Þjóðhöfðinginn Þorsteinn Pálsson skrifar 10. september 2011 06:00 Forseti Íslands hefur vakið athygli að undanförnu með yfirlýsingum í fjölmiðlum heima og erlendis. Mörgum finnst að það sem þjóðhöfðingi landsins hafi fram að færa sé allt með endemum. Svo eru þeir sem telja að hann sé sverð og skjöldur fámennrar þjóðar sem óvinveitt ríki hefðu knésett ef hans nyti ekki við. Venjulega sjá menn ekki ástæðu til að bregðast við yfirlýsingahrinum forsetans, nema þá helst til að ýkja upphafninguna eins og Hannes Pétursson skáld gerði af ljóðrænu innsæi á dögunum. Síðasta yfirlýsingahrina forsetans er sérstök fyrir þær sakir að hún hefur vakið meiri viðbrögð en oft áður. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra, skrifaði þannig mjög harðorða grein og rökstuddi að ríkisstjórnin gæti ekki setið aðgerðalaus. Þá gerði Eiður Guðnason, fyrrum umhverfisráðherra, glögga grein fyrir því hvernig forsetinn hefði enn einu sinni farið yfir strikið í ummælum um vina- og bandalagsþjóðir. Ennfremur sýndi Svavar Gestsson, fyrrum menntamálaráðherra, fram á hvernig forsetinn hefur komist í mótsögn við sjálfan sig í upphafningu um ágæti sitt. Óþekkt er í okkar heimshluta að þjóðhöfðingi sem ekki er kjörinn til þess að fara með pólitíska forystu gefi tilefni til að fá svo þunga ofanígjöf sem þessi dæmi sýna. Það er einnig óhugsandi að þjóðhöfðingi annars lands hefði sætt jafn beittri siðferðilegri gagnrýni um framgöngu sína og forseti Íslands í siðferðiskafla rannsóknarnefndar Alþingis án þess að það hefði áhrif á stöðu hans. Sumum finnst sem embætti forseta Íslands hafi stækkað í réttu hlutfalli við vaxandi mælgi þjóðhöfðingjans. Öðrum sýnist það smækka í sömu hlutföllum.Stjórnskipun eða hringavitleysa Eftir stjórnarskránni fara forseti og Alþingi sameiginlega með löggjafarvaldið og forsetinn fer með framkvæmdarvaldið ásamt öðrum stjórnvöldum. Þetta þýðir að orð forseta í fjölmiðlum heima jafnt sem erlendis eru að forminu til í nafni Alþingis og ríkisstjórnarinnar. En með því að forsetinn er jafnframt ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum ber ríkisstjórnin ábyrgð á athöfnum hans og eftir atvikum orðum. Síðasti boðskapur forsetans var tvenns konar: Annars vegar vék hann að stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Þar kom skýrt fram að æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins í landinu að formi til lítur svo á að þjóðir Evrópu hafi snúið fallbyssum sínum að Íslandi þegar verst stóð á. Hinir raunverulegu vinir Íslendinga séu Indverjar og Kínverjar. Sjálfur sagðist forsetinn hafa tryggt mikilvægt gjaldmiðlaskiptalán frá Kínverjum. Allir vita að það voru fyrst og fremst Norðurlandaþjóðirnar og Pólverjar, þar af fjórar Evrópusambandsþjóðir, sem veittu Íslandi fjárhagsaðstoð ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þegar Ísland var í mestri þröng. Hins vegar vék forsetinn að ríkisstjórninni sem ber ábyrgð á athöfnum hans og hann situr í forsæti fyrir á fundum ríkisráðs. Ofsagt er að hann hafi sakað hana um landráð en hann néri henni um nasir alvarlegum embættisafglöpum vegna Icesave-laganna. Menn geta deilt um hvort forsetinn hafði lög að mæla eða ekki. En það á ekkert skylt við alvöru stjórnskipun að þjóðhöfðinginn geti átölulaust gengið með þessum hætti gegn þeim hluta framkvæmdarvaldsins sem ber ábyrgð á gerðum hans. Það er hringavitleysa. Íslendingar skaðast á að búa við slíkt skipulag.Hvað á ríkisstjórnin að gera? Jón Baldvin Hannibalsson hefur réttilega bent á að ríkisstjórnin verður að bregðast við. Ella eru ummælin gagnvart öðrum þjóðum í hennar nafni. Hún telst líka hafa viðurkennt að hafa brugðist skyldum sínum ef hún andmælir ekki formlega. En hvað getur ríkisstjórnin gert? Ríkisráð er sameiginlegur vettvangur æðstu handhafa framkvæmdarvaldsins. Tilskipun um starfsreglur ríkisráðs gerir ráð fyrir að þar séu bókuð ágreiningsálit ef tilefni er til. Í hvert sinn sem forseti Íslands gefur yfirlýsingar af því tagi sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni ber forsætisráðherra að kalla saman fund í ríkisráði. Þar á hann eða þeir ráðherrar aðrir sem hlut kunna að eiga að máli að bóka ágreiningsálit sem leiðréttir ummæli forsetans og skýrir afstöðu ríkisstjórnarinnar. Slíka bókun á síðan að birta til þess að eyða tvímælum um hver er afstaða þess hluta framkvæmdarvaldsins sem ber stjórnskipulega ábyrgð. Utanríkisráðherra á síðan að afhenda þeim þjóðum sem hlut kunna að eiga að máli bókun ríkisráðs um rétta afstöðu stjórnvalda. Málfrelsi forsetans má ekki hefta. En noti hann það með þeim hætti sem hann hefur gert eru viðbrögð af þessu tagi nauðsynleg ef stjórnskipunin á að standa og þjóðin að halda virðingu sinni í samfélagi þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Forseti Íslands hefur vakið athygli að undanförnu með yfirlýsingum í fjölmiðlum heima og erlendis. Mörgum finnst að það sem þjóðhöfðingi landsins hafi fram að færa sé allt með endemum. Svo eru þeir sem telja að hann sé sverð og skjöldur fámennrar þjóðar sem óvinveitt ríki hefðu knésett ef hans nyti ekki við. Venjulega sjá menn ekki ástæðu til að bregðast við yfirlýsingahrinum forsetans, nema þá helst til að ýkja upphafninguna eins og Hannes Pétursson skáld gerði af ljóðrænu innsæi á dögunum. Síðasta yfirlýsingahrina forsetans er sérstök fyrir þær sakir að hún hefur vakið meiri viðbrögð en oft áður. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra, skrifaði þannig mjög harðorða grein og rökstuddi að ríkisstjórnin gæti ekki setið aðgerðalaus. Þá gerði Eiður Guðnason, fyrrum umhverfisráðherra, glögga grein fyrir því hvernig forsetinn hefði enn einu sinni farið yfir strikið í ummælum um vina- og bandalagsþjóðir. Ennfremur sýndi Svavar Gestsson, fyrrum menntamálaráðherra, fram á hvernig forsetinn hefur komist í mótsögn við sjálfan sig í upphafningu um ágæti sitt. Óþekkt er í okkar heimshluta að þjóðhöfðingi sem ekki er kjörinn til þess að fara með pólitíska forystu gefi tilefni til að fá svo þunga ofanígjöf sem þessi dæmi sýna. Það er einnig óhugsandi að þjóðhöfðingi annars lands hefði sætt jafn beittri siðferðilegri gagnrýni um framgöngu sína og forseti Íslands í siðferðiskafla rannsóknarnefndar Alþingis án þess að það hefði áhrif á stöðu hans. Sumum finnst sem embætti forseta Íslands hafi stækkað í réttu hlutfalli við vaxandi mælgi þjóðhöfðingjans. Öðrum sýnist það smækka í sömu hlutföllum.Stjórnskipun eða hringavitleysa Eftir stjórnarskránni fara forseti og Alþingi sameiginlega með löggjafarvaldið og forsetinn fer með framkvæmdarvaldið ásamt öðrum stjórnvöldum. Þetta þýðir að orð forseta í fjölmiðlum heima jafnt sem erlendis eru að forminu til í nafni Alþingis og ríkisstjórnarinnar. En með því að forsetinn er jafnframt ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum ber ríkisstjórnin ábyrgð á athöfnum hans og eftir atvikum orðum. Síðasti boðskapur forsetans var tvenns konar: Annars vegar vék hann að stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Þar kom skýrt fram að æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins í landinu að formi til lítur svo á að þjóðir Evrópu hafi snúið fallbyssum sínum að Íslandi þegar verst stóð á. Hinir raunverulegu vinir Íslendinga séu Indverjar og Kínverjar. Sjálfur sagðist forsetinn hafa tryggt mikilvægt gjaldmiðlaskiptalán frá Kínverjum. Allir vita að það voru fyrst og fremst Norðurlandaþjóðirnar og Pólverjar, þar af fjórar Evrópusambandsþjóðir, sem veittu Íslandi fjárhagsaðstoð ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þegar Ísland var í mestri þröng. Hins vegar vék forsetinn að ríkisstjórninni sem ber ábyrgð á athöfnum hans og hann situr í forsæti fyrir á fundum ríkisráðs. Ofsagt er að hann hafi sakað hana um landráð en hann néri henni um nasir alvarlegum embættisafglöpum vegna Icesave-laganna. Menn geta deilt um hvort forsetinn hafði lög að mæla eða ekki. En það á ekkert skylt við alvöru stjórnskipun að þjóðhöfðinginn geti átölulaust gengið með þessum hætti gegn þeim hluta framkvæmdarvaldsins sem ber ábyrgð á gerðum hans. Það er hringavitleysa. Íslendingar skaðast á að búa við slíkt skipulag.Hvað á ríkisstjórnin að gera? Jón Baldvin Hannibalsson hefur réttilega bent á að ríkisstjórnin verður að bregðast við. Ella eru ummælin gagnvart öðrum þjóðum í hennar nafni. Hún telst líka hafa viðurkennt að hafa brugðist skyldum sínum ef hún andmælir ekki formlega. En hvað getur ríkisstjórnin gert? Ríkisráð er sameiginlegur vettvangur æðstu handhafa framkvæmdarvaldsins. Tilskipun um starfsreglur ríkisráðs gerir ráð fyrir að þar séu bókuð ágreiningsálit ef tilefni er til. Í hvert sinn sem forseti Íslands gefur yfirlýsingar af því tagi sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni ber forsætisráðherra að kalla saman fund í ríkisráði. Þar á hann eða þeir ráðherrar aðrir sem hlut kunna að eiga að máli að bóka ágreiningsálit sem leiðréttir ummæli forsetans og skýrir afstöðu ríkisstjórnarinnar. Slíka bókun á síðan að birta til þess að eyða tvímælum um hver er afstaða þess hluta framkvæmdarvaldsins sem ber stjórnskipulega ábyrgð. Utanríkisráðherra á síðan að afhenda þeim þjóðum sem hlut kunna að eiga að máli bókun ríkisráðs um rétta afstöðu stjórnvalda. Málfrelsi forsetans má ekki hefta. En noti hann það með þeim hætti sem hann hefur gert eru viðbrögð af þessu tagi nauðsynleg ef stjórnskipunin á að standa og þjóðin að halda virðingu sinni í samfélagi þjóðanna.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun