Deilan um „óreiðumannastefnuna“ Þorsteinn Pálsson skrifar 2. júlí 2011 07:00 Lítið jafnvægi er í Evrópusambandsumræðunni. Aðildarandstaðan hefur skýrt markmið og lýtur sterkri pólitískri forystu sem hefur verið miklu fyrirferðarmeiri en ríkisstjórnin. Aðild er á hinn bóginn ekki markmið ríkisstjórnarinnar. Hún ber aðeins embættislega ábyrgð á að framkvæma ákvörðun Alþingis um aðildarviðræður sem samþykkt var án sameiginlegs skilnings um markmið. Innan ríkisstjórnarinnar er aukheldur alvarlegur ágreiningur um hvernig staðið skuli að viðræðunum. Fyrir þá sök er enginn í stöðu til að taka pólitíska forystu í málinu á breiðum grundvelli. Þörfin fyrir hana er þó augljós. Þrátt fyrir þetta vill Alþingi og nærri helmingur þjóðarinnar halda viðræðunum áfram og meirihluti nei-hliðarinnar í skoðanakönnunum hefur heldur minnkað. Þetta vekur spurninguna: Hvers vegna hefur aðildarandstæðingum ekki tekist að nýta þessa stöðu til að ná meiri árangri? Svarið gæti legið í því að röksemdafærsla þeirra þyki rista grunnt. Öll flókin mál þarf vissulega að setja í einfaldan búning fyrir almenna umræðu. Mestu máli skiptir hins vegar að einföldunin sé í jarðsambandi við veruleikann. Einföldun Evrópuandstæðinga er þessi: Ísland valdi eitt ríkja rétta leið með því að hafna alfarið að ábyrgjast skuldir óreiðumanna og hefur hagnýtt sér óskoraðan fullveldisrétt yfir eigin gjaldmiðli til að efla útflutning. Leið Evrópusambandsins er að þvinga þjóðir til að ábyrgjast skuldir óreiðumanna og hefta útflutningsvöxt með sameiginlegum gjaldmiðli. Í þessum búningi veltur aðildarspurningin fyrst og fremst á afstöðu til óreiðumanna og krónunnar.Jarðsambandið við veruleikann Þá má spyrja: Eru þessar einföldu fullyrðingar í einhverju jarðsambandi við veruleikann? Í nýrri skýrslu OECD kemur fram að Írar gengu langsamlega lengst allra þjóða í að ábyrgjast skuldbindingar banka. Ísland er í öðru sæti á þeim lista en ekki utan hans. Ákvarðanir Íra voru teknar áður en ESB og AGS gátu sett skilyrði fyrir aðstoð sem kom síðar til. Ákvarðanir Íslands voru teknar bæði í tíð fyrri ríkisstjórnar og þeirrar núverandi og eins í tíð fyrri og núverandi yfirstjórnar Seðlabankans. Stærsta einstaka ábyrgð íslenskra skattborgara samkvæmt mati OECD var vegna svokallaðra ástarbréfa Seðlabankans. Sú fyrirgreiðsla var veitt stóru bönkunum eftir að seðlabankastjórnin hafði að eigin sögn varað ríkisstjórnina við að ekki væri unnt að bjarga þeim frá falli. Seðlabankastjórnin ver sig með því að þetta var nákvæmlega það sama og aðrir seðlabankar í Evrópu voru að gera. Það er satt og rétt. Nokkru fyrir fall bankanna þrýsti Seðlabankinn á ríkisstjórnina að yfirtaka ábyrgð á öllum skuldum Glitnis með nýju hlutafé frá skattborgurunum. Sú aðgerð mistókst illilega. En bankastjórnin ver sig með því að seðlabankar og ríkisstjórnir í öðrum Evrópuríkjum voru í óða önn að gera það sama. Það er líka satt og rétt.Eðlisþyngd nýju fata keisarans Þáverandi bankastjórn Seðlabankans og fyrrverandi fjármálaráðherra sömdu um lánafyrirgreiðslu frá AGS, nokkrum ESB-ríkjum og Noregi með mjög ströngum skilyrðum um aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum og peningamálum. Þetta var í eðli sínu sams konar aðstoð og Grikkland og Írland fá nú frá ESB og AGS og með sams konar skilyrðum nema að þar eru engin gjaldeyrishöft í spilunum. Fyrir hrun krónunnar var bankastjórn Seðlabankans ekki í færum um að nýta fullveldisréttinn yfir krónunni í þágu útflutningsgreinanna. Ástæðan var fyrst og fremst sú að á alþjóðlega opnum fjármálamarkaði eru aðrir kraftar sterkari. Af sömu ástæðu gat bankastjórnin ekki komið í veg fyrir hrun krónunnar með þeim afleiðingum sem allir þekkja fyrir efnahag fyrirtækja og heimila. Utan sem innan ESB eru þjóðir einfaldlega hver annarri háðar í peningamálum. Falli evran fellur krónan. Eftir hrun er meiri útflutningshagvöxtur á Írlandi með evru en á Íslandi með sjálfstæða krónu. Samkeppnisvandi Grikkja stafar meir af skipulagsbrestum í ríkisrekstri og atvinnulífi en of háum launum sem lækka þyrfti með gengisfellingu. Þegar öllu er á botninn hvolft hafa Ísland og þau ríki ESB, sem lent hafa í mestum erfiðleikum, ekki farið svo ólíkar leiðir. Og bæði hér og þar er óvissa um árangur þó að Grikkir standi sennilega verst að vígi. Þessar staðreyndir eru ekki nýjar af nálinni. Þær blasa við hverjum sem fylgist með helstu fréttum. Einmitt þess vegna virðist röksemdafærsla aðildarandstæðinga virka á marga eins og hún hafi sömu eðlisþyngd og nýju fötin keisarans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Lítið jafnvægi er í Evrópusambandsumræðunni. Aðildarandstaðan hefur skýrt markmið og lýtur sterkri pólitískri forystu sem hefur verið miklu fyrirferðarmeiri en ríkisstjórnin. Aðild er á hinn bóginn ekki markmið ríkisstjórnarinnar. Hún ber aðeins embættislega ábyrgð á að framkvæma ákvörðun Alþingis um aðildarviðræður sem samþykkt var án sameiginlegs skilnings um markmið. Innan ríkisstjórnarinnar er aukheldur alvarlegur ágreiningur um hvernig staðið skuli að viðræðunum. Fyrir þá sök er enginn í stöðu til að taka pólitíska forystu í málinu á breiðum grundvelli. Þörfin fyrir hana er þó augljós. Þrátt fyrir þetta vill Alþingi og nærri helmingur þjóðarinnar halda viðræðunum áfram og meirihluti nei-hliðarinnar í skoðanakönnunum hefur heldur minnkað. Þetta vekur spurninguna: Hvers vegna hefur aðildarandstæðingum ekki tekist að nýta þessa stöðu til að ná meiri árangri? Svarið gæti legið í því að röksemdafærsla þeirra þyki rista grunnt. Öll flókin mál þarf vissulega að setja í einfaldan búning fyrir almenna umræðu. Mestu máli skiptir hins vegar að einföldunin sé í jarðsambandi við veruleikann. Einföldun Evrópuandstæðinga er þessi: Ísland valdi eitt ríkja rétta leið með því að hafna alfarið að ábyrgjast skuldir óreiðumanna og hefur hagnýtt sér óskoraðan fullveldisrétt yfir eigin gjaldmiðli til að efla útflutning. Leið Evrópusambandsins er að þvinga þjóðir til að ábyrgjast skuldir óreiðumanna og hefta útflutningsvöxt með sameiginlegum gjaldmiðli. Í þessum búningi veltur aðildarspurningin fyrst og fremst á afstöðu til óreiðumanna og krónunnar.Jarðsambandið við veruleikann Þá má spyrja: Eru þessar einföldu fullyrðingar í einhverju jarðsambandi við veruleikann? Í nýrri skýrslu OECD kemur fram að Írar gengu langsamlega lengst allra þjóða í að ábyrgjast skuldbindingar banka. Ísland er í öðru sæti á þeim lista en ekki utan hans. Ákvarðanir Íra voru teknar áður en ESB og AGS gátu sett skilyrði fyrir aðstoð sem kom síðar til. Ákvarðanir Íslands voru teknar bæði í tíð fyrri ríkisstjórnar og þeirrar núverandi og eins í tíð fyrri og núverandi yfirstjórnar Seðlabankans. Stærsta einstaka ábyrgð íslenskra skattborgara samkvæmt mati OECD var vegna svokallaðra ástarbréfa Seðlabankans. Sú fyrirgreiðsla var veitt stóru bönkunum eftir að seðlabankastjórnin hafði að eigin sögn varað ríkisstjórnina við að ekki væri unnt að bjarga þeim frá falli. Seðlabankastjórnin ver sig með því að þetta var nákvæmlega það sama og aðrir seðlabankar í Evrópu voru að gera. Það er satt og rétt. Nokkru fyrir fall bankanna þrýsti Seðlabankinn á ríkisstjórnina að yfirtaka ábyrgð á öllum skuldum Glitnis með nýju hlutafé frá skattborgurunum. Sú aðgerð mistókst illilega. En bankastjórnin ver sig með því að seðlabankar og ríkisstjórnir í öðrum Evrópuríkjum voru í óða önn að gera það sama. Það er líka satt og rétt.Eðlisþyngd nýju fata keisarans Þáverandi bankastjórn Seðlabankans og fyrrverandi fjármálaráðherra sömdu um lánafyrirgreiðslu frá AGS, nokkrum ESB-ríkjum og Noregi með mjög ströngum skilyrðum um aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum og peningamálum. Þetta var í eðli sínu sams konar aðstoð og Grikkland og Írland fá nú frá ESB og AGS og með sams konar skilyrðum nema að þar eru engin gjaldeyrishöft í spilunum. Fyrir hrun krónunnar var bankastjórn Seðlabankans ekki í færum um að nýta fullveldisréttinn yfir krónunni í þágu útflutningsgreinanna. Ástæðan var fyrst og fremst sú að á alþjóðlega opnum fjármálamarkaði eru aðrir kraftar sterkari. Af sömu ástæðu gat bankastjórnin ekki komið í veg fyrir hrun krónunnar með þeim afleiðingum sem allir þekkja fyrir efnahag fyrirtækja og heimila. Utan sem innan ESB eru þjóðir einfaldlega hver annarri háðar í peningamálum. Falli evran fellur krónan. Eftir hrun er meiri útflutningshagvöxtur á Írlandi með evru en á Íslandi með sjálfstæða krónu. Samkeppnisvandi Grikkja stafar meir af skipulagsbrestum í ríkisrekstri og atvinnulífi en of háum launum sem lækka þyrfti með gengisfellingu. Þegar öllu er á botninn hvolft hafa Ísland og þau ríki ESB, sem lent hafa í mestum erfiðleikum, ekki farið svo ólíkar leiðir. Og bæði hér og þar er óvissa um árangur þó að Grikkir standi sennilega verst að vígi. Þessar staðreyndir eru ekki nýjar af nálinni. Þær blasa við hverjum sem fylgist með helstu fréttum. Einmitt þess vegna virðist röksemdafærsla aðildarandstæðinga virka á marga eins og hún hafi sömu eðlisþyngd og nýju fötin keisarans.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun