Prumpandi einhyrningar eru töff Popp í Fréttablaðinu skrifar 25. ágúst 2011 11:00 Nano Forge-tæknin auðveldar mönnum að lifa af og taka til í Red Faction: Armageddon. Red Faction: Armageddon er nýjasta útspilið í hinni áratuga gömlu Red Faction-seríu. Sögusviðið er plánetan Mars árið 2170 þar sem mannkynið býr í iðrum plánetunnar vegna mengaðs andrúmslofts. Til þess að skemma sem minnst söguþráð leiksins, sem er alveg sæmilegur, skal bara látið nægja að segja að aðalhetjan er göbbuð til að sleppa lausri plágu sem hefur legið í dvala og þá fer bókstaflega allt til fjandans. Það er svo í verkahring hetjunnar að redda málunum. Trompið hjá Red Faction-seríunni hefur alltaf verið eyðilegging. Leikmenn hafa, með fjölbreyttu úrvali vopna, möguleikann á að eyðileggja flest allar byggingar og hluti sem fyrirfinnast í leiknum. Í Armageddon er þetta ennþá möguleiki, og með því skemmtilegra sem maður gerir þökk sé áhugaverðum vopnum eins og svartholsbyssu, segulriffli og regnboga-sýru-prumpandi einhyrningi. En núna fá menn einnig tækifæri til að taka til eftir sig með Nano Forge-græjunni. Nano Forge endurbyggir það sem maður eyðileggur og opnar þannig fyrir nýja spilunartaktík. Séu menn við dauðans dyr og óvinir sækja hart að þeim er sáraeinfalt að sprengja gat á stóra kassa, hlaupa inn í þá og nota svo Nano Forge til að loka sig inni. Þar geta menn sleikt sárin í smá stund áður en menn brjótast út til að berja á óvininum. Það er líklegt að þeir sem spiluðu forvera leiksins, Red Faction: Guerilla, fái nett sjokk þegar þeir spila Aramgeddon þar sem gerð er ein gríðarstór breyting á milli leikja. Guerrilla bauð leikmönnum upp á nær ótakmarkað frelsi til að ferðast um gríðarstórt landsvæði, aka alls konar farartækjum og eyðileggja nánast allt sem þeir sáu. Armageddon útrýmir nær öllu frelsi og setur alla framvindu leiksins í mjög fastar skorður. Einnig er takmarkað hversu mikið menn geta nýtt sér farartæki við eyðilegginguna, en þegar menn komast í, til dæmis, hálfgerðan kóngulóarskriðdreka, þá er það einstaklega hressandi. Red Faction: Armageddon gerir margt rétt en það er vissulega skref niður á við að hafa ekki það frelsi sem sá síðasti bauð upp á. Þegar maður er gripinn óstjórnlegri þörf til að vafra um og eyðileggja allt sem fyrir augu ber, með fyrrnefndum regnboga-sýru-prumpandi einhyrningi, er það hrikalegt að vera nánast þvingaður áfram í gegnum söguþráð leiksins. Á margan hátt er Armageddon betri leikur en Guerilla, en þegar menn hafa áður kynnst frelsinu til að vafra um sléttur Mars er erfitt að sætta sig við að hírast í þröngum göngum neðanjarðar. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Red Faction: Armageddon er nýjasta útspilið í hinni áratuga gömlu Red Faction-seríu. Sögusviðið er plánetan Mars árið 2170 þar sem mannkynið býr í iðrum plánetunnar vegna mengaðs andrúmslofts. Til þess að skemma sem minnst söguþráð leiksins, sem er alveg sæmilegur, skal bara látið nægja að segja að aðalhetjan er göbbuð til að sleppa lausri plágu sem hefur legið í dvala og þá fer bókstaflega allt til fjandans. Það er svo í verkahring hetjunnar að redda málunum. Trompið hjá Red Faction-seríunni hefur alltaf verið eyðilegging. Leikmenn hafa, með fjölbreyttu úrvali vopna, möguleikann á að eyðileggja flest allar byggingar og hluti sem fyrirfinnast í leiknum. Í Armageddon er þetta ennþá möguleiki, og með því skemmtilegra sem maður gerir þökk sé áhugaverðum vopnum eins og svartholsbyssu, segulriffli og regnboga-sýru-prumpandi einhyrningi. En núna fá menn einnig tækifæri til að taka til eftir sig með Nano Forge-græjunni. Nano Forge endurbyggir það sem maður eyðileggur og opnar þannig fyrir nýja spilunartaktík. Séu menn við dauðans dyr og óvinir sækja hart að þeim er sáraeinfalt að sprengja gat á stóra kassa, hlaupa inn í þá og nota svo Nano Forge til að loka sig inni. Þar geta menn sleikt sárin í smá stund áður en menn brjótast út til að berja á óvininum. Það er líklegt að þeir sem spiluðu forvera leiksins, Red Faction: Guerilla, fái nett sjokk þegar þeir spila Aramgeddon þar sem gerð er ein gríðarstór breyting á milli leikja. Guerrilla bauð leikmönnum upp á nær ótakmarkað frelsi til að ferðast um gríðarstórt landsvæði, aka alls konar farartækjum og eyðileggja nánast allt sem þeir sáu. Armageddon útrýmir nær öllu frelsi og setur alla framvindu leiksins í mjög fastar skorður. Einnig er takmarkað hversu mikið menn geta nýtt sér farartæki við eyðilegginguna, en þegar menn komast í, til dæmis, hálfgerðan kóngulóarskriðdreka, þá er það einstaklega hressandi. Red Faction: Armageddon gerir margt rétt en það er vissulega skref niður á við að hafa ekki það frelsi sem sá síðasti bauð upp á. Þegar maður er gripinn óstjórnlegri þörf til að vafra um og eyðileggja allt sem fyrir augu ber, með fyrrnefndum regnboga-sýru-prumpandi einhyrningi, er það hrikalegt að vera nánast þvingaður áfram í gegnum söguþráð leiksins. Á margan hátt er Armageddon betri leikur en Guerilla, en þegar menn hafa áður kynnst frelsinu til að vafra um sléttur Mars er erfitt að sætta sig við að hírast í þröngum göngum neðanjarðar.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira