The Saturdays til landsins 30. september 2011 13:00 Vinsælar The Saturdays er ein vinsælasta hljómsveitin í Bretlandi um þessar mundir. Stúlkurnar eru fastir gestir á forsíðum slúðurblaðanna og hafa oftar en ekki átt vingott við þekkta enska íþróttamenn.NordicPhotos/Getty Enska stúlknasveitin The Saturdays er væntanleg til Íslands um helgina. Stelpurnar ætla að taka upp myndband við nýjan slagara sinn, My Heart Takes Over, sem er nýkominn út. Einar Sveinn, markaðsstjóri framleiðslufyrirtækisins Pegasus sem mun þjónusta tökuliðið, segir að þetta hafi borið frekar brátt að. „Þær ætla að gera þetta í nágrenni við Reykjavík, þetta er ekkert stórt enda eru menn farnir að draga úr kostnaði við gerð myndbanda. Og engir Íslendingar koma fyrir í myndbandinu,“ segir Einar. „Þær eru bara að leita að fallegum landslagsmyndum fyrir hverja og eina.“ The Saturdays hafa notið töluverðra vinsælda hér á landi, verið spilaðar á FM 957 og náð þar inn á lista samkvæmt upplýsingum frá dagskrárstjóra stöðvarinnar, Heiðari Austmann. Sara Nassim, framleiðandi hjá Pegasus, segir þau binda vonir við að veðrið verði ögn skárra um helgina en það hafi verið undanfarna daga. The Saturdays verða hér á landi í þrjá daga og með þeim kemur heill her af stílistum og förðunarfræðingum. „Þetta er svona hefðbundið íslenskt myndband á þessum dæmigerðu íslensku tökustöðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Við verðum töluvert á ferðinni,“ segir Sara en leikstjóri myndbandsins er Elisha Smith-Leverock sem hefur meðal annars gert myndbönd fyrir Bombay Bicycle Club. Þetta er í annað sinn á tiltölulega skömmum tíma sem breskar poppstjörnur velja Ísland. Elliot John Gleave, betur þekktur sem Example, var staddur hér á landi fyrir viku og gerði myndband með Pegasus þar sem fyrirsætan Svala Lind Þórðardóttir, Fjölnir Geir Bragason og Þorsteinn Bachmann voru í stórum hlutverkum. The Saturdays er ein stærsta stúlknasveit Bretlands um þessar mundir og liðsmenn hennar eru æði oft á forsíðum bresku slúðurblaðanna. Þekktust þeirra er Frankie Sandford en hún var sögð eiga í ástarsambandi við örvfætta bakvörðinn Ashley Cole þegar hann var kvæntur söngkonunni Cheryl Cole. Sandford er núna á föstu með öðrum knattspyrnukappa, sem einnig er örvfættur og leikur stöðu bakvarðar, en hann heitir Wayne Bridge og er á mála hjá Manchester City í Úrvalsdeildinni. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Enska stúlknasveitin The Saturdays er væntanleg til Íslands um helgina. Stelpurnar ætla að taka upp myndband við nýjan slagara sinn, My Heart Takes Over, sem er nýkominn út. Einar Sveinn, markaðsstjóri framleiðslufyrirtækisins Pegasus sem mun þjónusta tökuliðið, segir að þetta hafi borið frekar brátt að. „Þær ætla að gera þetta í nágrenni við Reykjavík, þetta er ekkert stórt enda eru menn farnir að draga úr kostnaði við gerð myndbanda. Og engir Íslendingar koma fyrir í myndbandinu,“ segir Einar. „Þær eru bara að leita að fallegum landslagsmyndum fyrir hverja og eina.“ The Saturdays hafa notið töluverðra vinsælda hér á landi, verið spilaðar á FM 957 og náð þar inn á lista samkvæmt upplýsingum frá dagskrárstjóra stöðvarinnar, Heiðari Austmann. Sara Nassim, framleiðandi hjá Pegasus, segir þau binda vonir við að veðrið verði ögn skárra um helgina en það hafi verið undanfarna daga. The Saturdays verða hér á landi í þrjá daga og með þeim kemur heill her af stílistum og förðunarfræðingum. „Þetta er svona hefðbundið íslenskt myndband á þessum dæmigerðu íslensku tökustöðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Við verðum töluvert á ferðinni,“ segir Sara en leikstjóri myndbandsins er Elisha Smith-Leverock sem hefur meðal annars gert myndbönd fyrir Bombay Bicycle Club. Þetta er í annað sinn á tiltölulega skömmum tíma sem breskar poppstjörnur velja Ísland. Elliot John Gleave, betur þekktur sem Example, var staddur hér á landi fyrir viku og gerði myndband með Pegasus þar sem fyrirsætan Svala Lind Þórðardóttir, Fjölnir Geir Bragason og Þorsteinn Bachmann voru í stórum hlutverkum. The Saturdays er ein stærsta stúlknasveit Bretlands um þessar mundir og liðsmenn hennar eru æði oft á forsíðum bresku slúðurblaðanna. Þekktust þeirra er Frankie Sandford en hún var sögð eiga í ástarsambandi við örvfætta bakvörðinn Ashley Cole þegar hann var kvæntur söngkonunni Cheryl Cole. Sandford er núna á föstu með öðrum knattspyrnukappa, sem einnig er örvfættur og leikur stöðu bakvarðar, en hann heitir Wayne Bridge og er á mála hjá Manchester City í Úrvalsdeildinni. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira