Tónlist

Stone Roses snýr aftur á næsta ári

Breska rokksveitin The Stone Roses ætlar að koma saman á tvennum tónleikum í heimaborg sinni Manchester á næsta ári. Í framhaldinu ætlar hún í tónleikaferð um heiminn. Tónleikarnir í Manchester verða haldnir í Heaton Park fyrir framan 80 þúsund manns.

The Stone Roses hætti störfum árið 1996 eftir að hafa gefið út tvær plötur. Á tónleikunum á næsta ári ætlar sveitin að spila ný lög í bland við eldra efni, sem ætti að gleðja aðdáendur hennar. Á blaðamannafundi sagðist söngvarinn Ian Brown vonast til að ný plata yrði tekin upp á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.