Fagurt er í Hörpu Jónas Sen skrifar 6. maí 2011 09:45 Snert hörpu mína… "Það er eitt að koma fram sem einleikari á tónleikum sem marka nýja tíma í íslenskri tónlistarsögu,“ skrifar Jónas Sen. "En það er annað að koma fram sem píanóleikari þar sem Ashkenazy stjórnar. … Að spila með slíkri goðsögn er örugglega ekki auðvelt.“ Fréttablaðið/Valli Tónlist Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Einleikari:Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. Einsöngvarar: Christiane Oelze, Sesselja Kristjánsdóttir, Kolbeinn Jón Ketilsson og Bjarni Thor Kristinsson ásamt Óperukórnum í Reykjavík, Hljómeyki og Kór Áskirkju. Ég var í fimmtugsafmæli um daginn. Eitt af skemmtiatriðunum var síðasti kafli níundu sinfóníunnar eftir Beethoven. Flytjendur voru tveir, gítarleikari og söngvari. Í sjálfu sér var flutningurinn hryllilegur, en hann átti að vera brandari, og sem slíkur var hann frábær. Mér datt þetta í hug á fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu á miðvikudagskvöldið. Þar var líka níunda sinfónían á dagskránni. Sinfónían hefur margoft verið leikin í Háskólabíói. Munurinn á hljómburðinum þar og í Hörpu er sláandi. Að flytja verkið í bíósal sem hentar engan veginn til tónleika er í rauninni hálfgerður brandari. Að Sinfóníuhljómsveit Íslands hafi þurft að vera þar árum saman er þó langt frá því að vera fyndið. Það var ótrúleg upplifun að koma í Hörpu. Húsið er einstaklega fallegt að utan, en það virkar miklu stærra fyrir innan. Og stóri salurinn, Eldborg, er ægifagur. Allur eldrauður og með mörgum svölum, gríðarlega hátt til lofts. Bara að horfa á herlegheitin er upplifun út af fyrir sig. Fagnaðarlæti brutust út þegar Steinunn Birna Ragnarsdóttir tónlistarstjóri flutti stutt ávarp og bauð hljómsveitinni HEIM. Hljómsveitin gekk þá í salinn og áheyrendur stóðu upp fyrir henni. Það var gleði í loftinu. Vladimir Ashkenazy steig því næst fram á sviðið, en hann var stjórnandi hljómsveitarinnar að þessu sinni. Það var viðeigandi. Ashkenazy var á sínum tíma ótrúleg lyftistöng fyrir íslenskt tónlistarlíf. Hann var einn af stofnendum Listahátíðar í Reykjavík árið 1970. Hann var líka hvatamaður að því að fá hingað nokkrar af skærustu stjörnum tónlistarheimsins til tónleikahalds. Svo hefur hann barist fyrir tónlistarhúsi á Íslandi áratugum saman. Fyrst á dagskrá var stutt, fjörlegt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem var samið sérstaklega fyrir tilefnið og heitir Velkomin Harpa. Það byrjaði á lágum, en hröðum tónahendingum sem smátt og smátt sóttu í sig veðrið. Maður heyrði strax að hljómburðurinn var fínn. Sérstaklega sláandi var hljómurinn í sellóunum. Allt í einu HEYRÐI maður sellóhljóm! Djúpan og magnaðan, og einstaklega áferðarfagran. Í sjálfu sér er verk Þorkels ekki endilega með því skáldlegasta sem hann hefur samið. En sem upphitun fyrir hljómsveitina og fyrir áheyrendur smellpassaði það inn í dagskrána. Næst á dagskrá var píanókonsertinn eftir Edward Grieg. Þessi eini, sem lengi hefur verið einn af vinsælustu píanókonsertum tónbókmenntanna. Laglínurnar eru grípandi, einleiksrullan glæsileg og stemningin full af rómantískum andstæðum. Einleikari var Víkingur Heiðar Ólafsson. Ég verð að segja að ég dáðist að honum, bara fyrir að vera þarna. Það er eitt að koma fram sem einleikari á tónleikum sem marka nýja tíma í íslenskri tónlistarsögu. En það er annað að koma fram sem píanóleikari þar sem Ashkenazy stjórnar. Ashkenazy var á sínum tíma einn af mestu píanóleikurum heims. Að spila með slíkri goðsögn er örugglega ekki auðvelt. En Víkingur stóð fyllilega undir væntingum. Vissulega voru öfgarnar í túlkuninni alveg við þolmörkin. Innhverf draumastemningin var hreinlega úti í geimnum, og ofsalegur hraðinn í lokakaflanum eins og í formúlukappakstri. En það hæfði þessari tónlist. Griegkonsertinn er útjaskaður, en hann hljómaði ferskur í meðförum Víkings. Og tæknilega séð var hann svo glæsilegur að maður naut hvers tóns. Hér heyrði maður betur hversu góður hljómburðurinn í Hörpu er. Styrkleikabreiddin í tónlistinni fékk að njóta sín, allt frá örveikum blæbrigðum upp í ofsafengnar tilfinningasprengjur. Tærleikinn í tréblásurunum var líka aðdáunarverður, pákurnar magnaðar og sellóin unaðsleg. Auðvitað eru einhver stillingaratriði sem þarf að huga að. Hugsanlega hefði skýrleikinn í flyglinum mátt vera meiri, hver svo sem ástæðan var. Mögulega hefði hljómurinn í fiðlunum líka mátt vera þykkari og safaríkari. En þetta er væntanlega eitthvað sem kemur með meiri reynslu af tónleikahaldi í Hörpu. Lokaverkið á dagskránni var áðurnefnd níunda sinfónía Beethovens. Fyrstu þrír kaflarnir voru stórbrotnir, stígandin hæg en örugg undir markvissri stjórn Ashkenazys. Í fjórða kaflanum byrjaði svo söngurinn, og þá hófst fjörið fyrir alvöru. Að vísu hafði ég efasemdir um frammistöðu Bjarna Thors Kristinssonar bassasöngvara. Bjarni Thor hefur magnaða rödd en einsöngskaflinn hans virkaði eins og raddhlutverkið væri of hátt fyrir hann. Raddlega séð var tenórinn Kolbeinn Jón Ketilsson mun meira sannfærandi. Einsöngurinn hefði samt þurft að vera kröftugri. Rytmískar áherslur voru ekki nógu snarpar – þetta er svo mikill lykilstaður í tónverkinu, alger vendipunktur. Krafturinn verður einfaldlega að vera yfirgengilegur. Minna mæðir á kvenröddunum í verkinu. Hér voru það þær Sesselja Kristjánsdóttir og Christiane Oelze sem sungu. Þær voru báðar frábærar. Og það heyrðist vel í þeim þrátt fyrir að hljómsveitin spilaði með allt í botni. Eitt af því sem var óþolandi við Háskólabíó var einmitt hve illa heyrðist í söngvurum á sinfóníutónleikum. Tilkomumikið var að sjá þrjá kóra fyrir aftan sviðið, Óperukórinn í Reykjavík, Hljómeyki og Kór Áskirkju. Og söngur kóranna var æðisgenginn í mögnuðum hljómburðinum! Það var eitthvað það flottasta sem maður hefur heyrt á lifandi tónleikum á Íslandi. Ég held að það sé ljóst að Harpa er vel heppnað tónleikahús, að minnsta kosti stóri salurinn. Ég óska okkur öllum til hamingju með stórkostlegan áfanga í menningarlífinu á Íslandi. Niðurstaða: Fyrstu tónleikar Sinfóníunnar í Hörpu lofuðu góðu. Tónlistarflutningurinn var magnaður og hljómburðurinn flottur. Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Einleikari:Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. Einsöngvarar: Christiane Oelze, Sesselja Kristjánsdóttir, Kolbeinn Jón Ketilsson og Bjarni Thor Kristinsson ásamt Óperukórnum í Reykjavík, Hljómeyki og Kór Áskirkju. Ég var í fimmtugsafmæli um daginn. Eitt af skemmtiatriðunum var síðasti kafli níundu sinfóníunnar eftir Beethoven. Flytjendur voru tveir, gítarleikari og söngvari. Í sjálfu sér var flutningurinn hryllilegur, en hann átti að vera brandari, og sem slíkur var hann frábær. Mér datt þetta í hug á fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu á miðvikudagskvöldið. Þar var líka níunda sinfónían á dagskránni. Sinfónían hefur margoft verið leikin í Háskólabíói. Munurinn á hljómburðinum þar og í Hörpu er sláandi. Að flytja verkið í bíósal sem hentar engan veginn til tónleika er í rauninni hálfgerður brandari. Að Sinfóníuhljómsveit Íslands hafi þurft að vera þar árum saman er þó langt frá því að vera fyndið. Það var ótrúleg upplifun að koma í Hörpu. Húsið er einstaklega fallegt að utan, en það virkar miklu stærra fyrir innan. Og stóri salurinn, Eldborg, er ægifagur. Allur eldrauður og með mörgum svölum, gríðarlega hátt til lofts. Bara að horfa á herlegheitin er upplifun út af fyrir sig. Fagnaðarlæti brutust út þegar Steinunn Birna Ragnarsdóttir tónlistarstjóri flutti stutt ávarp og bauð hljómsveitinni HEIM. Hljómsveitin gekk þá í salinn og áheyrendur stóðu upp fyrir henni. Það var gleði í loftinu. Vladimir Ashkenazy steig því næst fram á sviðið, en hann var stjórnandi hljómsveitarinnar að þessu sinni. Það var viðeigandi. Ashkenazy var á sínum tíma ótrúleg lyftistöng fyrir íslenskt tónlistarlíf. Hann var einn af stofnendum Listahátíðar í Reykjavík árið 1970. Hann var líka hvatamaður að því að fá hingað nokkrar af skærustu stjörnum tónlistarheimsins til tónleikahalds. Svo hefur hann barist fyrir tónlistarhúsi á Íslandi áratugum saman. Fyrst á dagskrá var stutt, fjörlegt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem var samið sérstaklega fyrir tilefnið og heitir Velkomin Harpa. Það byrjaði á lágum, en hröðum tónahendingum sem smátt og smátt sóttu í sig veðrið. Maður heyrði strax að hljómburðurinn var fínn. Sérstaklega sláandi var hljómurinn í sellóunum. Allt í einu HEYRÐI maður sellóhljóm! Djúpan og magnaðan, og einstaklega áferðarfagran. Í sjálfu sér er verk Þorkels ekki endilega með því skáldlegasta sem hann hefur samið. En sem upphitun fyrir hljómsveitina og fyrir áheyrendur smellpassaði það inn í dagskrána. Næst á dagskrá var píanókonsertinn eftir Edward Grieg. Þessi eini, sem lengi hefur verið einn af vinsælustu píanókonsertum tónbókmenntanna. Laglínurnar eru grípandi, einleiksrullan glæsileg og stemningin full af rómantískum andstæðum. Einleikari var Víkingur Heiðar Ólafsson. Ég verð að segja að ég dáðist að honum, bara fyrir að vera þarna. Það er eitt að koma fram sem einleikari á tónleikum sem marka nýja tíma í íslenskri tónlistarsögu. En það er annað að koma fram sem píanóleikari þar sem Ashkenazy stjórnar. Ashkenazy var á sínum tíma einn af mestu píanóleikurum heims. Að spila með slíkri goðsögn er örugglega ekki auðvelt. En Víkingur stóð fyllilega undir væntingum. Vissulega voru öfgarnar í túlkuninni alveg við þolmörkin. Innhverf draumastemningin var hreinlega úti í geimnum, og ofsalegur hraðinn í lokakaflanum eins og í formúlukappakstri. En það hæfði þessari tónlist. Griegkonsertinn er útjaskaður, en hann hljómaði ferskur í meðförum Víkings. Og tæknilega séð var hann svo glæsilegur að maður naut hvers tóns. Hér heyrði maður betur hversu góður hljómburðurinn í Hörpu er. Styrkleikabreiddin í tónlistinni fékk að njóta sín, allt frá örveikum blæbrigðum upp í ofsafengnar tilfinningasprengjur. Tærleikinn í tréblásurunum var líka aðdáunarverður, pákurnar magnaðar og sellóin unaðsleg. Auðvitað eru einhver stillingaratriði sem þarf að huga að. Hugsanlega hefði skýrleikinn í flyglinum mátt vera meiri, hver svo sem ástæðan var. Mögulega hefði hljómurinn í fiðlunum líka mátt vera þykkari og safaríkari. En þetta er væntanlega eitthvað sem kemur með meiri reynslu af tónleikahaldi í Hörpu. Lokaverkið á dagskránni var áðurnefnd níunda sinfónía Beethovens. Fyrstu þrír kaflarnir voru stórbrotnir, stígandin hæg en örugg undir markvissri stjórn Ashkenazys. Í fjórða kaflanum byrjaði svo söngurinn, og þá hófst fjörið fyrir alvöru. Að vísu hafði ég efasemdir um frammistöðu Bjarna Thors Kristinssonar bassasöngvara. Bjarni Thor hefur magnaða rödd en einsöngskaflinn hans virkaði eins og raddhlutverkið væri of hátt fyrir hann. Raddlega séð var tenórinn Kolbeinn Jón Ketilsson mun meira sannfærandi. Einsöngurinn hefði samt þurft að vera kröftugri. Rytmískar áherslur voru ekki nógu snarpar – þetta er svo mikill lykilstaður í tónverkinu, alger vendipunktur. Krafturinn verður einfaldlega að vera yfirgengilegur. Minna mæðir á kvenröddunum í verkinu. Hér voru það þær Sesselja Kristjánsdóttir og Christiane Oelze sem sungu. Þær voru báðar frábærar. Og það heyrðist vel í þeim þrátt fyrir að hljómsveitin spilaði með allt í botni. Eitt af því sem var óþolandi við Háskólabíó var einmitt hve illa heyrðist í söngvurum á sinfóníutónleikum. Tilkomumikið var að sjá þrjá kóra fyrir aftan sviðið, Óperukórinn í Reykjavík, Hljómeyki og Kór Áskirkju. Og söngur kóranna var æðisgenginn í mögnuðum hljómburðinum! Það var eitthvað það flottasta sem maður hefur heyrt á lifandi tónleikum á Íslandi. Ég held að það sé ljóst að Harpa er vel heppnað tónleikahús, að minnsta kosti stóri salurinn. Ég óska okkur öllum til hamingju með stórkostlegan áfanga í menningarlífinu á Íslandi. Niðurstaða: Fyrstu tónleikar Sinfóníunnar í Hörpu lofuðu góðu. Tónlistarflutningurinn var magnaður og hljómburðurinn flottur.
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira