Klikkuð áfengislöggjöf Atli Fannar Bjarkason skrifar 9. apríl 2011 06:00 Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um herta áfengislöggjöf. Verði frumvarpið samþykkt verður bannað að auglýsa óáfenga drykki sem seldir eru í eins umbúðum og áfengir drykkir. Tilgangur frumvarpsins er að koma í veg fyrir að áfengi sé auglýst með óbeinum hætti, eins og tíðkast hefur. Það er auðvitað yfirgengilega vitlaust að mega ekki auglýsa það sem er löglegt. Ennþá vitlausara er að mega ekki auglýsa það sem þarf ekki sérstakt leyfi til að selja, eins og t.d léttöl. Í ljósi settra og væntanlegra laga er hjákátlegt að áfengi er auglýst í miklu mæli hér á landi í gegnum erlenda fjölmiðla. Tímaritið Rolling Stone má auglýsa bjór á Íslandi en Mannlíf má það ekki. Evrópusambandið og alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hafa sett sérstakar reglur um áfengisauglýsingar í staðinn fyrir að leggja til að þær séu bannaðar. Samkvæmt reglunum má hvorki gefa í skyn að áfengi hafi jákvæð áhrif á líkama né aksturhæfileika. Þá má ekki láta líta út fyrir að áfengi leysi deilur fólks eða hafi læknandi áhrif. Loks er stranglega bannað að gefa í skynað áfengisneysla sé ávísun á kynferðislega sigra. Eftirfarandi auglýsing er semsagt ólögleg samkvæmt reglunum: Renglulegur maður maður gengur inn á líkamsræktarstöð. Viðstaddir fylgjast flissandi með þegar hann gengur inn í tækjasalinn með leðurtösku á öxlinni. Hann sest niður við stærstu lóðin, rífur í leðurtöskuna, rennir frá og tekur upp glansandi bjórkippu. Hann opnar einn ískaldan og sturtar upp í sig af miklum móð, vöðvarnir tútna út og hann byrjar að pumpa lóðunum. Skyndilega þagnar tónlistin og óþekktur maður gengur hægum skrefum inn. Þetta er faðir mannsins og þeir eru ekki sáttir. Hann horfir í augu föður síns og tekur svo upp tvo bjóra í viðbót. Þeir skála sáttir. Loks gengur fönguleg stúlka inn í líkamsræktarstöðina. Söguhetjan gefur merki um að hann þurfi næði áður en hann sturtar í sig síðasta bjórnum og flekar stúlkuna með áfengisdrifnum persónutöfrum sínum. Það ætti ekki að vera erfitt fyrir áfengisframleiðendur og -birgja að fara ekki þessa klikkuðu leið í auglýsingum sínum. Klikkaðara er að setja lög sem skapandi auglýsingastofur eiga í engum vandræðum með að finna leið hjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun
Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um herta áfengislöggjöf. Verði frumvarpið samþykkt verður bannað að auglýsa óáfenga drykki sem seldir eru í eins umbúðum og áfengir drykkir. Tilgangur frumvarpsins er að koma í veg fyrir að áfengi sé auglýst með óbeinum hætti, eins og tíðkast hefur. Það er auðvitað yfirgengilega vitlaust að mega ekki auglýsa það sem er löglegt. Ennþá vitlausara er að mega ekki auglýsa það sem þarf ekki sérstakt leyfi til að selja, eins og t.d léttöl. Í ljósi settra og væntanlegra laga er hjákátlegt að áfengi er auglýst í miklu mæli hér á landi í gegnum erlenda fjölmiðla. Tímaritið Rolling Stone má auglýsa bjór á Íslandi en Mannlíf má það ekki. Evrópusambandið og alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hafa sett sérstakar reglur um áfengisauglýsingar í staðinn fyrir að leggja til að þær séu bannaðar. Samkvæmt reglunum má hvorki gefa í skyn að áfengi hafi jákvæð áhrif á líkama né aksturhæfileika. Þá má ekki láta líta út fyrir að áfengi leysi deilur fólks eða hafi læknandi áhrif. Loks er stranglega bannað að gefa í skynað áfengisneysla sé ávísun á kynferðislega sigra. Eftirfarandi auglýsing er semsagt ólögleg samkvæmt reglunum: Renglulegur maður maður gengur inn á líkamsræktarstöð. Viðstaddir fylgjast flissandi með þegar hann gengur inn í tækjasalinn með leðurtösku á öxlinni. Hann sest niður við stærstu lóðin, rífur í leðurtöskuna, rennir frá og tekur upp glansandi bjórkippu. Hann opnar einn ískaldan og sturtar upp í sig af miklum móð, vöðvarnir tútna út og hann byrjar að pumpa lóðunum. Skyndilega þagnar tónlistin og óþekktur maður gengur hægum skrefum inn. Þetta er faðir mannsins og þeir eru ekki sáttir. Hann horfir í augu föður síns og tekur svo upp tvo bjóra í viðbót. Þeir skála sáttir. Loks gengur fönguleg stúlka inn í líkamsræktarstöðina. Söguhetjan gefur merki um að hann þurfi næði áður en hann sturtar í sig síðasta bjórnum og flekar stúlkuna með áfengisdrifnum persónutöfrum sínum. Það ætti ekki að vera erfitt fyrir áfengisframleiðendur og -birgja að fara ekki þessa klikkuðu leið í auglýsingum sínum. Klikkaðara er að setja lög sem skapandi auglýsingastofur eiga í engum vandræðum með að finna leið hjá.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun