir framhaldsskólar falla þess heldur ekki inn í hugmyndir um hverfaskóla. Iðnskólinn í Reykjavík og Borgarholtsskóli hljóta að þurfa að sækja sér nemendur alls staðar að. Annað dæmi er Verzlunarskólinn, en Ingi Ólafsson skólameistari benti á að skólinn væri Verzlunarskóli Íslands en ekki Verzlunarskóli Kringluhverfis. Mjög líklegt er að reglan dragi úr sérhæfingarmöguleikum íslenskra framhaldsskóla. Með forgangsreglum sem byggja á búsetu fremur en árangri draga Vinstri grænir úr metnaði nemenda og hafna um leið fjölbreytileika, sérstöðu og samkeppni milli framhaldsskóla landsins. Í stað þess að bjóða nemendum nám við hæfi eins og lög gera ráð fyrir verður niðurstaðan einsleitara framhaldsskólakerfi sem passar fáum öðrum en heimsmynd fullorðinna í Vinstri grænum.