Guð er í nótt á Þingvöllum 28. júlí 2011 09:00 Sautján til átján punda lax sem Atli fékk í Svartá um miðjan júlí. „Yndislega fallegur,“ segir hann um fiskinn sem að sjálfsögðu var sleppt. Myndir/Úr einkasafni Tíu punda sjóbirtingur Grunnurinn að frábæru veiðisumri Atla Bergmann var lagður í Litluá strax í apríl. Atli Bergmann hefur í vor og sumar farið sannkölluðum hamförum á veiðislóð. Bleikja og urriði í hundruða tali auk vænna sjóbirtinga og stórlaxa eru á afrekaskránni. Atli fékk lax lífs síns í Svartá um daginn. „Ég er ekkert búinn að vera að veiða í gær eða í dag,“ tekur Atli Bergmann, auglýsingastjóri hjá Birtingi, strax fram, spurður hvort hann sé ef til vill farinn að veiða úr hófi fram. Af nógu er að taka alveg frá því í byrjun apríl þegar kemur að veiðitúrum Atla. Atli játar að hann hafi verið í óvenju miklu veiðistuði í sumar. „Þetta byrjaði bara svo skemmtilega. Ég var svo heppinn að strax í byrjun apríl fékk ég risa sjóbirtinga í Litluá. Síðan er bara allt búið að smella,“ segir hann afsakandi. Atli fer jöfnum höndum í ár og vötn. Í sumar hefur hann meðal annars farið í Þingvallavatn, Elliðavatn, Vífilsstaðavatn, Hraunsfjörð, Laugarvatn, Svartá, Korpu og Sogið. „Þetta er eins og maður sé búinn að vera æfa sig og þjálfa í mörg ár. Maður skapar sér heppni með kunnáttu, elju og viðveru,“ segir Atli sem eingöngu hefur veitt á flugu síðasta áratuginn. „Veiðin varð skemmtileg fyrir mér þegar ég ákvað fyrir tíu árum að snerta aldrei kaststöng framar. Mistök margra eru að hafa hana með í för ef það skyldi vera vont veður. Þeir finna alls konar afsakanir en stíga fyrir vikið aldrei skrefið til fulls og læra ekki á allar aðstæður.“ Ein af uppáhalds veiðiám Atla er Svartá. Þar fékk hann maríulaxinn sinn á flugu fyrir tæpum tíu árum. Atli var í Svartá um miðjan þennan mánuð. „Þar í Ármótunum fékk ég fisk lífs míns á Íslandi. Hann var sautján til átján pund og yndislega fallegur,“ lýsir Atli sem fram að því að hann setti í stórlaxinn hafði orðið fyrir góðlegu aðkasti fyrir að vera sá eini í hollinu sem ekki hafði sett í lax. Strax eftir Svartá fór Atli í Korpu. „Hún er vanmetin fluguveiðiá,“ segir Atli, sem ásamt félaga sínum náði tólf flugulöxum úr Korpu á einum degi. Fram að því höfðu aðeins veiðst fimm laxar þar á flugu. „Við fengum líka tvo stóra sjóbirtinga og misstum marga laxa. Ég mæli með því við hæfa fluguveiðimenn að prófa Korpuna.“ Í vorveiðinni á Þingvöllum fékk Atli sextán punda urriða. „Þingvellir eru stórkostlegir. Ég er búinn að ferðast víða um heim; farið í svett og hugleitt inni í píramídunum að leita að guði en hann er bara í íslenskri sumarnótt á Þingvöllum,” segir hann. Um síðustu helgi fór Atli í Alviðru í Soginu. „Fram að þeim tíma höfðu verið að tínast upp mest tveir laxar á dag á maðk og spún og svoleiðis drasl en við vorum bara með flugu og fengum átta. Það var æðislegt,“ segir hann. Aðspurður segist Atli vera búinn að veiða hundruð silunga í sumar auk tólf laxa og um tíu stóra sjóbirtinga. Hann var við opnun Veiðivatna. „Ég fór þaðan beint á ættarmót í bænum. Í lítillæti mínu og auðmýkt var ég búinn að bjóðast til að veiða í matinn. Ég var heppinn og veiddi 25 urriða og kom með meira en nóg á grillið,“ segir veiðimaðurinn sem kveðst sleppa miklu af fiski. „En ég borða líka mikið heima enda er þetta hollur og góður matur. Svo gef ég líka stórfjölskyldunni.“ Fram undan hjá Atla er meðal annars að fara Héðinsfjörð. Síðar í Gljúfurá í Borgarfirði. Og þaðan beint í Andakílsá. „Ég elska að fara svona beint á milli,“ segir Atli sem gengst við því að vera í sambúð. „Ha, ha, jú, en ég á yndislega konu. Hún hefur engan áhuga á veiði en er að búin að komast að því að ég er svo góður á milli veiðiferða. Þegar hún er kannski að horfa á Desperate Housewives þá er ég á Þingvöllum að veiða í matinn.“ gar@frettabladid.isurriði Glæsilegur 73 sentímetra urriði sem Atli fékk í Litluá. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Tíu punda sjóbirtingur Grunnurinn að frábæru veiðisumri Atla Bergmann var lagður í Litluá strax í apríl. Atli Bergmann hefur í vor og sumar farið sannkölluðum hamförum á veiðislóð. Bleikja og urriði í hundruða tali auk vænna sjóbirtinga og stórlaxa eru á afrekaskránni. Atli fékk lax lífs síns í Svartá um daginn. „Ég er ekkert búinn að vera að veiða í gær eða í dag,“ tekur Atli Bergmann, auglýsingastjóri hjá Birtingi, strax fram, spurður hvort hann sé ef til vill farinn að veiða úr hófi fram. Af nógu er að taka alveg frá því í byrjun apríl þegar kemur að veiðitúrum Atla. Atli játar að hann hafi verið í óvenju miklu veiðistuði í sumar. „Þetta byrjaði bara svo skemmtilega. Ég var svo heppinn að strax í byrjun apríl fékk ég risa sjóbirtinga í Litluá. Síðan er bara allt búið að smella,“ segir hann afsakandi. Atli fer jöfnum höndum í ár og vötn. Í sumar hefur hann meðal annars farið í Þingvallavatn, Elliðavatn, Vífilsstaðavatn, Hraunsfjörð, Laugarvatn, Svartá, Korpu og Sogið. „Þetta er eins og maður sé búinn að vera æfa sig og þjálfa í mörg ár. Maður skapar sér heppni með kunnáttu, elju og viðveru,“ segir Atli sem eingöngu hefur veitt á flugu síðasta áratuginn. „Veiðin varð skemmtileg fyrir mér þegar ég ákvað fyrir tíu árum að snerta aldrei kaststöng framar. Mistök margra eru að hafa hana með í för ef það skyldi vera vont veður. Þeir finna alls konar afsakanir en stíga fyrir vikið aldrei skrefið til fulls og læra ekki á allar aðstæður.“ Ein af uppáhalds veiðiám Atla er Svartá. Þar fékk hann maríulaxinn sinn á flugu fyrir tæpum tíu árum. Atli var í Svartá um miðjan þennan mánuð. „Þar í Ármótunum fékk ég fisk lífs míns á Íslandi. Hann var sautján til átján pund og yndislega fallegur,“ lýsir Atli sem fram að því að hann setti í stórlaxinn hafði orðið fyrir góðlegu aðkasti fyrir að vera sá eini í hollinu sem ekki hafði sett í lax. Strax eftir Svartá fór Atli í Korpu. „Hún er vanmetin fluguveiðiá,“ segir Atli, sem ásamt félaga sínum náði tólf flugulöxum úr Korpu á einum degi. Fram að því höfðu aðeins veiðst fimm laxar þar á flugu. „Við fengum líka tvo stóra sjóbirtinga og misstum marga laxa. Ég mæli með því við hæfa fluguveiðimenn að prófa Korpuna.“ Í vorveiðinni á Þingvöllum fékk Atli sextán punda urriða. „Þingvellir eru stórkostlegir. Ég er búinn að ferðast víða um heim; farið í svett og hugleitt inni í píramídunum að leita að guði en hann er bara í íslenskri sumarnótt á Þingvöllum,” segir hann. Um síðustu helgi fór Atli í Alviðru í Soginu. „Fram að þeim tíma höfðu verið að tínast upp mest tveir laxar á dag á maðk og spún og svoleiðis drasl en við vorum bara með flugu og fengum átta. Það var æðislegt,“ segir hann. Aðspurður segist Atli vera búinn að veiða hundruð silunga í sumar auk tólf laxa og um tíu stóra sjóbirtinga. Hann var við opnun Veiðivatna. „Ég fór þaðan beint á ættarmót í bænum. Í lítillæti mínu og auðmýkt var ég búinn að bjóðast til að veiða í matinn. Ég var heppinn og veiddi 25 urriða og kom með meira en nóg á grillið,“ segir veiðimaðurinn sem kveðst sleppa miklu af fiski. „En ég borða líka mikið heima enda er þetta hollur og góður matur. Svo gef ég líka stórfjölskyldunni.“ Fram undan hjá Atla er meðal annars að fara Héðinsfjörð. Síðar í Gljúfurá í Borgarfirði. Og þaðan beint í Andakílsá. „Ég elska að fara svona beint á milli,“ segir Atli sem gengst við því að vera í sambúð. „Ha, ha, jú, en ég á yndislega konu. Hún hefur engan áhuga á veiði en er að búin að komast að því að ég er svo góður á milli veiðiferða. Þegar hún er kannski að horfa á Desperate Housewives þá er ég á Þingvöllum að veiða í matinn.“ gar@frettabladid.isurriði Glæsilegur 73 sentímetra urriði sem Atli fékk í Litluá.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði