Aðskiljum til jöfnuðar 21. júní 2011 06:00 Það er kannski eins og að sparka í liggjandi trúarsöfnuð að ætla að tjá sig um málefni þjóðkirkjunnar nú um stundir. Hins vegar er erfitt að láta undir hælinn leggjast að velta fyrir sér málefnum þeirrar stofnunar nú um stundir. Látum vera hennar innri málefni, sem mér sem utan hennar stendur ættu ekki að koma við. Um þau mega innanbúðarmenn véla að vild. Verra þykir mér þegar þeir gera það á launum frá mér og hvorki ég, né þeir fulltrúar sem ég kýs til að hafa áhrif fyrir mína hönd, fá um það ráðið. mönnum kann að þykja ýmislegt um þjóðkirkjuna. Einhverjum getur þótt vænt um hana að gömlum sið, hún og landsmenn hafi eitt sinn verið tengd órjúfanlegum böndum og því sé erfitt að ætla að slíta þau. Hefðin getur verið rík og það getur í ýmsum tilfellum verið hið besta mál. En hefðin getur líka verið helsi og þá er kominn tími til að breyta til. hvað sem krúttlegum fjölskyldustundum um jól og páska kann að líða þá er nákvæmlega ekkert eðlilegt við það að einn trúarsöfnuður njóti réttinda umfram aðra hér í landi. Trúfrelsi á að vera tryggt og frelsi á að virka á báða vegu, bæði gagnvart stofnunum og einstaklingum. Frelsi annars á heldur ekki að ganga á rétt hins. Þess vegna er ekki nema ósköp eðlilegt að slitið sé á formleg tengsl ríkis og kirkju; að allir trúarsöfnuðir landsins sitji við sama borð. Eitt sinn var hér einungis ein trú og ein kirkja. Hún var samofin öllu þjóðlífinu og ævi fólks var vörðuð athöfnum henni tengdum. Mikilvægt var að skíra börn sem fyrst, voðinn var vís gæfu þau upp öndina áður en það náðist. Fundin var upp sérstök leið til að skíra án atbeina presta, skemmri skírn, til að forðast það. Fermingin táknaði fullorðinsárin, brúðkaupið fór fram innan vébanda kirkjunnar og þegar kom að því að þú geispaðir golunni var það kirkjan sem sá um að koma þér í vígða mold og hleypa sálu þinni í æðri víddir. Að því er talið var. Þessi tími er hins vegar löngu liðinn. Trúarbrögðin eru orðin mýmörg, kirkjurnar og söfnuðirnir fjölbreyttir. Einn trúir á þetta, annar á hitt, og það er hið besta mál. Einsleitni er ekki einungis leiðinleg, hún er girðing fyrir þá sem ekki falla inn í hana. Vel má vera að aðskilnaður ríkis og kirkju gjörbreyti trúarlífi hér á landi. Verði þá svo. Það þýðir einfaldlega að það trúarlíf sem nú er við lýði er tengt við ríkisstyrkta öndunarvél sem ég og þú og allir aðrir skattgreiðendur borga. aðskiljum ríki og kirkjum, sitjum öll við sama borð; á hvað sem við trúum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Það er kannski eins og að sparka í liggjandi trúarsöfnuð að ætla að tjá sig um málefni þjóðkirkjunnar nú um stundir. Hins vegar er erfitt að láta undir hælinn leggjast að velta fyrir sér málefnum þeirrar stofnunar nú um stundir. Látum vera hennar innri málefni, sem mér sem utan hennar stendur ættu ekki að koma við. Um þau mega innanbúðarmenn véla að vild. Verra þykir mér þegar þeir gera það á launum frá mér og hvorki ég, né þeir fulltrúar sem ég kýs til að hafa áhrif fyrir mína hönd, fá um það ráðið. mönnum kann að þykja ýmislegt um þjóðkirkjuna. Einhverjum getur þótt vænt um hana að gömlum sið, hún og landsmenn hafi eitt sinn verið tengd órjúfanlegum böndum og því sé erfitt að ætla að slíta þau. Hefðin getur verið rík og það getur í ýmsum tilfellum verið hið besta mál. En hefðin getur líka verið helsi og þá er kominn tími til að breyta til. hvað sem krúttlegum fjölskyldustundum um jól og páska kann að líða þá er nákvæmlega ekkert eðlilegt við það að einn trúarsöfnuður njóti réttinda umfram aðra hér í landi. Trúfrelsi á að vera tryggt og frelsi á að virka á báða vegu, bæði gagnvart stofnunum og einstaklingum. Frelsi annars á heldur ekki að ganga á rétt hins. Þess vegna er ekki nema ósköp eðlilegt að slitið sé á formleg tengsl ríkis og kirkju; að allir trúarsöfnuðir landsins sitji við sama borð. Eitt sinn var hér einungis ein trú og ein kirkja. Hún var samofin öllu þjóðlífinu og ævi fólks var vörðuð athöfnum henni tengdum. Mikilvægt var að skíra börn sem fyrst, voðinn var vís gæfu þau upp öndina áður en það náðist. Fundin var upp sérstök leið til að skíra án atbeina presta, skemmri skírn, til að forðast það. Fermingin táknaði fullorðinsárin, brúðkaupið fór fram innan vébanda kirkjunnar og þegar kom að því að þú geispaðir golunni var það kirkjan sem sá um að koma þér í vígða mold og hleypa sálu þinni í æðri víddir. Að því er talið var. Þessi tími er hins vegar löngu liðinn. Trúarbrögðin eru orðin mýmörg, kirkjurnar og söfnuðirnir fjölbreyttir. Einn trúir á þetta, annar á hitt, og það er hið besta mál. Einsleitni er ekki einungis leiðinleg, hún er girðing fyrir þá sem ekki falla inn í hana. Vel má vera að aðskilnaður ríkis og kirkju gjörbreyti trúarlífi hér á landi. Verði þá svo. Það þýðir einfaldlega að það trúarlíf sem nú er við lýði er tengt við ríkisstyrkta öndunarvél sem ég og þú og allir aðrir skattgreiðendur borga. aðskiljum ríki og kirkjum, sitjum öll við sama borð; á hvað sem við trúum.