Húsið okkar hún Harpa Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 12. maí 2011 06:00 Ég var ein af þeim sem áttu ekki til orð yfir öllum þeim milljörðum sem kostnaður við byggingu Hörpunnar fór fram úr áætlun. Fussaði og sveiaði yfir bruðli og flottræfilshætti og fór í fýlu í hvert sinn sem ég keyrði framhjá byggingarsvæðinu við höfnina. „Réttast hefði verið að jafna kumbaldann við jörðu," tautaði ég með sjálfri mér. Gegnum árin hef ég ekki verið tíður gestur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og einungis nokkrum sinnum farið í Óperuna, þá í ódýrustu sæti uppi undir rjáfri. Sýninganna naut ég þó til hins ýtrasta og fékk gæsahúð á hæstu tónum. Þegar salurinn stappaði niður fótum og æpti „bravó" að sýningu lokinni, svo gömlu svalirnar léku á reiðiskjálfi, fór um mig hrollur af spenningi. Enda var ég heldur aldrei á þeirri skoðun að ekki væri þörf á sérstöku tónleikahúsi og hef aldrei séð eftir einni krónu sem fer í að borga Sinfóníuhljómsveit Íslands laun, í henni sitja hljóðfæraleikarar á heimsmælikvarða. Ég var bara súr yfir öllum milljörðunum. Þeir sem ætluðu að reisa bygginguna, auk hótels og höfuðstöðva Landsbankans á sama stað, reyndust ekki borgunarmenn fyrir reikningnum svo við hin þurftum að taka við. fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar í Hörpunnar fóru svo fram 4. maí fyrir troðfullu húsi. Ég reyndi ekki að fá mér miða. Sat bara í eldhúsinu og dundaði mér í tölvunni þetta kvöld eins og svo oft áður. Mundi ekki fyrr en undir lok tónleikanna að þeim væri útvarpað beint og kveikti þá á tækinu, bara til að vera viðræðuhæf meðal fólks daginn eftir. Gæsahúðinni sem læstist um mig get ég varla lýst, þegar Óðurinn til gleðinnar flæddi inn í eldhúsið hjá mér á fullum styrk. Fagnaðarlætin sem á eftir fylgdu komu mér næstum til að skæla og ég vildi að ég hefði staðið sjálf í síðkjól með perlufesti og klappað frá mér allt vit. Öll súrheit yfir kostnaði ruku út í veður og vind og ég steingleymdi öllum yfirlýsingum um flottræfilshátt og bruðl. Hvað eru einhverjar krónur til eða frá þegar upp er staðið, hugsaði ég með mér og rótaði í fataskápnum að heppilegum kjól. Um helgina er opið hús í Hörpunni. Allir velkomnir og ókeypis inn. Sparikjóllinn og perlufestin hanga tilbúin á herðatrénu, ég á bara eftir að pússa skóna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Ég var ein af þeim sem áttu ekki til orð yfir öllum þeim milljörðum sem kostnaður við byggingu Hörpunnar fór fram úr áætlun. Fussaði og sveiaði yfir bruðli og flottræfilshætti og fór í fýlu í hvert sinn sem ég keyrði framhjá byggingarsvæðinu við höfnina. „Réttast hefði verið að jafna kumbaldann við jörðu," tautaði ég með sjálfri mér. Gegnum árin hef ég ekki verið tíður gestur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og einungis nokkrum sinnum farið í Óperuna, þá í ódýrustu sæti uppi undir rjáfri. Sýninganna naut ég þó til hins ýtrasta og fékk gæsahúð á hæstu tónum. Þegar salurinn stappaði niður fótum og æpti „bravó" að sýningu lokinni, svo gömlu svalirnar léku á reiðiskjálfi, fór um mig hrollur af spenningi. Enda var ég heldur aldrei á þeirri skoðun að ekki væri þörf á sérstöku tónleikahúsi og hef aldrei séð eftir einni krónu sem fer í að borga Sinfóníuhljómsveit Íslands laun, í henni sitja hljóðfæraleikarar á heimsmælikvarða. Ég var bara súr yfir öllum milljörðunum. Þeir sem ætluðu að reisa bygginguna, auk hótels og höfuðstöðva Landsbankans á sama stað, reyndust ekki borgunarmenn fyrir reikningnum svo við hin þurftum að taka við. fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar í Hörpunnar fóru svo fram 4. maí fyrir troðfullu húsi. Ég reyndi ekki að fá mér miða. Sat bara í eldhúsinu og dundaði mér í tölvunni þetta kvöld eins og svo oft áður. Mundi ekki fyrr en undir lok tónleikanna að þeim væri útvarpað beint og kveikti þá á tækinu, bara til að vera viðræðuhæf meðal fólks daginn eftir. Gæsahúðinni sem læstist um mig get ég varla lýst, þegar Óðurinn til gleðinnar flæddi inn í eldhúsið hjá mér á fullum styrk. Fagnaðarlætin sem á eftir fylgdu komu mér næstum til að skæla og ég vildi að ég hefði staðið sjálf í síðkjól með perlufesti og klappað frá mér allt vit. Öll súrheit yfir kostnaði ruku út í veður og vind og ég steingleymdi öllum yfirlýsingum um flottræfilshátt og bruðl. Hvað eru einhverjar krónur til eða frá þegar upp er staðið, hugsaði ég með mér og rótaði í fataskápnum að heppilegum kjól. Um helgina er opið hús í Hörpunni. Allir velkomnir og ókeypis inn. Sparikjóllinn og perlufestin hanga tilbúin á herðatrénu, ég á bara eftir að pússa skóna.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun