Þjóðarímynd og goðsagnadýr Ragna Sigurðardóttir skrifar 12. maí 2011 08:00 Jór! Hestar í íslenskri myndlist stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Aðalsteinn Ingólfsson er sýningarstjóri. Myndlistarsýningar með viðfangsefni eru nær undantekningarlaust skemmtilegar, aðgengilegar og alþýðlegar. Hér er það íslenski hesturinn sem hefur orðið fyrir valinu. Klassískt viðfangsefni, þó varla hafi það brunnið mjög á íslenskum listamönnum síðustu áratugi. Á Kjarvalsstöðum má sjá lykilverk eftir lykilmenn og -konur. Beinin hennar Stjörnu eftir Finn Jónsson, portrettmynd eftir Þórarin B., auðvitað málverk eftir Jóhann Briem, Ásgrím, Kjarval, Kristínu Jóns, Louisu Matthíasdóttur, Helga Þorgils, Kristínu Gunnlaugs og marga fleiri, öll stóru nöfnin okkar, glæsileg verk eftir frábæra listamenn. Í fljótu bragði sýnist mér um helmingur verka vera frá því fyrir 1970, en eðlilega breytist úrvalið af hestamyndum eftir miðja síðustu öld. Fígúratíf list hvarf í bakgrunn nýrra stefna, í samfélaginu hætti hesturinn að vera þjóðarímynd og varð tómstundagaman. Þemu sýningarinnar eru þrjú, hesturinn í þjónustuhlutverki, hesturinn sem náttúra og hesturinn sem goðsagnavera og birtast þau öll í ólíkum myndum. Sjá má hvernig merking myndefnisins breytist með breyttum tímum. Sérstaklega þegar kemur að verkum síðustu áratuga fer ekki hjá því að spurningin vakni; hvenær málar kona hest og hvenær málar kona ekki hest? Hvert er hið raunverulega viðfangsefni listamannsins? Hvað tákna þessi undurfallegu dýr á málverki Kristínar Gunnlaugsdóttur? Hvað á Sigurður Guðmundsson við þegar hann tekur mynd af sjálfum sér við lestur, undir titlinum Hestur/lestur? Er það rímið sem ræður eða er hér líka vísun í íslenska orðið lestrarhestur, sem felur í sér ákveðið og jákvætt viðhorf til hestsins. Tengist málverk Hallgríms Helgasonar, Guð á Sæbraut, íslenska hestinum? Ofangreind verk víkka út viðfangsefnið og það er vel. Nú er ljóst að hesturinn var eitt viðfangsefna myndlistarmanna á fyrri hluta tuttugustu aldar, þegar þjóðarímyndin var áleitin og birtingarmyndir hennar. Eiginleikar hestsins, þrautseigja og dugnaður, voru æskilegir eiginleikar íslenskrar, vinnusamrar alþýðu. Birtingarmyndir hestsins í list síðustu áratuga eru af öðrum toga, þær eru ekki innlegg í orðræðu samtímans á sama hátt og málverk fyrri hluta síðustu aldar voru, á tímum sköpunar þjóðar. Á sýningunni kemur þessi breyting vel fram og það er að hluta til markmið hennar. Ef til vill hefði mátt koma betur fram á sýningunni í hversu miklum mæli það er ekki eingöngu merking myndefnis á myndfletinum sem hefur breyst, heldur einnig staða myndefnisins innan listarinnar og í samfélagslegu samhengi. Eldri verkin eru máluð af velflestum lykilmálurum síns tíma. Í dag eru listamenn mun fleiri og viðfangsefni þeirra fjölbreyttari en áður. Þessi staðreynd, hið breytta, ytra samhengi myndefnisins sem ekki sést á myndfletinum, hefði kannski mátt vera sýnilegri á einhvern hátt, til þess að brengla ekki um of hugmynd hins almenna áhorfanda um mikilvægi íslenska hestsins í íslenskri myndlist síðustu áratugi. Niðurstaða: Klassískt og alþýðlegt viðfangsefni, brýnt á fyrri hluta síðustu aldar en síður eftir 1950. Fyrir þann tíma var myndefnið hluti af orðræðu samtímans og sköpun þjóðarímyndar en staða þess innan samtímalista er önnur. Mikill fjöldi frábærra verka sem ekki eru sýnileg