Forystan í Evrópumálum Þorsteinn Pálsson skrifar 7. maí 2011 08:00 Talsmenn Evrópuandstöðunnar endurtaka í sífellu þau ósannindi að aðildarumsóknin að ESB sé einkamál Samfylkingarinnar. Í síðustu þingkosningum voru þrír flokkar með aðild á stefnuskrá og þeir fengu meirihluta þingmanna. Minnihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins studdi einnig umsóknina. Að baki henni var því öflugur stuðningur meirihluta kjósenda. Forysta Samfylkingarinnar vildi hins vegar ekki mynda ríkisstjórn með þeim sem höfðu aðild á dagskrá. Það bendir til að önnur mál hafi verið henni mikilvægari. Sú breyting hefur orðið síðan kosið var að Borgarahreyfingin gufaði upp og Framsóknarflokkurinn sneri við blaðinu. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að stuðningur er verulegur við aðildarumsóknina í kjósendahópi allra flokka. Sérstaða Samfylkingarinnar felst í því að þar virðist vera meiri samstaða um málið. Hún hefur fyrir þá sök náð forystu um framgang þess. Kviklyndi Samfylkingarinnar hefur fram til þessa ekki náð til Evrópumálanna. Það gæti verið að breytast. Upplausnin í ríkisstjórninni og stefnubreyting Framsóknarflokksins hefur leitt til þess að talsmenn Evrópuandstöðunnar líta orðið svo á að þeir hafi nú þegar náð undirtökunum um framhald málsins. Á miklu veltur hvernig stuðningsmenn aðildarumsóknar í öllum flokkum bregðast við nýjum aðstæðum. Án ábyrgrar leiðsagnar gæti andstæðingunum orðið að ósk sinni. Utanríkisráðherra hefur veitt aðildarviðræðunum örugga og ábyrga forystu og sýnt styrk í því hlutverki. Þær hafa gengið vel til þessa. Það breytir ekki hinu að ýmis veikleikamerki eru á forystuhlutverki Samfylkingarinnar. Veikleikamerkin Fyrsta veikleikamerkið kom fram við stjórnarmyndunina. Þá taldi VG Samfylkingunni trú um að unnt væri að ljúka samningum án þess að báðir ríkisstjórnarflokkarnir tækju efnislega ábyrgð á niðurstöðunni. Þetta var blekking og því hefur alltaf legið fyrir að lokaskrefið yrði ekki stigið nema með nýjum þingmeirihluta. Formaður Heimssýnar sagði sig úr þingflokki VG á dögunum. Hann fullyrti af því tilefni eins og oft áður að forsætisráðherra hafi haft í hótunum um slit á stjórnarsamstarfinu ef þingmenn stjórnarliðsins styddu ekki aðildarumsóknina. Þessu hefur forsætisráðherra afneitað jafn oft. Af því verður ekki dregin önnur ályktun en formaður Samfylkingarinnar sé tvísaga um hvort aðildarumsóknin er skilyrði fyrir aðild að ríkisstjórn. Þingsályktunartillögur um að stöðva aðildarviðræðurnar hafa legið fyrir í heilt ár. Athyglisvert er að flutningsmennirnir hafa ekki knúið á um að málið gangi til atkvæða. Ástæðan er vitaskuld sú að þeir trúa ekki að meirihluti sé fyrir hendi. Á hinn bóginn blasir við að Samfylkingin þorir ekki að reyna frekar á þolrif VG og vill af þeim sökum ekki að láta atkvæði ganga. Það lýsir vanmætti Alþingis að geta ekki tekið af skarið í svo stóru máli. Tillitið til VG sýnist ganga fyrir Evrópumálstaðnum. Loks má nefna sameiginlegan fund þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins sem ekki gat ályktað um stöðu málsins fyrir nokkru vegna bresta í þingflokki VG. Haldið í gagnstæða átt Málefnalega er ríkisstjórnin í ýmsum veigamiklum efnum á sviði efnahagsstjórnunar að færa Ísland inn á brautir sem liggja í gagnstæða átt við aðild að Evrópusambandinu. Breytingar ríkisstjórnarinnar á fiskveiðistjórnarkerfinu felast í því að apa eftir flestu því versta í reglum einstakra Evrópusambandsríkja. Það veikir rökstuðning Íslands fyrir sérlausnum til að tryggja þá þjóðarhagsmuni sem eru í húfi. Á þessu sviði er því efnislega unnið gegn aðild. Ríkisstjórnin hefur samþykkt í stórum stíl útgjöld utan við bókhald ríkissjóðs. Í sumum tilvikum er fjármögnun tryggð en í öðrum ekki. Að því leyti er þetta gríska leiðin sem sannarlega liggur ekki í átt að aðild. Þá hefur ríkisstjórnin ekki tekið mark á aðvörunum Seðlabankans varðandi þróun kjaramála og enga leiðsögn veitt á því sviði. Afleiðingar þess og vaxandi slaka í ríkisfjármálum geta orðið hindrun í aðildarferlinu. Vegna ágreinings í ríkisstjórninni ræður stefna fjármálaráðherrans í raun og veru för í peningamálum. Meðan Samfylkingin sættir sig við forystu VG á því sviði eins og flestum öðrum er hún efnislega á leið í aðra átt en til aðildar. Af öllu þessu má ráða að mikilvægt er fyrir stuðningsmenn aðildarumsóknar í öðrum flokkum að tryggja áhrif sín í næstu kosningum. Málið nær ekki fram að ganga nema með breiðari pólitískum stuðningi á þingi. Þeir sem hafa forystu á hendi um framgang málsins þurfa að sýna í verki á öllum sviðum að þeim er full alvara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Talsmenn Evrópuandstöðunnar endurtaka í sífellu þau ósannindi að aðildarumsóknin að ESB sé einkamál Samfylkingarinnar. Í síðustu þingkosningum voru þrír flokkar með aðild á stefnuskrá og þeir fengu meirihluta þingmanna. Minnihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins studdi einnig umsóknina. Að baki henni var því öflugur stuðningur meirihluta kjósenda. Forysta Samfylkingarinnar vildi hins vegar ekki mynda ríkisstjórn með þeim sem höfðu aðild á dagskrá. Það bendir til að önnur mál hafi verið henni mikilvægari. Sú breyting hefur orðið síðan kosið var að Borgarahreyfingin gufaði upp og Framsóknarflokkurinn sneri við blaðinu. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að stuðningur er verulegur við aðildarumsóknina í kjósendahópi allra flokka. Sérstaða Samfylkingarinnar felst í því að þar virðist vera meiri samstaða um málið. Hún hefur fyrir þá sök náð forystu um framgang þess. Kviklyndi Samfylkingarinnar hefur fram til þessa ekki náð til Evrópumálanna. Það gæti verið að breytast. Upplausnin í ríkisstjórninni og stefnubreyting Framsóknarflokksins hefur leitt til þess að talsmenn Evrópuandstöðunnar líta orðið svo á að þeir hafi nú þegar náð undirtökunum um framhald málsins. Á miklu veltur hvernig stuðningsmenn aðildarumsóknar í öllum flokkum bregðast við nýjum aðstæðum. Án ábyrgrar leiðsagnar gæti andstæðingunum orðið að ósk sinni. Utanríkisráðherra hefur veitt aðildarviðræðunum örugga og ábyrga forystu og sýnt styrk í því hlutverki. Þær hafa gengið vel til þessa. Það breytir ekki hinu að ýmis veikleikamerki eru á forystuhlutverki Samfylkingarinnar. Veikleikamerkin Fyrsta veikleikamerkið kom fram við stjórnarmyndunina. Þá taldi VG Samfylkingunni trú um að unnt væri að ljúka samningum án þess að báðir ríkisstjórnarflokkarnir tækju efnislega ábyrgð á niðurstöðunni. Þetta var blekking og því hefur alltaf legið fyrir að lokaskrefið yrði ekki stigið nema með nýjum þingmeirihluta. Formaður Heimssýnar sagði sig úr þingflokki VG á dögunum. Hann fullyrti af því tilefni eins og oft áður að forsætisráðherra hafi haft í hótunum um slit á stjórnarsamstarfinu ef þingmenn stjórnarliðsins styddu ekki aðildarumsóknina. Þessu hefur forsætisráðherra afneitað jafn oft. Af því verður ekki dregin önnur ályktun en formaður Samfylkingarinnar sé tvísaga um hvort aðildarumsóknin er skilyrði fyrir aðild að ríkisstjórn. Þingsályktunartillögur um að stöðva aðildarviðræðurnar hafa legið fyrir í heilt ár. Athyglisvert er að flutningsmennirnir hafa ekki knúið á um að málið gangi til atkvæða. Ástæðan er vitaskuld sú að þeir trúa ekki að meirihluti sé fyrir hendi. Á hinn bóginn blasir við að Samfylkingin þorir ekki að reyna frekar á þolrif VG og vill af þeim sökum ekki að láta atkvæði ganga. Það lýsir vanmætti Alþingis að geta ekki tekið af skarið í svo stóru máli. Tillitið til VG sýnist ganga fyrir Evrópumálstaðnum. Loks má nefna sameiginlegan fund þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins sem ekki gat ályktað um stöðu málsins fyrir nokkru vegna bresta í þingflokki VG. Haldið í gagnstæða átt Málefnalega er ríkisstjórnin í ýmsum veigamiklum efnum á sviði efnahagsstjórnunar að færa Ísland inn á brautir sem liggja í gagnstæða átt við aðild að Evrópusambandinu. Breytingar ríkisstjórnarinnar á fiskveiðistjórnarkerfinu felast í því að apa eftir flestu því versta í reglum einstakra Evrópusambandsríkja. Það veikir rökstuðning Íslands fyrir sérlausnum til að tryggja þá þjóðarhagsmuni sem eru í húfi. Á þessu sviði er því efnislega unnið gegn aðild. Ríkisstjórnin hefur samþykkt í stórum stíl útgjöld utan við bókhald ríkissjóðs. Í sumum tilvikum er fjármögnun tryggð en í öðrum ekki. Að því leyti er þetta gríska leiðin sem sannarlega liggur ekki í átt að aðild. Þá hefur ríkisstjórnin ekki tekið mark á aðvörunum Seðlabankans varðandi þróun kjaramála og enga leiðsögn veitt á því sviði. Afleiðingar þess og vaxandi slaka í ríkisfjármálum geta orðið hindrun í aðildarferlinu. Vegna ágreinings í ríkisstjórninni ræður stefna fjármálaráðherrans í raun og veru för í peningamálum. Meðan Samfylkingin sættir sig við forystu VG á því sviði eins og flestum öðrum er hún efnislega á leið í aðra átt en til aðildar. Af öllu þessu má ráða að mikilvægt er fyrir stuðningsmenn aðildarumsóknar í öðrum flokkum að tryggja áhrif sín í næstu kosningum. Málið nær ekki fram að ganga nema með breiðari pólitískum stuðningi á þingi. Þeir sem hafa forystu á hendi um framgang málsins þurfa að sýna í verki á öllum sviðum að þeim er full alvara.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun