Risavaxnir Eagles-tónleikar 1. júní 2011 12:00 Eagles-menn eru ansi stórir í sniðum. Þeir ætla að bjóða upp á sölubása með varningi frá sér, en alls munu tæplega 400 starfsmenn koma að tónleikunum í næstu viku. Eagles-tónleikarnir í næstu viku munu sennilega brjóta blað í íslenskri tónleikasögu, því sjaldan eða aldrei hafa fleiri komið að einum tónleikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða starfsmennirnir þegar mest lætur tæplega fjögur hundruð. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður bryddað upp á þeirri nýbreytni að selja sérstakan Eagles-varning – boli, geisladiska og annað slíkt – í básum inni í Laugardalshöllinni og á útisvæði. Slíkt er nokkuð algengt á tónleikum erlendis en hefur ekki þekkst hérlendis. Í föruneyti Eagles verða alls hundrað manns með öllum og lenda einhverjir þeirra strax á föstudaginn til að undirbúa tónleikana. Í gæslu og hlutverki ökumanna verða alls hundrað manns en fimm skutlur og fjórar lúxuskerrur verða meðal annars til taks fyrir Eagles og aðstoðarmenn. Þá eru tíu starfsmenn alfarið í því að sinna veitingum fyrir starfsfólkið og Eagles-menn, en eins og Fréttablaðið hefur greint frá gera Glenn Frey og félagar nokkuð strangar kröfur um hollt mataræði á tónleikaferðalögum sínum. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu, sem hefur veg og vanda af tónleikum Eagles, vildi ekki staðfesta starfsmannatölur í samtali við Fréttablaðið. Hann taldi hins vegar liggja í augum uppi að tónleikar af þessari stærðargráðu og umfangi hefðu ekki verið haldnir á Íslandi. „Þetta gengur mjög vel, það er mjög gaman að vinna með þessu fólki og mikill metnaður sem liggur að baki þessum tónleikum. Það á bara eftir að skila sér í meiri skemmtun fyrir áhorfendur.“- fgg Tengdar fréttir Sjálfstætt fólk hefur selst í fjórum milljónum eintaka 1. júní 2011 14:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Eagles-tónleikarnir í næstu viku munu sennilega brjóta blað í íslenskri tónleikasögu, því sjaldan eða aldrei hafa fleiri komið að einum tónleikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða starfsmennirnir þegar mest lætur tæplega fjögur hundruð. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður bryddað upp á þeirri nýbreytni að selja sérstakan Eagles-varning – boli, geisladiska og annað slíkt – í básum inni í Laugardalshöllinni og á útisvæði. Slíkt er nokkuð algengt á tónleikum erlendis en hefur ekki þekkst hérlendis. Í föruneyti Eagles verða alls hundrað manns með öllum og lenda einhverjir þeirra strax á föstudaginn til að undirbúa tónleikana. Í gæslu og hlutverki ökumanna verða alls hundrað manns en fimm skutlur og fjórar lúxuskerrur verða meðal annars til taks fyrir Eagles og aðstoðarmenn. Þá eru tíu starfsmenn alfarið í því að sinna veitingum fyrir starfsfólkið og Eagles-menn, en eins og Fréttablaðið hefur greint frá gera Glenn Frey og félagar nokkuð strangar kröfur um hollt mataræði á tónleikaferðalögum sínum. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu, sem hefur veg og vanda af tónleikum Eagles, vildi ekki staðfesta starfsmannatölur í samtali við Fréttablaðið. Hann taldi hins vegar liggja í augum uppi að tónleikar af þessari stærðargráðu og umfangi hefðu ekki verið haldnir á Íslandi. „Þetta gengur mjög vel, það er mjög gaman að vinna með þessu fólki og mikill metnaður sem liggur að baki þessum tónleikum. Það á bara eftir að skila sér í meiri skemmtun fyrir áhorfendur.“- fgg
Tengdar fréttir Sjálfstætt fólk hefur selst í fjórum milljónum eintaka 1. júní 2011 14:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira