Ég man þig, mun þú mig Sara McMahon skrifar 21. júlí 2011 09:30 Það er svolítið skrýtið með minningar manns stundum. Ég tel mig hafa nokkuð gott minni, bæði skammtíma- og langtímaminni, en stundum hef ég komist að því að það sem ég man á lítið skylt við raunveruleikann. Eitt slíkt tilfelli kom upp er ég var stödd heima hjá mömmu minni yfir Goslokahátíðina í Vestmannaeyjum. Ég sat og minntist bílferða fjölskyldunnar út á land og rifjaði upp ýmsa leiki sem við systkinin fórum í til að drepa tímann. Við fórum í I spy with my little eye, Hver er maðurinn, Trivial sem pabbi leikstýrði oftast og svo heimatilbúna leikinn Alvöru eða plat – þá sungum við systurnar til skiptis brot úr lagi og átti hin að giska hvort lagið væri frumsamið eða ekta. Í minningunni voru bílferðirnar að mestu átakalausar og oftast nokkuð skemmtilegar, allt þar til mamma mótmælti hástöfum. Samkvæmt henni voru bílferðirnar út á land hrein martröð. Við systkinin skiptumst á að rífast hvert við annað, pota, slá og klaga allt þar til við komumst á leiðarenda. Stundum gerðum við þó stutt vopnahlé og þá var gripið til ofantalinna leikja. Ég hef sem sagt ómeðvitað kosið að muna aðeins góðu stundirnar. Annað dæmi um slíkan minnisbrest eru ævintýraferðir okkar systranna. Þegar ég var barn þótti mér fátt skemmtilegra en að týna áttum og reyna svo að finna aftur leiðina heim. Systir mín viðurkenndi nýverið að hún hefði fyllst ónotatilfinningu í hvert sinn sem haldið var í slíkar ferðir á meðan ég fagnaði því að vita ekkert hvar við vorum staddar þá stundina. Í minningunni hafði hún aftur á móti þokkalega gaman af þessum leiðöngrum okkar. Um síðustu helgi sótti ég afmælisveislu bróður míns og kynnti hann mig fyrir vinum sínum. Enn og aftur þurfti ég að horfast í augu við þá bláköldu staðreynd að minni mitt er ekki eins gott og það var. Kynningar bróður míns voru flestar á þessa leið; "Hann bjó í númer 9, í íbúðinni fyrir neðan gömlu konuna með hundinn. Systir hans er ljóshærð og þremur árum eldri en þú." Allt þetta man bróðir minn en sama hvernig ég reyndi þá gat ég ekki kallað fram neitt af þessu. Ætli ég verði því ekki að sætta mig við að minni mitt er tekið að bresta og þó ég haldi að ég muni enn allt satt og rétt þá er staðreyndin önnur. Svona, krakkar mínir, er það að eldast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Það er svolítið skrýtið með minningar manns stundum. Ég tel mig hafa nokkuð gott minni, bæði skammtíma- og langtímaminni, en stundum hef ég komist að því að það sem ég man á lítið skylt við raunveruleikann. Eitt slíkt tilfelli kom upp er ég var stödd heima hjá mömmu minni yfir Goslokahátíðina í Vestmannaeyjum. Ég sat og minntist bílferða fjölskyldunnar út á land og rifjaði upp ýmsa leiki sem við systkinin fórum í til að drepa tímann. Við fórum í I spy with my little eye, Hver er maðurinn, Trivial sem pabbi leikstýrði oftast og svo heimatilbúna leikinn Alvöru eða plat – þá sungum við systurnar til skiptis brot úr lagi og átti hin að giska hvort lagið væri frumsamið eða ekta. Í minningunni voru bílferðirnar að mestu átakalausar og oftast nokkuð skemmtilegar, allt þar til mamma mótmælti hástöfum. Samkvæmt henni voru bílferðirnar út á land hrein martröð. Við systkinin skiptumst á að rífast hvert við annað, pota, slá og klaga allt þar til við komumst á leiðarenda. Stundum gerðum við þó stutt vopnahlé og þá var gripið til ofantalinna leikja. Ég hef sem sagt ómeðvitað kosið að muna aðeins góðu stundirnar. Annað dæmi um slíkan minnisbrest eru ævintýraferðir okkar systranna. Þegar ég var barn þótti mér fátt skemmtilegra en að týna áttum og reyna svo að finna aftur leiðina heim. Systir mín viðurkenndi nýverið að hún hefði fyllst ónotatilfinningu í hvert sinn sem haldið var í slíkar ferðir á meðan ég fagnaði því að vita ekkert hvar við vorum staddar þá stundina. Í minningunni hafði hún aftur á móti þokkalega gaman af þessum leiðöngrum okkar. Um síðustu helgi sótti ég afmælisveislu bróður míns og kynnti hann mig fyrir vinum sínum. Enn og aftur þurfti ég að horfast í augu við þá bláköldu staðreynd að minni mitt er ekki eins gott og það var. Kynningar bróður míns voru flestar á þessa leið; "Hann bjó í númer 9, í íbúðinni fyrir neðan gömlu konuna með hundinn. Systir hans er ljóshærð og þremur árum eldri en þú." Allt þetta man bróðir minn en sama hvernig ég reyndi þá gat ég ekki kallað fram neitt af þessu. Ætli ég verði því ekki að sætta mig við að minni mitt er tekið að bresta og þó ég haldi að ég muni enn allt satt og rétt þá er staðreyndin önnur. Svona, krakkar mínir, er það að eldast.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun