Hvar sem er nema hér Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 12. apríl 2011 07:00 Undanfarið hefur hugsunin um það hvers vegna ég sé ekki flúin af landi brott komið oftar upp í huga minn. Hún hefur svo sem alltaf gert það reglulega, en fjölskylda, vinir, vinna og nám veldur því nú að hér viljum við mörg vera, þrátt fyrir allt. Einmitt í dag er ár liðið frá því að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Skýrslunnar hafði verið beðið með eftirvæntingu og það var almenn sátt um hana og innihald hennar í íslensku samfélagi. Þennan dag í fyrra ríkti ekki bara vonleysi yfir því hvað hafði aflaga farið, heldur von um að nú yrði úr bætt. Ár er svo sem ekki langur tími og siðbót íslensku þjóðarinnar átti alltaf að taka lengri tíma en ár. Vissulega sagði enginn að þetta yrði auðvelt verk. Horfurnar eftir þessa 365 daga eru þó ekkert sérstaklega góðar, svona með tilliti til undanfarinna vikna. "Mikilvægt er að leita sátta í samfélaginu" stendur á einum stað í skýrslunni. Ári síðar bólar lítið á einhverri sátt um nokkurn skapaðan hlut. Það er helst að þjóðin sé sammála um veðrið. "Leggja þarf áherslu á réttnefnda samfélagsábyrgð og hamla gegn sérhagsmunaöflum og þröngri einstaklingshyggju." Ekki hefur þetta enn gengið eftir heldur. Þvert á móti virðast sérhagsmunaöfl verða háværari á meðan samfélagsábyrgðin fer ekki neitt sérstaklega hátt. "Leggja þarf rækt við raunsæja, ábyrga og hófstillta sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar" stendur annars staðar. Samt hefur nú mikið farið fyrir ómældri sjálfsánægju og þjóðernisrembu nú eins og áður. "Efla þarf góða rökræðusiði meðal þjóðarinnar og kjörinna fulltrúa hennar." Rökræðusiðir felast ekki í því að úthúða persónum og kalla fólk ýmist fífl eða fávita, oft í skjóli nafnleysis og tölvu. Þá er því miður ekki heldur alltaf að finna meðal þingmanna í þingsal. "Það er langtímaverkefni sem krefst framlags frá fólki á öllum sviðum samfélagsins." Gott og vel og vonum það besta. En miðað við þetta, er eitthvað skrítið þó hugurinn reiki stundum burt héðan þegar þetta er raunin og mann langi að vera hvar sem er nema hér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Undanfarið hefur hugsunin um það hvers vegna ég sé ekki flúin af landi brott komið oftar upp í huga minn. Hún hefur svo sem alltaf gert það reglulega, en fjölskylda, vinir, vinna og nám veldur því nú að hér viljum við mörg vera, þrátt fyrir allt. Einmitt í dag er ár liðið frá því að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Skýrslunnar hafði verið beðið með eftirvæntingu og það var almenn sátt um hana og innihald hennar í íslensku samfélagi. Þennan dag í fyrra ríkti ekki bara vonleysi yfir því hvað hafði aflaga farið, heldur von um að nú yrði úr bætt. Ár er svo sem ekki langur tími og siðbót íslensku þjóðarinnar átti alltaf að taka lengri tíma en ár. Vissulega sagði enginn að þetta yrði auðvelt verk. Horfurnar eftir þessa 365 daga eru þó ekkert sérstaklega góðar, svona með tilliti til undanfarinna vikna. "Mikilvægt er að leita sátta í samfélaginu" stendur á einum stað í skýrslunni. Ári síðar bólar lítið á einhverri sátt um nokkurn skapaðan hlut. Það er helst að þjóðin sé sammála um veðrið. "Leggja þarf áherslu á réttnefnda samfélagsábyrgð og hamla gegn sérhagsmunaöflum og þröngri einstaklingshyggju." Ekki hefur þetta enn gengið eftir heldur. Þvert á móti virðast sérhagsmunaöfl verða háværari á meðan samfélagsábyrgðin fer ekki neitt sérstaklega hátt. "Leggja þarf rækt við raunsæja, ábyrga og hófstillta sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar" stendur annars staðar. Samt hefur nú mikið farið fyrir ómældri sjálfsánægju og þjóðernisrembu nú eins og áður. "Efla þarf góða rökræðusiði meðal þjóðarinnar og kjörinna fulltrúa hennar." Rökræðusiðir felast ekki í því að úthúða persónum og kalla fólk ýmist fífl eða fávita, oft í skjóli nafnleysis og tölvu. Þá er því miður ekki heldur alltaf að finna meðal þingmanna í þingsal. "Það er langtímaverkefni sem krefst framlags frá fólki á öllum sviðum samfélagsins." Gott og vel og vonum það besta. En miðað við þetta, er eitthvað skrítið þó hugurinn reiki stundum burt héðan þegar þetta er raunin og mann langi að vera hvar sem er nema hér?