Amy Winehouse ýtti Bubba út í sálartónlist 31. júlí 2011 13:30 Bubbi Morthens segir Amy Winehouse hafa haft mikil áhrif á nýjustu plötu sína og að hún hafi sparkað honum út í sálartónlistina. Mynd/Stefán Karlsson „Amy var í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Bubbi Morthens, en eins og kunnugt er féll söngkonan Amy Winehouse frá á laugardaginn fyrir viku, en hún hafði glímt við áfengis- og eiturlyfjavanda. Bubbi segir söngkonuna hafa haft mikil áhrif á nýjustu plötu sína og segir hana jafnframt ástæðu þess að hann hóf að glíma við sálartónlistina. „Amy hafði mikil áhrif á þessa plötu. Þó svo að Otis Redding og Sam Cook séu í gríðarlegu uppáhaldi, þá má segja að Amy og platan hennar, Back to Black, hafi sparkað mér inn á það að gera soul-plötu,“ segir Bubbi, sem tekur fráfall hennar nærri sér. Hann segir að á sínum þrjátíu ára ferli hafi hann séð marga falla frá vegna áfengis- og eiturlyfjanotkunar, þar á meðal hans helstu átrúnaðargoð. „Hetjurnar mínar í rokkheiminum fóru hver á eftir annarri, Jim Morrisson, Jimi Hendrix og Janis Joplin fóru með stuttu millibili. Svona er þetta og svona verður þetta.“ Nýjasta plata Bubba, Sólskuggarnir, hefur hlotið góðar viðtökur og sala gengið vel. Þrjú lög af plötunni hafa ratað í toppsæti íslensku listanna í sumar og alls hafa sjö Bubbalög komist á toppinn á síðustu þremur árum. „Ég er mjög ánægður. Ég vissi að ég væri með sterka plötu í höndunum,“ segir Bubbi. Hann segir plötuna frábrugðnari fyrri plötum sínum, en er virkilega ánægður með afraksturinn. „Þegar við vorum búnir að setja tvö lög í fyrsta sæti á Bylgjunni, Rás 2, Tónlistanum og Lagalistanum, þá lá þetta alveg í augum uppi.“ Lagið „Úlfur, úlfur“, sem Bubbi gerði með tónlistarmanninum Berndsen, hefur vakið mikla lukku hjá landanum og er það þriðja lag Bubba sem kemst á toppinn í sumar, en hann stefnir hærra. „Ég ætla að setja fjórða lagið á toppinn líka. Ég stefni líka að því að koma fimm lögum í fyrsta sæti,“ segir Bubbi. -ka Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Amy var í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Bubbi Morthens, en eins og kunnugt er féll söngkonan Amy Winehouse frá á laugardaginn fyrir viku, en hún hafði glímt við áfengis- og eiturlyfjavanda. Bubbi segir söngkonuna hafa haft mikil áhrif á nýjustu plötu sína og segir hana jafnframt ástæðu þess að hann hóf að glíma við sálartónlistina. „Amy hafði mikil áhrif á þessa plötu. Þó svo að Otis Redding og Sam Cook séu í gríðarlegu uppáhaldi, þá má segja að Amy og platan hennar, Back to Black, hafi sparkað mér inn á það að gera soul-plötu,“ segir Bubbi, sem tekur fráfall hennar nærri sér. Hann segir að á sínum þrjátíu ára ferli hafi hann séð marga falla frá vegna áfengis- og eiturlyfjanotkunar, þar á meðal hans helstu átrúnaðargoð. „Hetjurnar mínar í rokkheiminum fóru hver á eftir annarri, Jim Morrisson, Jimi Hendrix og Janis Joplin fóru með stuttu millibili. Svona er þetta og svona verður þetta.“ Nýjasta plata Bubba, Sólskuggarnir, hefur hlotið góðar viðtökur og sala gengið vel. Þrjú lög af plötunni hafa ratað í toppsæti íslensku listanna í sumar og alls hafa sjö Bubbalög komist á toppinn á síðustu þremur árum. „Ég er mjög ánægður. Ég vissi að ég væri með sterka plötu í höndunum,“ segir Bubbi. Hann segir plötuna frábrugðnari fyrri plötum sínum, en er virkilega ánægður með afraksturinn. „Þegar við vorum búnir að setja tvö lög í fyrsta sæti á Bylgjunni, Rás 2, Tónlistanum og Lagalistanum, þá lá þetta alveg í augum uppi.“ Lagið „Úlfur, úlfur“, sem Bubbi gerði með tónlistarmanninum Berndsen, hefur vakið mikla lukku hjá landanum og er það þriðja lag Bubba sem kemst á toppinn í sumar, en hann stefnir hærra. „Ég ætla að setja fjórða lagið á toppinn líka. Ég stefni líka að því að koma fimm lögum í fyrsta sæti,“ segir Bubbi. -ka
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira