Viðskipti erlent

Lækkað lánshæfismat olli nokkurri ólgu

Uppnám í kauphöllinni Verðbréfa-miðlarar í kauphöllinni í New York stuttu eftir að Standard & Poor‘s tilkynnti um lækkað lánshæfismat. Fréttablaðið/AP
Uppnám í kauphöllinni Verðbréfa-miðlarar í kauphöllinni í New York stuttu eftir að Standard & Poor‘s tilkynnti um lækkað lánshæfismat. Fréttablaðið/AP
Ákvörðun matsfyrirtækisins Standard & Poor's á mánudag um að lækka lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna úr stöðugum horfum niður í neikvæðar olli verulegum usla á verðbréfamörkuðum víðs vegar um heim í gær.

Fyrst lækkuðu verðbréf á mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu og í kjölfarið fylgdi lækkun á mörkuðum í Asíu. Markaðirnir voru þó ekki lengi að ná sér eftir tíðindin. Í gær urðu góðar fréttir af hagnaði bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs til þess að þeir tóku við sér að mestu.

Fréttirnar urðu hins vegar einnig til þess að olíuverð lækkaði á heimsmarkaði, sem skýrist af því að aukin óvissa er bæði um framhald hagvaxtar og hver eftirspurn eftir hráolíu verður á næstunni. Barack Obama Bandaríkjaforseti viðurkenndi í gær að vaxandi skuldabyrði ríkissjóðs geti valdið alvarlegu tjóni í landinu.

Hann sagðist ætla að draga úr ríkisútgjöldum, en þó án þess að draga úr útgjöldum til menntamála, orkumála og vísinda.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×