alla jafna. Fín sýning fyrir alla fjölskylduna. Lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Myndlistarsýningar með viðfangsefni eru nær undantekningarlaust skemmtilegar, aðgengilegar og alþýðlegar. Hér er það íslenski hesturinn sem hefur orðið fyrir valinu. Klassískt viðfangsefni, þó varla hafi það brunnið mjög á íslenskum listamönnum síðustu áratugi. Á Kjarvalsstöðum má sjá lykilverk eftir lykilmenn og -konur. Beinin hennar Stjörnu eftir Finn Jónsson, portrettmynd eftir Þórarin B., auðvitað málverk eftir Jóhann Briem, Ásgrím, Kjarval, Kristínu Jóns, Louisu Matthíasdóttur, Helga Þorgils, Kristínu Gunnlaugs og marga fleiri, öll stóru nöfnin okkar, glæsileg verk eftir frábæra listamenn. Í fljótu bragði sýnist mér um helmingur verka vera frá því fyrir 1970, en eðlilega breytist úrvalið af hestamyndum eftir miðja síðustu öld. Fígúratíf list hvarf í bakgrunn nýrra stefna, í samfélaginu hætti hesturinn að vera þjóðarímynd og varð tómstundagaman. Þemu sýningarinnar eru þrjú, hesturinn í þjónustuhlutverki, hesturinn sem náttúra og hesturinn sem goðsagnavera og birtast þau öll í ólíkum myndum. Sjá má hvernig merking myndefnisins breytist með breyttum tímum. Sérstaklega þegar kemur að verkum síðustu áratuga fer ekki hjá því að spurningin vakni; hvenær málar kona hest og hvenær málar kona ekki hest? Hvert er hið raunverulega viðfangsefni listamannsins? Hvað tákna þessi undurfallegu dýr á málverki Kristínar Gunnlaugsdóttur? Hvað á Sigurður Guðmundsson við þegar hann tekur mynd af sjálfum sér við lestur, undir titlinum Hestur/lestur? Er það rímið sem ræður eða er hér líka vísun í íslenska orðið lestrarhestur, sem felur í sér ákveðið og jákvætt viðhorf til hestsins. Tengist málverk Hallgríms Helgasonar, Guð á Sæbraut, íslenska hestinum? Ofangreind verk víkka út viðfangsefnið og það er vel. Nú er ljóst að hesturinn var eitt viðfangsefna myndlistarmanna á fyrri hluta tuttugustu aldar, þegar þjóðarímyndin var áleitin og birtingarmyndir hennar. Eiginleikar hestsins, þrautseigja og dugnaður, voru æskilegir eiginleikar íslenskrar, vinnusamrar alþýðu. Birtingarmyndir hestsins í list síðustu áratuga eru af öðrum toga, þær eru ekki innlegg í orðræðu samtímans á sama hátt og málverk fyrri hluta síðustu aldar voru, á tímum sköpunar þjóðar. Á sýningunni kemur þessi breyting vel fram og það er að hluta til markmið hennar. Ef til vill hefði mátt koma betur fram á sýningunni í hversu miklum mæli það er ekki eingöngu merking myndefnis á myndfletinum sem hefur breyst, heldur einnig staða myndefnisins innan listarinnar og í samfélagslegu samhengi. Eldri verkin eru máluð af velflestum lykilmálurum síns tíma. Í dag eru listamenn mun fleiri og viðfangsefni þeirra fjölbreyttari en áður. Þessi staðreynd, hið breytta, ytra samhengi myndefnisins sem ekki sést á myndfletinum, hefði kannski mátt vera sýnilegri á einhvern hátt, til þess að brengla ekki um of hugmynd hins almenna áhorfanda um mikilvægi íslenska hestsins í íslenskri myndlist síðustu áratugi. Niðurstaða: Klassískt og alþýðlegt viðfangsefni, brýnt á fyrri hluta síðustu aldar en síður eftir 1950. Fyrir þann tíma var myndefnið hluti af orðræðu samtímans og sköpun þjóðarímyndar en staða þess innan samtímalista er önnur. Mikill fjöldi frábærra verka sem ekki eru sýnileg alla jafna. Fín sýning fyrir alla fjölskylduna.
Lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira