Konur með yfirhöndina á samskiptavefjum 4. maí 2011 07:00 Stúlkur spila leiki á netinu og í smátækjum, en síður í leikjatölvum og venjulegum. Nordicphotos/Getty Images Konur eru í meirihluta í ákveðnum geira tölvuleikjaspilunar, að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem danska viðskiptablaðið Berlingske Tidende greinir frá. Berlingske segir nýja rannsókn IBISWorld leiða í ljós að á meðan stöðnun sé á markaði leikjatölva á borð við Playstation og Xbox sé uppgangur á markaði leikja fyrir farsíma og netleikja á samkiptasíðum á borð við Facebook. Drengir og karlar eru enn í meirihluta þeirra sem leika tölvuleiki í einka- og leikjatölvum. Þegar kemur að farsímaleikjum og netleikjum á samskiptasíðum sýnir rannsóknin hins vegar 54 prósenta þátttöku kvenþjóðarinnar. Nánari greining sýnir svo að hlutfall kvenna nær allt að 70 prósentum í samskipta- og/eða hlutverkaleikjum. Farmville er dæmi um vinsælan leik. Virkir notendur eru um 47 milljónir. Leikurinn er ókeypis en hægt er að kaupa viðbætur fyrir smáar upphæðir. Ætlaðar tekjur af leikjunum næstu þrjú ár nema fjórtán milljörðum danskra króna, eða yfir 300 milljörðum íslenskra króna.- óká Leikjavísir Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Konur eru í meirihluta í ákveðnum geira tölvuleikjaspilunar, að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem danska viðskiptablaðið Berlingske Tidende greinir frá. Berlingske segir nýja rannsókn IBISWorld leiða í ljós að á meðan stöðnun sé á markaði leikjatölva á borð við Playstation og Xbox sé uppgangur á markaði leikja fyrir farsíma og netleikja á samkiptasíðum á borð við Facebook. Drengir og karlar eru enn í meirihluta þeirra sem leika tölvuleiki í einka- og leikjatölvum. Þegar kemur að farsímaleikjum og netleikjum á samskiptasíðum sýnir rannsóknin hins vegar 54 prósenta þátttöku kvenþjóðarinnar. Nánari greining sýnir svo að hlutfall kvenna nær allt að 70 prósentum í samskipta- og/eða hlutverkaleikjum. Farmville er dæmi um vinsælan leik. Virkir notendur eru um 47 milljónir. Leikurinn er ókeypis en hægt er að kaupa viðbætur fyrir smáar upphæðir. Ætlaðar tekjur af leikjunum næstu þrjú ár nema fjórtán milljörðum danskra króna, eða yfir 300 milljörðum íslenskra króna.- óká
Leikjavísir Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira