Tíska og hönnun

Gamlir gimsteinar í Nostalgíu

Gamalt og gott frá Pucci.
Gamalt og gott frá Pucci.
Verslunin Nostalgía við Laugaveg hefur fyrst verslana tekið til sölu „vintage" hönnunarflíkur og geta tískuunnendur nú fest kaup á kjólum frá Pucci og Yves Saint Laurent, skóm frá Prada, tösku frá Moschino og ýmsu öðru girnilegu.

Nostalgía er eina verslunin á landinu sem býður upp á gamlar hönnunarflíkur og að sögn Dagnýjar Berglindar Gísladóttur, verslunarstjóra Nostalgíu, hafa starfsstúlkurnar safnað saman þessum flíkum í einhvern tíma.

„Það er erfitt að komast yfir svona sérstakar flíkur og við höfum safnað þessum í einhvern tíma núna. Við vitum að það leynast nokkrar svona flíkur með næstu sendingu sem við fáum þannig að við ætlum að reyna að halda áfram að bjóða upp á vandaðar hönnunarflíkur í versluninni."

Dagný segir móttökurnar hafa verið góðar og að fjöldi viðskiptavina hafi tjáð þeim ánægju sína með þessa nýjung. -sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.