Að taka ábyrgð á eigin rekstri Steinunn Stefánsdóttir skrifar 25. ágúst 2011 06:00 Opinbert menntakerfi frá leikskóla til háskóla er einn af hornsteinum íslensks samfélags. Þessir skólar veita góða og víðtæka menntun og þorri nemenda sækir nám sitt í þá. Auk opinberu skólanna eru reknir margvíslegir einkaskólar á öllum skólastigum, sumir veita sértæka menntun svo sem í tónlist en aðrir eru almennir skólar, leik- og grunnskólar, framhalds- og háskólar. Starfsemi einkaskóla er misumfangsmikil milli skólastiga. Í sumum þeirra er kennt í samræmi við skólastefnur ýmsar sem að öllum líkindum myndu ekki þrífast sérstaklega vel innan opinbera kerfisins. Skoðanir fólks á því hvort á að reka einkaskóla yfirleitt samhliða opinbera kerfinu eða ekki eru mismunandi, einkum vegna þess að skólagjöld einkaskólanna gera að verkum að þeir eru ekki valkostur fyrir alla. Hvaða skoðun sem fólk kann að hafa á því er ljóst að einkaskólar auka fjölbreytni í skólastarfi. Ólíklegt verður til dæmis að teljast að hægt væri að stunda nám í Waldorfskóla á Íslandi ef möguleikinn á einkaskólum væri ekki fyrir hendi. Hér á landi hefur fyrirkomulagið í rekstri einkaskóla að mestu verið með þeim hætti að framlag frá sveitarfélagi eða ríki, eftir því hvort við á, ber þungann af rekstri skólanna, yfirleitt með framlagi á hvern nemanda. Auk þess greiða nemendur skólagjöld sem eru allt frá því að vera tiltölulega lág, eins og tíðkast í einkareknum grunn- og leikskólum, upp í há skólagjöld eins og nemendur Kvikmyndaskóla Íslands hafa innt af hendi. Það felst í því mikil ábyrgð að stofna og reka skóla óháð því hvort skattfé er meginstoð í rekstri eða léttvægari. Að bjóða upp á nám er skuldbinding þannig að hver og einn sem innritast í skóla ætti að eiga þess kost að ljúka námi sínu þar, nema viðkomandi hafi verið gert viðvart um annað. Engu að síður hlýtur einkaskóli að lúta sömu lögmálum og önnur einkafyrirtæki. Opinberir aðilar hafa jú ekki tekið ákvörðun um stofnun þeirra eða áherslur í starfi, jafnvel þótt starfsemi þeirra hafi hlotið viðurkenningu þeirra og þeir kaupi þjónustu af skólanum með því að greiða tiltekinn hlut í kostnaði vegna hvers nemanda. Opinberir aðilar hafa heldur ekki eftirlit með rekstri þessara skóla með sama hætti og haft er með opinberum stofnunum og þar með skólum. Einkaskólar vinna vissulega í samræmi við námskrár sem gefnar eru út af ríkinu. Að öðru leyti er rekstur skólanna á ábyrgð þeirra sem eiga þá og reka. Þeir verða þannig að gera fjárhagsáætlanir sem standast miðað við gefnar forsendur og reksturinn verður að bera sig miðað við sömu forsendur. Að sama skapi eru það stjórnendur skólanna sem standa til ábyrgðar gagnvart nemendum og foreldrum þeirra, eigi það við, en ekki stjórnvöld. Á síðustu dögum hefur Reykjavíkurborg ákveðið að leysa Ísaksskóla úr snöru með því að kaupa húsnæði skólans. Til þess bar borginni ekki skylda fremur en ríkinu ber skylda til að losa Kvikmyndaskólann úr sinni snöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Opinbert menntakerfi frá leikskóla til háskóla er einn af hornsteinum íslensks samfélags. Þessir skólar veita góða og víðtæka menntun og þorri nemenda sækir nám sitt í þá. Auk opinberu skólanna eru reknir margvíslegir einkaskólar á öllum skólastigum, sumir veita sértæka menntun svo sem í tónlist en aðrir eru almennir skólar, leik- og grunnskólar, framhalds- og háskólar. Starfsemi einkaskóla er misumfangsmikil milli skólastiga. Í sumum þeirra er kennt í samræmi við skólastefnur ýmsar sem að öllum líkindum myndu ekki þrífast sérstaklega vel innan opinbera kerfisins. Skoðanir fólks á því hvort á að reka einkaskóla yfirleitt samhliða opinbera kerfinu eða ekki eru mismunandi, einkum vegna þess að skólagjöld einkaskólanna gera að verkum að þeir eru ekki valkostur fyrir alla. Hvaða skoðun sem fólk kann að hafa á því er ljóst að einkaskólar auka fjölbreytni í skólastarfi. Ólíklegt verður til dæmis að teljast að hægt væri að stunda nám í Waldorfskóla á Íslandi ef möguleikinn á einkaskólum væri ekki fyrir hendi. Hér á landi hefur fyrirkomulagið í rekstri einkaskóla að mestu verið með þeim hætti að framlag frá sveitarfélagi eða ríki, eftir því hvort við á, ber þungann af rekstri skólanna, yfirleitt með framlagi á hvern nemanda. Auk þess greiða nemendur skólagjöld sem eru allt frá því að vera tiltölulega lág, eins og tíðkast í einkareknum grunn- og leikskólum, upp í há skólagjöld eins og nemendur Kvikmyndaskóla Íslands hafa innt af hendi. Það felst í því mikil ábyrgð að stofna og reka skóla óháð því hvort skattfé er meginstoð í rekstri eða léttvægari. Að bjóða upp á nám er skuldbinding þannig að hver og einn sem innritast í skóla ætti að eiga þess kost að ljúka námi sínu þar, nema viðkomandi hafi verið gert viðvart um annað. Engu að síður hlýtur einkaskóli að lúta sömu lögmálum og önnur einkafyrirtæki. Opinberir aðilar hafa jú ekki tekið ákvörðun um stofnun þeirra eða áherslur í starfi, jafnvel þótt starfsemi þeirra hafi hlotið viðurkenningu þeirra og þeir kaupi þjónustu af skólanum með því að greiða tiltekinn hlut í kostnaði vegna hvers nemanda. Opinberir aðilar hafa heldur ekki eftirlit með rekstri þessara skóla með sama hætti og haft er með opinberum stofnunum og þar með skólum. Einkaskólar vinna vissulega í samræmi við námskrár sem gefnar eru út af ríkinu. Að öðru leyti er rekstur skólanna á ábyrgð þeirra sem eiga þá og reka. Þeir verða þannig að gera fjárhagsáætlanir sem standast miðað við gefnar forsendur og reksturinn verður að bera sig miðað við sömu forsendur. Að sama skapi eru það stjórnendur skólanna sem standa til ábyrgðar gagnvart nemendum og foreldrum þeirra, eigi það við, en ekki stjórnvöld. Á síðustu dögum hefur Reykjavíkurborg ákveðið að leysa Ísaksskóla úr snöru með því að kaupa húsnæði skólans. Til þess bar borginni ekki skylda fremur en ríkinu ber skylda til að losa Kvikmyndaskólann úr sinni snöru.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun