Jóhanna Guðrún: Fimm bestu Led Zeppelin lögin 27. október 2011 08:00 Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona. 1. Babe, I‘m Gonna Leave You Þetta er fyrsta uppáhalds Zeppelin-lagið mitt. Ég sat oft lengi inni í herberginu mínu og hlustaði á það aftur og aftur. Lagið er þó nokkuð kaflaskipt, sem er reyndar algengt í lögum sveitarinnar. Mér líður stundum eins og þeir hafi samið mörg lög og skeytt þeim saman í eitt, það kemur vel út og er mjög einkennandi fyrir þá.2.Since I"ve Been Loving You Jimmy Page er alveg magnaður. Hann og Brian May, úr Queen, voru mínir fyrstu uppáhaldsgítarleikarar. Jimmy Page gerir svo miklu meira en að spila flottar melódíur og sóló á gítarinn, þú finnur greinilega fyrir tilfinningunni sem hann setur í allt sem hann gerir. Ég get til dæmis oft ekki annað en grátið þegar ég hlusta á Since I‘ve Been Loving You. Gítarleikur hans hittir mann beint í hjartastað.3.Whole Lotta Love Það er ekki annað hægt en að dilla sér við þetta lag! Þar að auki er þetta eitt svalasta lag sem ég hef heyrt. Uppáhalds gítarsólóið mitt er í þessu lagi og stend ég mig oft að því að spóla inn í lagið, setja allt í botn og hlusta á sólóið. Ekki má gleyma mögnuðum söng hjá Robert Plant, hann nær fram fílíng sem grípur mann, oft finnst mér eins og hann sé að herma eftir einhverjum. Janis Joplin var ein af hans uppáhaldssöngkonum og það heyrist oft.4.Dazed and Confused Flottasti trommuleikur allra tíma að mínu mati. Trommuslátturinn er hrikalega villtur og gefur laginu mikla orku. Ekki má samt gleyma Robert Plant, sem setur svalleikann í lagið. Hann er með svo mikinn karakter í röddinni sinni, nær að syngja upp í hæstu hæðir en á sama tíma er hann með hása og rifna rödd sem fangar athygli manns frá fyrsta orði. Útkoman er drungaleg, en það er eitt af því sem ég kann að meta við þetta lag.5.Ramble on Þetta lag er mun glaðlegra en mörg önnur frá þeim og kemur manni í gott skap. Robert Plant var mikill aðdáandi Lord of The Rings eftir J.R.R. Tolkien og það er vitnað í þær sögur í þessu lagi sem og í nokkrum öðrum, sem mér þykir mjög skemmtilegt. Harmageddon Tónlist Mest lesið Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon Myndband: Vök með nýtt lag á Nordic Radio Playlist Bar Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon Sannleikurinn: Vonar að pabbi verði ekki mikið fullur Harmageddon Sannleikurinn: Gunnar Bragi: "Var bara að spila mig hard to get“ Harmageddon Nýtt myndband með Benny Crespos Gang frumflutt á Vísi Harmageddon Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon
1. Babe, I‘m Gonna Leave You Þetta er fyrsta uppáhalds Zeppelin-lagið mitt. Ég sat oft lengi inni í herberginu mínu og hlustaði á það aftur og aftur. Lagið er þó nokkuð kaflaskipt, sem er reyndar algengt í lögum sveitarinnar. Mér líður stundum eins og þeir hafi samið mörg lög og skeytt þeim saman í eitt, það kemur vel út og er mjög einkennandi fyrir þá.2.Since I"ve Been Loving You Jimmy Page er alveg magnaður. Hann og Brian May, úr Queen, voru mínir fyrstu uppáhaldsgítarleikarar. Jimmy Page gerir svo miklu meira en að spila flottar melódíur og sóló á gítarinn, þú finnur greinilega fyrir tilfinningunni sem hann setur í allt sem hann gerir. Ég get til dæmis oft ekki annað en grátið þegar ég hlusta á Since I‘ve Been Loving You. Gítarleikur hans hittir mann beint í hjartastað.3.Whole Lotta Love Það er ekki annað hægt en að dilla sér við þetta lag! Þar að auki er þetta eitt svalasta lag sem ég hef heyrt. Uppáhalds gítarsólóið mitt er í þessu lagi og stend ég mig oft að því að spóla inn í lagið, setja allt í botn og hlusta á sólóið. Ekki má gleyma mögnuðum söng hjá Robert Plant, hann nær fram fílíng sem grípur mann, oft finnst mér eins og hann sé að herma eftir einhverjum. Janis Joplin var ein af hans uppáhaldssöngkonum og það heyrist oft.4.Dazed and Confused Flottasti trommuleikur allra tíma að mínu mati. Trommuslátturinn er hrikalega villtur og gefur laginu mikla orku. Ekki má samt gleyma Robert Plant, sem setur svalleikann í lagið. Hann er með svo mikinn karakter í röddinni sinni, nær að syngja upp í hæstu hæðir en á sama tíma er hann með hása og rifna rödd sem fangar athygli manns frá fyrsta orði. Útkoman er drungaleg, en það er eitt af því sem ég kann að meta við þetta lag.5.Ramble on Þetta lag er mun glaðlegra en mörg önnur frá þeim og kemur manni í gott skap. Robert Plant var mikill aðdáandi Lord of The Rings eftir J.R.R. Tolkien og það er vitnað í þær sögur í þessu lagi sem og í nokkrum öðrum, sem mér þykir mjög skemmtilegt.
Harmageddon Tónlist Mest lesið Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon Myndband: Vök með nýtt lag á Nordic Radio Playlist Bar Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon Sannleikurinn: Vonar að pabbi verði ekki mikið fullur Harmageddon Sannleikurinn: Gunnar Bragi: "Var bara að spila mig hard to get“ Harmageddon Nýtt myndband með Benny Crespos Gang frumflutt á Vísi Harmageddon Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon