Borg fyrirferðar Gerður Kristný skrifar 29. ágúst 2011 06:00 Það er orðið algengt að fjölmiðlar geri stöðumælasektir að sérstöku umfjöllunarefni að loknum íþróttakappleikjum, útitónleikum og öðrum uppákomum hér á landi. Útvarpsfréttatíminn að kvöldi 6. ágúst, dagsins sem Gleðigangan hlykkjaðist um miðbæ höfuðborgarinnar, var þar engin undantekning en þá var borgarbúi nokkur tekinn í viðtal. Hann hafði ekið á bílnum sínum niður í miðbæ, lagt ólöglega og verið sektaður. Hann var síður en svo sáttur og fannst að lögregla og stöðumælaverðir hefðu átt að „líta til hliðar“. Svo virðist sem hluti borgarbúa vilji fá að leggja ólöglega eftir hentugleika. Enn hefur þessi hópur samt ekki stofnað formlegan þrýstihóp sem nýtir tímann á milli hátíða til að sýna fram á að það sé allt í lagi að leggja á grasbölum borgarinnar og það sé í raun óþarfi að íbúar miðbæjarins og gestir hans komist leiðar sinnar, hvað þá að slökkviliðs- og sjúkrabílar geti ekið þar greiðlega um. Þarna býr jú reiðinnar býsn af fólki sem getur farið í hjartastopp, komist í barnsnauð og gleymt pottum á hellum hvenær sem er. Svo þurfa krakkar, fólk í hjólastólum sem og fólk með barnavagna líka að komast um án þess að vera í stórhættu. Myndi manni sem nýlega hefði verið staðinn að búðarhnupli annars verið gefið orðið í kvöldfréttatímanum til að skýra mál sitt? Hann myndi þá ef til vill segja að hann hefði sko alls ekki verið sá eini sem hefði verið að stela þennan dag, auk þess sem hann hafi verið svo glaður í hjarta sínu að honum hafi fundist hann eiga þýfið skilið. Líklega er það að leggja bílnum sínum ólöglega orðið að táknmynd hinnar íslensku gleði, svona eins og að kaupa flugelda eða gæða sér á góðri máltíð. Í ljóðinu Brotnar borgir í ljóðabókinni Hugástir kallar Steinunn Sigurðardóttir Reykjavík „Borg fyrirferðar: / fjallajeppa, árekstra, loftpressuborg“. Jú, fjallajepparnir hafa löngum þótt tilvalin farartæki hér í borg, meira að segja í þröngum götum Þingholtsins. Fjölskyldubíllinn nýtur taumlausrar virðingar og væntumþykju og enginn vill að hann þurfi að búa við neinar hömlur. Á hátíðisdögum sprettum við því af honum á grasbala (kannski einum þeirra sem við býsnuðumst yfir fyrr í sumar að borgin léti ekki slá) og leyfum honum að bíta á meðan við skemmtum okkur. Vei, þeim sem sigar hundinum á gripinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Gerður Kristný Skoðanir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Það er orðið algengt að fjölmiðlar geri stöðumælasektir að sérstöku umfjöllunarefni að loknum íþróttakappleikjum, útitónleikum og öðrum uppákomum hér á landi. Útvarpsfréttatíminn að kvöldi 6. ágúst, dagsins sem Gleðigangan hlykkjaðist um miðbæ höfuðborgarinnar, var þar engin undantekning en þá var borgarbúi nokkur tekinn í viðtal. Hann hafði ekið á bílnum sínum niður í miðbæ, lagt ólöglega og verið sektaður. Hann var síður en svo sáttur og fannst að lögregla og stöðumælaverðir hefðu átt að „líta til hliðar“. Svo virðist sem hluti borgarbúa vilji fá að leggja ólöglega eftir hentugleika. Enn hefur þessi hópur samt ekki stofnað formlegan þrýstihóp sem nýtir tímann á milli hátíða til að sýna fram á að það sé allt í lagi að leggja á grasbölum borgarinnar og það sé í raun óþarfi að íbúar miðbæjarins og gestir hans komist leiðar sinnar, hvað þá að slökkviliðs- og sjúkrabílar geti ekið þar greiðlega um. Þarna býr jú reiðinnar býsn af fólki sem getur farið í hjartastopp, komist í barnsnauð og gleymt pottum á hellum hvenær sem er. Svo þurfa krakkar, fólk í hjólastólum sem og fólk með barnavagna líka að komast um án þess að vera í stórhættu. Myndi manni sem nýlega hefði verið staðinn að búðarhnupli annars verið gefið orðið í kvöldfréttatímanum til að skýra mál sitt? Hann myndi þá ef til vill segja að hann hefði sko alls ekki verið sá eini sem hefði verið að stela þennan dag, auk þess sem hann hafi verið svo glaður í hjarta sínu að honum hafi fundist hann eiga þýfið skilið. Líklega er það að leggja bílnum sínum ólöglega orðið að táknmynd hinnar íslensku gleði, svona eins og að kaupa flugelda eða gæða sér á góðri máltíð. Í ljóðinu Brotnar borgir í ljóðabókinni Hugástir kallar Steinunn Sigurðardóttir Reykjavík „Borg fyrirferðar: / fjallajeppa, árekstra, loftpressuborg“. Jú, fjallajepparnir hafa löngum þótt tilvalin farartæki hér í borg, meira að segja í þröngum götum Þingholtsins. Fjölskyldubíllinn nýtur taumlausrar virðingar og væntumþykju og enginn vill að hann þurfi að búa við neinar hömlur. Á hátíðisdögum sprettum við því af honum á grasbala (kannski einum þeirra sem við býsnuðumst yfir fyrr í sumar að borgin léti ekki slá) og leyfum honum að bíta á meðan við skemmtum okkur. Vei, þeim sem sigar hundinum á gripinn.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun