Karlar sem mata konur Atli Fannar skrifar 10. september 2011 06:00 Mögulega hef ég leitað á röngum stöðum, en mér sýnist við vera að ala upp heilu kynslóðirnar af konum sem kunna ekki að elda. Í gegnum tíðina hef ég þurft að leiða stúlkur að eldavélum, kynna þær fyrir þeim og fullvissa um að það sé ekkert að óttast. Ég hef hlotið standandi lófaklapp fyrir að sjóða pasta og séð aðdáun skína úr augum yngismeyjar eftir að ég hrærði egg, saltaði það og pipraði. Hvað veldur þessari úrkynjun veit ég ekki. Mögulega hafa konur á einhverjum tímapunkti fengið nóg, eftir að hafa drottnað yfir eldhúsum heimsins í gegnum aldirnar og átt heiðurinn af því að koma mannskepnunni á legg. Þær hafa mögulega hugsað að verki þeirra væri lokið, enda hafa lífslíkur aldrei verið hagstæðari fyrir tegundina sem er með þumalputta og hikar ekki við að nota þá. Ég get til dæmis búist við að lifa þangað til ég verð 170 ára, samkvæmt nýjustu rannsóknum, einfaldri tölfræði og óbilandi trú á því að yngingartafla verði fundin upp áður en ég drepst. Fávísir kenna eflaust jafnréttisbaráttunni um hvernig er komið fyrir ungu kynslóðinni, sem kann hvorki að nota eldavél né steikarpönnu. Að með innreið konunnar á vinnumarkaðinn hafi eldhúsið verið skilið tómt eftir, aðeins svo óáhugasamir og óhæfir strákpjakkar geti tekið við sleifinni og hafist handa við að þeyta, steikja og baka. En það er sama hvernig á málið er litið, matarvenjur okkar hafa hríðversnað eftir að það tók að fækka í húsmæðrastofninum. Innreið karlmannsins í eldhúsið hefur nefnilega leitt af sér byltingu í útbreiðslu frosinna matvæla. Byltingu sem enginn sem er vanur að borða mömmumat bað um. Byltingu sem náði hápunkti þegar heildsali sem flytur inn frosnar pitsur fullyrti í auglýsingu að þær brögðuðust eins og á ítölskum veitingastað. Haha! ferskt hráefni og handbragð ítalskra kokka jafnast sem sagt ekki aðeins á við, heldur er alveg eins og það sem á sér stað í verksmiðju á meginlandi Evrópu — þar sem pitsurnar renna á færibandi á meðan sósu og áleggi er frussað á þær úr slöngum, áður en þeim er pakkað inn í lofttæmdar umbúðir, þær djúpfrystar og loks dreift í gámum út um allan heim. Eftir því sem ég velti þessu máli meira fyrir mér öðlast ég meiri virðingu fyrir húsmóðurinni. Eftir að hafa fætt og klætt heilu þjóðirnar er henni þakkað fyrir með lægri launum, ofbeldi og hótfyndni strákpjakka sem skrifa pistla í blöð og slá um sig með frösum og takmörkuðum hæfileikum í eldhúsinu… Mamma, ég er svangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Mögulega hef ég leitað á röngum stöðum, en mér sýnist við vera að ala upp heilu kynslóðirnar af konum sem kunna ekki að elda. Í gegnum tíðina hef ég þurft að leiða stúlkur að eldavélum, kynna þær fyrir þeim og fullvissa um að það sé ekkert að óttast. Ég hef hlotið standandi lófaklapp fyrir að sjóða pasta og séð aðdáun skína úr augum yngismeyjar eftir að ég hrærði egg, saltaði það og pipraði. Hvað veldur þessari úrkynjun veit ég ekki. Mögulega hafa konur á einhverjum tímapunkti fengið nóg, eftir að hafa drottnað yfir eldhúsum heimsins í gegnum aldirnar og átt heiðurinn af því að koma mannskepnunni á legg. Þær hafa mögulega hugsað að verki þeirra væri lokið, enda hafa lífslíkur aldrei verið hagstæðari fyrir tegundina sem er með þumalputta og hikar ekki við að nota þá. Ég get til dæmis búist við að lifa þangað til ég verð 170 ára, samkvæmt nýjustu rannsóknum, einfaldri tölfræði og óbilandi trú á því að yngingartafla verði fundin upp áður en ég drepst. Fávísir kenna eflaust jafnréttisbaráttunni um hvernig er komið fyrir ungu kynslóðinni, sem kann hvorki að nota eldavél né steikarpönnu. Að með innreið konunnar á vinnumarkaðinn hafi eldhúsið verið skilið tómt eftir, aðeins svo óáhugasamir og óhæfir strákpjakkar geti tekið við sleifinni og hafist handa við að þeyta, steikja og baka. En það er sama hvernig á málið er litið, matarvenjur okkar hafa hríðversnað eftir að það tók að fækka í húsmæðrastofninum. Innreið karlmannsins í eldhúsið hefur nefnilega leitt af sér byltingu í útbreiðslu frosinna matvæla. Byltingu sem enginn sem er vanur að borða mömmumat bað um. Byltingu sem náði hápunkti þegar heildsali sem flytur inn frosnar pitsur fullyrti í auglýsingu að þær brögðuðust eins og á ítölskum veitingastað. Haha! ferskt hráefni og handbragð ítalskra kokka jafnast sem sagt ekki aðeins á við, heldur er alveg eins og það sem á sér stað í verksmiðju á meginlandi Evrópu — þar sem pitsurnar renna á færibandi á meðan sósu og áleggi er frussað á þær úr slöngum, áður en þeim er pakkað inn í lofttæmdar umbúðir, þær djúpfrystar og loks dreift í gámum út um allan heim. Eftir því sem ég velti þessu máli meira fyrir mér öðlast ég meiri virðingu fyrir húsmóðurinni. Eftir að hafa fætt og klætt heilu þjóðirnar er henni þakkað fyrir með lægri launum, ofbeldi og hótfyndni strákpjakka sem skrifa pistla í blöð og slá um sig með frösum og takmörkuðum hæfileikum í eldhúsinu… Mamma, ég er svangur.