Hið myrka framhjáhald Jónas Sen skrifar 28. september 2011 11:00 Tónlist. Upphafstónleikar Kammermúsíkklúbbsins í vetur. Sunnudagskvöldið 25. september. Það er notalegt að koma á tónleika Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju. Harpan er vissulega glæsilegt tónleikahús, en maður vonar samt að tónlistarlífið í Reykjavík verði ekki BARA þar. Svona upp á fjölbreytnina! Vonandi verður Bústaðakirkja áfram heimili klúbbsins. Það er líka gott að þurfa ekki að borga 500 kall fyrir bílastæði, eins og í Hörpunni. Sem er að verða býsna pirrandi. Fyrstu tónleikar klúbbsins í vetur hófust á myrkum nótum, á Verklärte Nacht eftir Schönberg. Ólíkt síðari verkum tónskáldsins, sem þóttu á sínum tíma ómstríð og framúrstefnuleg, er það rómantískt og í gömlum stíl, enda æskuverk. Það er innblásið af ljóði eftir Richard Dehmel, sem fjallar um framhjáhald. Verkið var upphaflega samið fyrir strengjasextett, en var síðar umritað fyrir stærri strengjasveit og er þekktast í þeim búningi. Miklar tilfinningar og innri átök skila sér betur þannig, breiddin sem strengjasveit hefur yfir að ráða er einfaldlega meiri. Þetta kom aðeins að sök á tónleikunum. Flytjendur voru Ari Þór Vilhjálmsson, Pálína Árnadóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Þórarinn Már Baldursson, Hrafnkell Orri Egilsson og Sigurgeir Agnarsson. Leikur þeirra var samstilltur og ákaflega vandaður, en tilfinningaofsinn í verkinu náði samt ekki almennilega í gegn. Kannski hefði endurómunin í kirkjunni mátt vera ögn meiri fyrir akkúrat þessa tónlist. Spilamennskan og túlkunin var engu að síður falleg, en e.t.v. full varfærnisleg. Mun meira fútt var í síðari tónsmíðinni á dagskránni, hinum fjöruga, en spennuþrungna sextett eftir Tsjajkovskí, Souvenir de Florence. Tsjajkovskí elskaði Ítalíu og dvaldi þar oft. Sextettinn er kraftmikið verk sem ólgar af ástríðum, og einkennandi fyrir hann eru grípandi laglínur. Hér var flutningurinn í fremstu röð. Samspilið var pottþétt og allskyns einleiksstrófur voru flottar og hnitmiðaðar. Túlkunin var prýðilega byggð upp, stígandin í leiknum var markviss, nánast rafmögnuð. Óneitanlega var það frábær byrjun á dagskránni í vetur. Niðurstaða: Vandaðir tónleikar í Kammermúsíkklúbbnum þar sem fór saman vandað samspil og falleg túlkun. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist. Upphafstónleikar Kammermúsíkklúbbsins í vetur. Sunnudagskvöldið 25. september. Það er notalegt að koma á tónleika Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju. Harpan er vissulega glæsilegt tónleikahús, en maður vonar samt að tónlistarlífið í Reykjavík verði ekki BARA þar. Svona upp á fjölbreytnina! Vonandi verður Bústaðakirkja áfram heimili klúbbsins. Það er líka gott að þurfa ekki að borga 500 kall fyrir bílastæði, eins og í Hörpunni. Sem er að verða býsna pirrandi. Fyrstu tónleikar klúbbsins í vetur hófust á myrkum nótum, á Verklärte Nacht eftir Schönberg. Ólíkt síðari verkum tónskáldsins, sem þóttu á sínum tíma ómstríð og framúrstefnuleg, er það rómantískt og í gömlum stíl, enda æskuverk. Það er innblásið af ljóði eftir Richard Dehmel, sem fjallar um framhjáhald. Verkið var upphaflega samið fyrir strengjasextett, en var síðar umritað fyrir stærri strengjasveit og er þekktast í þeim búningi. Miklar tilfinningar og innri átök skila sér betur þannig, breiddin sem strengjasveit hefur yfir að ráða er einfaldlega meiri. Þetta kom aðeins að sök á tónleikunum. Flytjendur voru Ari Þór Vilhjálmsson, Pálína Árnadóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Þórarinn Már Baldursson, Hrafnkell Orri Egilsson og Sigurgeir Agnarsson. Leikur þeirra var samstilltur og ákaflega vandaður, en tilfinningaofsinn í verkinu náði samt ekki almennilega í gegn. Kannski hefði endurómunin í kirkjunni mátt vera ögn meiri fyrir akkúrat þessa tónlist. Spilamennskan og túlkunin var engu að síður falleg, en e.t.v. full varfærnisleg. Mun meira fútt var í síðari tónsmíðinni á dagskránni, hinum fjöruga, en spennuþrungna sextett eftir Tsjajkovskí, Souvenir de Florence. Tsjajkovskí elskaði Ítalíu og dvaldi þar oft. Sextettinn er kraftmikið verk sem ólgar af ástríðum, og einkennandi fyrir hann eru grípandi laglínur. Hér var flutningurinn í fremstu röð. Samspilið var pottþétt og allskyns einleiksstrófur voru flottar og hnitmiðaðar. Túlkunin var prýðilega byggð upp, stígandin í leiknum var markviss, nánast rafmögnuð. Óneitanlega var það frábær byrjun á dagskránni í vetur. Niðurstaða: Vandaðir tónleikar í Kammermúsíkklúbbnum þar sem fór saman vandað samspil og falleg túlkun.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira