Tíska og hönnun

Raf Simons slær aftur í gegn

Hinn belgíski Raf Simons er einn sá hæfileikaríkasti í bransanum. Flíkur hans eru einfaldar en fallegar og nútímalegar.
Hinn belgíski Raf Simons er einn sá hæfileikaríkasti í bransanum. Flíkur hans eru einfaldar en fallegar og nútímalegar. Nordicphotos/Getty
Aðalhönnuður Jil Sander-tískuhússins, Raf Simons, hefur slegið í gegn enn og aftur með fallegri og tímalausri hönnun með vorlínunni 2012. Simons gæti þó verið á förum frá Jil Sander því sá orðrómur hefur heyrst að hann taki við af Stefano Pilati hjá Yves Saint Laurent.

Simons er menntaður iðnhönnuður en sneri sér að fatahönnun skömmu eftir útskrift. Hann vakti fyrst athygli árið 1995 fyrir herralínu sem hann hannaði undir eigin nafni. Hann tók við sem aðalhönnuður Jil Sander árið 2005 og hlaut strax einróma lof fyrir nútímalega og einfalda en fallega hönnun sína.

Vorlínan 2012 innihélt meðal annars klassíska skyrtukjóla með stórum og miklum pilsum í anda sjötta áratugarins, hnésíð pils, fallega sniðnar stuttbuxur og skemmtilega peysur með mynstri sem minnti svolítið á verk Picasso. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×