Vald upplýsinga Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. september 2011 06:00 Menntaráð Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku tillögu minnihlutans um að skólastjórum í grunnskólum borgarinnar verði falið að sjá til þess að niðurstöður lesskimunarprófs sem lagt er fyrir í 2. bekk verði kynntar fyrir nemendum og foreldrum. Lesskimunarprófið hefur verið lagt fyrir í tíu ár. Það er fyrst og fremst notað til að finna þá nemendur sem þurfa á sérkennslu í lestri að halda. Það er gríðarlega mikilvægt, enda er góð lestrarkunnátta undirstaðan fyrir nánast allt annað nám í grunnskólanum. Flest bendir til að niðurstöðurnar hafi nýtzt vel í þessum tilgangi og skólarnir bregðist nú fyrr og betur við lestrarörðugleikum en fyrir áratug. Þá hefur prófið aldrei komið betur út en síðastliðið vor; 71% nemenda teljast geta lesið sér til gagns við lok sjö ára bekkjar. Þannig hefur lesskimunin reynzt árangursríkt tæki fyrir kennara og skólastjórnendur. Flestum kemur hins vegar líklega á óvart að í einhverjum skólum hafi ekki þótt ástæða til að kynna niðurstöðurnar rækilega fyrir nemendum og foreldrum. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í Fréttablaðinu í gær að kynningin hafi verið sett í sjálfsvald skólastjórnenda og verið mjög misjöfn milli skóla. Kjartan leggur áherzlu á það sjónarmið að foreldrar fái ekki aðeins að vita hvort barnið þeirra þarf sérstaka aðstoð við lesturinn, heldur líka ef það er á mörkum þess að þurfa aðstoð – eða stendur sig vel. Sömuleiðis sé hollt að foreldrar fái að sjá hvernig skóli barna þeirra standi sig í samanburði við aðra. „Þá hafa foreldrafélög öflug gögn í höndunum ef ræða þarf við kennara eða skólastjóra," segir Kjartan. Þetta er réttmætt sjónarmið. Niðurstöður úr síðustu lesskimun sýna gríðarlegan mun á milli grunnskóla og mikil frávik frá meðaltalinu. Í tveimur skólum getur hver einasti nemandi lesið sér til gagns og enginn þarf sérstaka aðstoð. Í einum skóla geta hins vegar aðeins 44% sjö ára nemendanna lesið sér til gagns, en helmingurinn þarf að fá aðstoð við að ná tökum á lestrinum. Hingað til hafa skólarnir ekki verið nafngreindir í niðurstöðunum. En það er sjálfsögð krafa að foreldrar barna í hverjum skóla hafi að minnsta kosti samanburð á útkomu skólans við meðaltalið í Reykjavík, auk upplýsinga um frammistöðu eigin barns. Feimnin við að bera saman árangur skóla er meðal annars til komin vegna ólíkra félagslegra aðstæðna í hverfunum þar sem þeir starfa. Að sjálfsögðu er miklu líklegra að í hverfi þar sem menntun foreldra er lítil, tekjur í lægri kantinum og jafnvel margir nemendur með annað móðurmál en íslenzku, þurfi margir á aðstoð að halda. Í hverfasamanburði sem hefur verið birtur kemur þetta raunar skýrt fram. En ef enginn samanburður er fyrir hendi, á milli skóla eða ára, hafa foreldrar heldur engan grunn að standa á ef þeir vilja vita hvort lestrarkennslan er árangursrík eða ekki. Og að sjálfsögðu skiptir kennslan máli. Það sýnir til dæmis niðurstaðan frá vorinu 2005, sem var sú lakasta á áratugnum enda kennaraverkfall haustið áður. Upplýsingum fylgir vald. Til þessa hafa stjórnendur og starfsmenn skólanna haft betri aðgang að upplýsingunum en foreldrar. Nú fá foreldrar væntanlega gögn í hendur svo hægt sé að ræða málin af meiri þekkingu og á betri jafnréttisgrundvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Menntaráð Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku tillögu minnihlutans um að skólastjórum í grunnskólum borgarinnar verði falið að sjá til þess að niðurstöður lesskimunarprófs sem lagt er fyrir í 2. bekk verði kynntar fyrir nemendum og foreldrum. Lesskimunarprófið hefur verið lagt fyrir í tíu ár. Það er fyrst og fremst notað til að finna þá nemendur sem þurfa á sérkennslu í lestri að halda. Það er gríðarlega mikilvægt, enda er góð lestrarkunnátta undirstaðan fyrir nánast allt annað nám í grunnskólanum. Flest bendir til að niðurstöðurnar hafi nýtzt vel í þessum tilgangi og skólarnir bregðist nú fyrr og betur við lestrarörðugleikum en fyrir áratug. Þá hefur prófið aldrei komið betur út en síðastliðið vor; 71% nemenda teljast geta lesið sér til gagns við lok sjö ára bekkjar. Þannig hefur lesskimunin reynzt árangursríkt tæki fyrir kennara og skólastjórnendur. Flestum kemur hins vegar líklega á óvart að í einhverjum skólum hafi ekki þótt ástæða til að kynna niðurstöðurnar rækilega fyrir nemendum og foreldrum. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í Fréttablaðinu í gær að kynningin hafi verið sett í sjálfsvald skólastjórnenda og verið mjög misjöfn milli skóla. Kjartan leggur áherzlu á það sjónarmið að foreldrar fái ekki aðeins að vita hvort barnið þeirra þarf sérstaka aðstoð við lesturinn, heldur líka ef það er á mörkum þess að þurfa aðstoð – eða stendur sig vel. Sömuleiðis sé hollt að foreldrar fái að sjá hvernig skóli barna þeirra standi sig í samanburði við aðra. „Þá hafa foreldrafélög öflug gögn í höndunum ef ræða þarf við kennara eða skólastjóra," segir Kjartan. Þetta er réttmætt sjónarmið. Niðurstöður úr síðustu lesskimun sýna gríðarlegan mun á milli grunnskóla og mikil frávik frá meðaltalinu. Í tveimur skólum getur hver einasti nemandi lesið sér til gagns og enginn þarf sérstaka aðstoð. Í einum skóla geta hins vegar aðeins 44% sjö ára nemendanna lesið sér til gagns, en helmingurinn þarf að fá aðstoð við að ná tökum á lestrinum. Hingað til hafa skólarnir ekki verið nafngreindir í niðurstöðunum. En það er sjálfsögð krafa að foreldrar barna í hverjum skóla hafi að minnsta kosti samanburð á útkomu skólans við meðaltalið í Reykjavík, auk upplýsinga um frammistöðu eigin barns. Feimnin við að bera saman árangur skóla er meðal annars til komin vegna ólíkra félagslegra aðstæðna í hverfunum þar sem þeir starfa. Að sjálfsögðu er miklu líklegra að í hverfi þar sem menntun foreldra er lítil, tekjur í lægri kantinum og jafnvel margir nemendur með annað móðurmál en íslenzku, þurfi margir á aðstoð að halda. Í hverfasamanburði sem hefur verið birtur kemur þetta raunar skýrt fram. En ef enginn samanburður er fyrir hendi, á milli skóla eða ára, hafa foreldrar heldur engan grunn að standa á ef þeir vilja vita hvort lestrarkennslan er árangursrík eða ekki. Og að sjálfsögðu skiptir kennslan máli. Það sýnir til dæmis niðurstaðan frá vorinu 2005, sem var sú lakasta á áratugnum enda kennaraverkfall haustið áður. Upplýsingum fylgir vald. Til þessa hafa stjórnendur og starfsmenn skólanna haft betri aðgang að upplýsingunum en foreldrar. Nú fá foreldrar væntanlega gögn í hendur svo hægt sé að ræða málin af meiri þekkingu og á betri jafnréttisgrundvelli.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun