Zombíljóðin Elísabet Brekkan skrifar 13. september 2011 17:00 Búningarnir voru fáránlegir og þar með svolítið fyndnir. Leikhús. Zombíljóðin. Handrit, leikstjórn og flutningur: Mindgroup (Jón Páll Eyjólfsson, Jón Atli Jónsson, Hallur Ingólfsson og Halldóra Geirharðsdóttir). Borgarleikhúsið Það er alltaf nokkuð tilhlökkunarefni þegar komið er að fyrstu frumsýningu haustsins. Á föstudag var komið að 555. viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur. Zombí-ljóðin, eftir leikhópinn Mindgroup í leikstjórn leikhópsins Mindgroup og í leikmynd leikhópsins Mindgroup, fengu inni í Borgarleikhúsinu með sýningu þar sem tónlistarstjórnin var einnig í höndum leikhópsins Mindgroup. Íslenskir leikhúsgestir eru með afbrigðum kurteisir eða vel upp aldir í sínu hlutverki sem áhorfendur. Sama hversu mjög þeim ofbýður eða leiðist í leikhúsi alltaf skulu þeir berja saman lófum og þakka fyrir sig. það verður þó að viðurkennast að stundum er þetta lófatak ein stór feginstuna þar sem fólki er gefið leyfi til þess að komast heim. Fátt er verra en fá heimþrá á leiksýningu, eða óska þess að vera einhvers staðar annars staðar. Þegar mikil ógæfa dynur yfir hvort heldur þjóð eða einstaklinga þarf ákveðna fjarlægð í árum til þess að geta gert henni skil í listaverki. Það er engin tilviljun að það leið ákveðinn tími þar til kvikmyndaheimurinn og rithöfundar voru færir um að fjalla um ofsóknir nasista í síðari heimsstyrjöldinni, það er engin tilviljun að það tók ákveðinn tíma þar til hægt var að gera bíómyndir um Kennedymorðið. Eitt af því sem einkenndi hinn svo kallaða póstmódernisma var að hræra í raunverulegum atburðum helst um leið og þeir voru að gerast. Í þessu verki eru raunverulegar harmsögur án nokkurrar tímafjarlægðar gerðar að yrkisefni eða umfjöllunarefni uppvakninga á mjög ósmekklegan máta. Nýlátið fólk birtist í gervi uppvakninga og persónur úr hroðalegu sakamáli, þar sem blekið í dómunum er vart þornað, er látið tjá sig og fella dóma. Margt var vitaskuld gert með skondnum lausnum en heildin var eins og grautur og gutl þar sem raunveruleg frásögn eða markmið lýsti með fjarveru sinni. Allir þeir sem að þessari sýningu komu geta betur, miklu miklu betur. Örlagasögur þeirra persóna úr heimi hinna dánu sem sagðar voru, eru nýbúnar að birtast í miðlum landsins og með þeirri vinnuaðferð sem hér er beitt gengur leikhúsið í raun og veru skrefi lengra en subbulegustu blöðin. Það er ekki hægt að fetta fingur út í leikinn sem slíkan. Bæði Hallur Ingólfsson og Halldóra Geirharðsdóttir héldu mjög vel utan um þær persónur sem þau áttu að fyrirstilla og sama er að segja um Jón Pál Eyjólfsson. Jón Atli verður meira eins og uppfylling í þeim gervum sem hann birtist í. Fíflalegur tilgangslaus línudans átti líklega að sýna hversu miklir asnar finna lausn á sínum málum í slíkri iðju en þau milliatriði urðu eins og tímaeyðsla. Búningarnir voru fáránlegir og þar með svolítið fyndnir. Fulltrúi þeirra sem neitaði að leika með í Facebook-vinaruglinu sem Hallur Ingólfsson lék, var persóna sem hvíldi vel í hlutverki sínu og tókst að smjúga inn undir hjá áhorfendum enda týpan nokkuð hlægileg og varpaði fram þó nokkrum sannleikskornum. Fjölskyldu, sem er enn í sárum í ákveðnu nafngreindu hverfi hér í Reykjavík, var sýnd vanvirðing. Mindgroup-hópurinn hefur áður skapað mjög athyglisverðar sýningar og verður vonandi framhald á því. Það voru ágætar hugmyndir og lítil myndbrot hér, en heildin gekk ekki upp. Niðurstaða: Ósmekkleg úrvinnsla á vandmeðförnu efni. Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús. Zombíljóðin. Handrit, leikstjórn og flutningur: Mindgroup (Jón Páll Eyjólfsson, Jón Atli Jónsson, Hallur Ingólfsson og Halldóra Geirharðsdóttir). Borgarleikhúsið Það er alltaf nokkuð tilhlökkunarefni þegar komið er að fyrstu frumsýningu haustsins. Á föstudag var komið að 555. viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur. Zombí-ljóðin, eftir leikhópinn Mindgroup í leikstjórn leikhópsins Mindgroup og í leikmynd leikhópsins Mindgroup, fengu inni í Borgarleikhúsinu með sýningu þar sem tónlistarstjórnin var einnig í höndum leikhópsins Mindgroup. Íslenskir leikhúsgestir eru með afbrigðum kurteisir eða vel upp aldir í sínu hlutverki sem áhorfendur. Sama hversu mjög þeim ofbýður eða leiðist í leikhúsi alltaf skulu þeir berja saman lófum og þakka fyrir sig. það verður þó að viðurkennast að stundum er þetta lófatak ein stór feginstuna þar sem fólki er gefið leyfi til þess að komast heim. Fátt er verra en fá heimþrá á leiksýningu, eða óska þess að vera einhvers staðar annars staðar. Þegar mikil ógæfa dynur yfir hvort heldur þjóð eða einstaklinga þarf ákveðna fjarlægð í árum til þess að geta gert henni skil í listaverki. Það er engin tilviljun að það leið ákveðinn tími þar til kvikmyndaheimurinn og rithöfundar voru færir um að fjalla um ofsóknir nasista í síðari heimsstyrjöldinni, það er engin tilviljun að það tók ákveðinn tíma þar til hægt var að gera bíómyndir um Kennedymorðið. Eitt af því sem einkenndi hinn svo kallaða póstmódernisma var að hræra í raunverulegum atburðum helst um leið og þeir voru að gerast. Í þessu verki eru raunverulegar harmsögur án nokkurrar tímafjarlægðar gerðar að yrkisefni eða umfjöllunarefni uppvakninga á mjög ósmekklegan máta. Nýlátið fólk birtist í gervi uppvakninga og persónur úr hroðalegu sakamáli, þar sem blekið í dómunum er vart þornað, er látið tjá sig og fella dóma. Margt var vitaskuld gert með skondnum lausnum en heildin var eins og grautur og gutl þar sem raunveruleg frásögn eða markmið lýsti með fjarveru sinni. Allir þeir sem að þessari sýningu komu geta betur, miklu miklu betur. Örlagasögur þeirra persóna úr heimi hinna dánu sem sagðar voru, eru nýbúnar að birtast í miðlum landsins og með þeirri vinnuaðferð sem hér er beitt gengur leikhúsið í raun og veru skrefi lengra en subbulegustu blöðin. Það er ekki hægt að fetta fingur út í leikinn sem slíkan. Bæði Hallur Ingólfsson og Halldóra Geirharðsdóttir héldu mjög vel utan um þær persónur sem þau áttu að fyrirstilla og sama er að segja um Jón Pál Eyjólfsson. Jón Atli verður meira eins og uppfylling í þeim gervum sem hann birtist í. Fíflalegur tilgangslaus línudans átti líklega að sýna hversu miklir asnar finna lausn á sínum málum í slíkri iðju en þau milliatriði urðu eins og tímaeyðsla. Búningarnir voru fáránlegir og þar með svolítið fyndnir. Fulltrúi þeirra sem neitaði að leika með í Facebook-vinaruglinu sem Hallur Ingólfsson lék, var persóna sem hvíldi vel í hlutverki sínu og tókst að smjúga inn undir hjá áhorfendum enda týpan nokkuð hlægileg og varpaði fram þó nokkrum sannleikskornum. Fjölskyldu, sem er enn í sárum í ákveðnu nafngreindu hverfi hér í Reykjavík, var sýnd vanvirðing. Mindgroup-hópurinn hefur áður skapað mjög athyglisverðar sýningar og verður vonandi framhald á því. Það voru ágætar hugmyndir og lítil myndbrot hér, en heildin gekk ekki upp. Niðurstaða: Ósmekkleg úrvinnsla á vandmeðförnu efni.
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira