Ógeðfelld vinnubrögð afhjúpuð Steinunn Stefánsdóttir skrifar 27. apríl 2011 11:10 Meira en 150 saklausir menn frá Afganistan og Pakistan hafa árum saman setið fangelsaðir í fangabúðunum við Guantanamo-flóann á Kúbu án dóms og laga, að því er virðist eingöngu vegna þess að þeir voru fyrir hreina tilviljun staddir á tilteknum stað á tilteknum tíma. Þessir menn eru allt frá kornungum piltum upp í gamalmenni, menn sem aldrei hafa tengst hryðjuverkasamtökum eða komið nálægt hryðjuverkastarfsemi af nokkru tagi. Þetta kemur fram í leyniskjölum Bandaríkjahers sem birt voru í fjölmiðlum um helgina í gegnum Wikileaks. Skjölin varða flesta fanga sem haldið hefur verið í fangabúðunum við Guantanamo-flóa. Þau eru á áttunda hundrað, skrifuð af yfirmönnum fangelsisins og send yfirstjórn Bandaríkjahers. Í þeim er að finna ítarlegar upplýsingar meðal annars um uppruna og æviferil fanganna, heilsufar og trúarskoðanir ásamt upplýsingum um hversu samvinnuþýðir þeir voru við yfirheyrslur. Af skjölunum má lesa að bandarískir herforingjar hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin sjáanleg ástæða sé fyrir því að mikill fjöldi þeirra fanga sem vistaðir hafa verið í Guantanamo hafi verið teknir höndum. Í skjölunum má einnig sjá mat yfirmanna fangabúðanna á því hvort viðkomandi fangi telst hættulegur eða ekki. Í því mati má finna þversagnir eins og að fangi sem talinn er stórhættulegur á einum tíma er látinn laus fáeinum mánuðum síðar og þá sagður meinlaus með öllu. Einnig eru tilvik um að þrátt fyrir að staðfest sé í skriflegum skýrslum yfirmanna fangabúðanna að tilteknir fangar séu taldir saklausir með öllu þá hefur tekið marga mánuði að losa þá úr haldi og senda þá til síns heima. Því hefur lengi verið haldið fram að ástundað sé í Bandaríkjaher að virða mannréttindi að vettugi. Skjölin frá Guantanamo sýna svo ekki verður um villst að sú hefur verið raunin varðandi hundruð fanga sem lokaðir hafa verið inni í fangabúðunum í Guantanamo árum saman. Eins og við mátti búast hefur Bandaríkjastjórn fordæmt birtingu leyniskjalanna og segir þau ekki gefa rétta mynd af núverandi mati á föngum í Guantanamo. Þar eru þó enn vistaðir 172 fangar sem hafa verið þar í nærri áratug. Af þeim eru 130 taldir hættulegir Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra en fjórtán eru taldir sérlega mikilvægir, án þess þó að réttað hafi verið yfir þeim. Þá eru eftir 42 fangar sem ekki eru taldir ógna einum eða neinum en sitja þó í fangabúðunum illræmdu sem Obama forseti hét í aðdraganda kjörs síns að yrði lokað. Og ekki bólar á afsökunarbeiðni frá Bandaríkjastjórn og Bandaríkjaher vegna þeirra ógeðfelldu vinnubragða og brota á mannréttindum sem viðgengist hafa í tengslum við fangelsun og vistun í fangabúðunum við Guantanamo-flóa. Fátt bendir þannig til að sagan geti ekki hæglega endurtekið sig. Það ætti þó aldrei að líðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Meira en 150 saklausir menn frá Afganistan og Pakistan hafa árum saman setið fangelsaðir í fangabúðunum við Guantanamo-flóann á Kúbu án dóms og laga, að því er virðist eingöngu vegna þess að þeir voru fyrir hreina tilviljun staddir á tilteknum stað á tilteknum tíma. Þessir menn eru allt frá kornungum piltum upp í gamalmenni, menn sem aldrei hafa tengst hryðjuverkasamtökum eða komið nálægt hryðjuverkastarfsemi af nokkru tagi. Þetta kemur fram í leyniskjölum Bandaríkjahers sem birt voru í fjölmiðlum um helgina í gegnum Wikileaks. Skjölin varða flesta fanga sem haldið hefur verið í fangabúðunum við Guantanamo-flóa. Þau eru á áttunda hundrað, skrifuð af yfirmönnum fangelsisins og send yfirstjórn Bandaríkjahers. Í þeim er að finna ítarlegar upplýsingar meðal annars um uppruna og æviferil fanganna, heilsufar og trúarskoðanir ásamt upplýsingum um hversu samvinnuþýðir þeir voru við yfirheyrslur. Af skjölunum má lesa að bandarískir herforingjar hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin sjáanleg ástæða sé fyrir því að mikill fjöldi þeirra fanga sem vistaðir hafa verið í Guantanamo hafi verið teknir höndum. Í skjölunum má einnig sjá mat yfirmanna fangabúðanna á því hvort viðkomandi fangi telst hættulegur eða ekki. Í því mati má finna þversagnir eins og að fangi sem talinn er stórhættulegur á einum tíma er látinn laus fáeinum mánuðum síðar og þá sagður meinlaus með öllu. Einnig eru tilvik um að þrátt fyrir að staðfest sé í skriflegum skýrslum yfirmanna fangabúðanna að tilteknir fangar séu taldir saklausir með öllu þá hefur tekið marga mánuði að losa þá úr haldi og senda þá til síns heima. Því hefur lengi verið haldið fram að ástundað sé í Bandaríkjaher að virða mannréttindi að vettugi. Skjölin frá Guantanamo sýna svo ekki verður um villst að sú hefur verið raunin varðandi hundruð fanga sem lokaðir hafa verið inni í fangabúðunum í Guantanamo árum saman. Eins og við mátti búast hefur Bandaríkjastjórn fordæmt birtingu leyniskjalanna og segir þau ekki gefa rétta mynd af núverandi mati á föngum í Guantanamo. Þar eru þó enn vistaðir 172 fangar sem hafa verið þar í nærri áratug. Af þeim eru 130 taldir hættulegir Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra en fjórtán eru taldir sérlega mikilvægir, án þess þó að réttað hafi verið yfir þeim. Þá eru eftir 42 fangar sem ekki eru taldir ógna einum eða neinum en sitja þó í fangabúðunum illræmdu sem Obama forseti hét í aðdraganda kjörs síns að yrði lokað. Og ekki bólar á afsökunarbeiðni frá Bandaríkjastjórn og Bandaríkjaher vegna þeirra ógeðfelldu vinnubragða og brota á mannréttindum sem viðgengist hafa í tengslum við fangelsun og vistun í fangabúðunum við Guantanamo-flóa. Fátt bendir þannig til að sagan geti ekki hæglega endurtekið sig. Það ætti þó aldrei að líðast.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun