Ný heimsmynd á Norðurlöndum Steinunn Stefánsdóttir skrifar 23. júlí 2011 06:00 Hryðjuverkin sem framin voru í og fyrir utan Ósló í gær hafa varanlega áhrif á heimsmynd okkar Norðurlandabúa. Stórsprenging í miðborginni kostaði að minnsta kosti sjö mannslíf og í kjölfarið var gerð skotárás sem grandaði að minnsta kosti tíu manns. Víst er að tala fallinna eftir árásirnar tvær á eftir að hækka því talsvert margir eru slasaðir og ófundnir eftir ódæðisverkin. Ekki er ljóst hver ber ábyrgð á ódæðunum sem framin voru í Ósló í gær og í gærkvöld var ekki álitið að alþjóðleg hryðjuverkasamtök stæðu á bak við þau. Engu að síður er um hryðjuverk að ræða vegna þess að ljóst er að ódæðin eru af pólitískum toga. Þau beindust að stjórnsýslunni og stærsta stjórnmálaflokki landsins. „Þetta mun sennilega breyta þeirri sýn sem við Norðmenn höfum haft á heiminn,“ sagði ungur norskur háskólanemi við fréttaritara Fréttablaðsins í gær. Það eru orð að sönnu og líklega mun árásin ekki bara breyta sýn Norðmanna á heiminn heldur sýn allra Norðurlandabúa enda er hér um að ræða alvarlegasta tilræði sem átt hefur sér stað ekki bara í Noregi heldur á Norðurlöndunum öllum síðan í síðari heimsstyrjöld. Hryðjuverkaárásin kemur illa við okkur Íslendinga. Með henni er gengið nær okkur en með nokkurri hryðjuverkaárás sem áður hefur verið gerð vegna þess að um er að ræða vinaþjóð og eina af okkar næstu nágrannaþjóðum. Tilræðið í Noregi hefur líka bein áhrif hér á landi því ríkislögreglustjóri jók í gær viðbúnað sinn enda er hjá embættinu unnið eftir ákveðnum áætlunum sem fara af stað þegar atburðir líkir þeim sem áttu sér stað í Noregi í gær verða. Hugurinn er nú með þeim sem fyrir árásinni urðu, látnum og slösuðum og aðstandendum þeirra. Hann er líka með norsku þjóðinni allri því hryðjuverkin sem framin voru í gær eru árás á þjóðina alla. Efst í huga nú er að bjarga þeim mannslífum sem bjargað verður og lækna og líkna slösuðum eftir föngum. Samhliða verða þræðirnir frá manninum sem náðist í gær raktir og ódæðismennirnir fundnir og dregnir til ábyrgðar. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, lagði í máli sínu í gærkvöld áherslu á að brugðist yrði við hryðjuverkunum með ábyrgum og afdráttarlausum hætti en ódæðismönnunum um leið gert skiljanlegt að norska þjóðin léti ekki kúga sig með hryðjuverkum. Þetta er mikilvægur boðskapur því um leið og horfst er í augu við þá ógn sem stafar af hryðjuverkum og reynt að verjast henni með markvissum hætti er mikilvægt að borgarar og yfirvöld í lýðræðisríkjum láti ekki ógnina buga sig og beygja. Ef það tekst þá ná ódæðismennirnir fram ætlunarverki sínu. Það má aldrei gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Hryðjuverkin sem framin voru í og fyrir utan Ósló í gær hafa varanlega áhrif á heimsmynd okkar Norðurlandabúa. Stórsprenging í miðborginni kostaði að minnsta kosti sjö mannslíf og í kjölfarið var gerð skotárás sem grandaði að minnsta kosti tíu manns. Víst er að tala fallinna eftir árásirnar tvær á eftir að hækka því talsvert margir eru slasaðir og ófundnir eftir ódæðisverkin. Ekki er ljóst hver ber ábyrgð á ódæðunum sem framin voru í Ósló í gær og í gærkvöld var ekki álitið að alþjóðleg hryðjuverkasamtök stæðu á bak við þau. Engu að síður er um hryðjuverk að ræða vegna þess að ljóst er að ódæðin eru af pólitískum toga. Þau beindust að stjórnsýslunni og stærsta stjórnmálaflokki landsins. „Þetta mun sennilega breyta þeirri sýn sem við Norðmenn höfum haft á heiminn,“ sagði ungur norskur háskólanemi við fréttaritara Fréttablaðsins í gær. Það eru orð að sönnu og líklega mun árásin ekki bara breyta sýn Norðmanna á heiminn heldur sýn allra Norðurlandabúa enda er hér um að ræða alvarlegasta tilræði sem átt hefur sér stað ekki bara í Noregi heldur á Norðurlöndunum öllum síðan í síðari heimsstyrjöld. Hryðjuverkaárásin kemur illa við okkur Íslendinga. Með henni er gengið nær okkur en með nokkurri hryðjuverkaárás sem áður hefur verið gerð vegna þess að um er að ræða vinaþjóð og eina af okkar næstu nágrannaþjóðum. Tilræðið í Noregi hefur líka bein áhrif hér á landi því ríkislögreglustjóri jók í gær viðbúnað sinn enda er hjá embættinu unnið eftir ákveðnum áætlunum sem fara af stað þegar atburðir líkir þeim sem áttu sér stað í Noregi í gær verða. Hugurinn er nú með þeim sem fyrir árásinni urðu, látnum og slösuðum og aðstandendum þeirra. Hann er líka með norsku þjóðinni allri því hryðjuverkin sem framin voru í gær eru árás á þjóðina alla. Efst í huga nú er að bjarga þeim mannslífum sem bjargað verður og lækna og líkna slösuðum eftir föngum. Samhliða verða þræðirnir frá manninum sem náðist í gær raktir og ódæðismennirnir fundnir og dregnir til ábyrgðar. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, lagði í máli sínu í gærkvöld áherslu á að brugðist yrði við hryðjuverkunum með ábyrgum og afdráttarlausum hætti en ódæðismönnunum um leið gert skiljanlegt að norska þjóðin léti ekki kúga sig með hryðjuverkum. Þetta er mikilvægur boðskapur því um leið og horfst er í augu við þá ógn sem stafar af hryðjuverkum og reynt að verjast henni með markvissum hætti er mikilvægt að borgarar og yfirvöld í lýðræðisríkjum láti ekki ógnina buga sig og beygja. Ef það tekst þá ná ódæðismennirnir fram ætlunarverki sínu. Það má aldrei gerast.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun