Upplifði ævintýri í Ameríku 23. mars 2011 16:33 Feðgarnir Alexander og SIgmar á góðri stundu í Yaxha í Gvatemala. Hákarlar og píramídar eru á meðal þess sem rak á fjörur Alexanders Sigmarssonar þegar hann ferðaðist nýlega um Mið-Ameríku. „Þetta var rosalega skemmtilegt, alveg eins og ég bjóst við," segir Alexander Sigmarsson, fjórtán ára, sem ákvað að verja fermingarpeningunum sínum í ævintýraferð um Mið-Ameríku á síðasta ári. Með í för var faðir hans Sigmar Alexandersson. Ferðin hófst í New York og þaðan lá leiðin til Hondúras, með viðkomu í Mexíkó og Gvatemala. Ævintýrið byrjaði af alvöru þegar til Gvatemala var komið en þá skildi tímabundið leiðir þeirra feðga.Feðgarnir skelltu sér í siglingu umhverfis eyna Caye Caulker fyrir utan Belís.„Í bænum Flores skellti ég mér í spænskuskóla sem gerði kröfu um að ég byggi hjá spænskumælandi fjölskyldu til að ná betri tökum á málinu. Á meðan varð pabbi að búa annars staðar," rifjar Alexander upp og viðurkennir að tungumálaörðugleikar hafi valdið vandkvæðum í fyrstu, sem hafi skánað eftir því sem spænskukunnáttan jókst. Feðgarnir vörðu áramótunum í Flores og segir Alexander það hafa komið á óvart hve flugeldaglaðir íbúarnir voru. „Þeir sprengdu alveg jafn mikið og við Íslendingar. Helsti munurinn var sá að minna var um ljós en meira um hvelli."Alexander ferðaðist með bát á hverjum degi í skólann.Fleira skemmtilegt gerðu feðgarnir sér til dægrastyttingar og er heimsókn til Yaxha í Gvatemala Alexander sérlega minnisstæð. „Þar skoðuðum við vandlega fornminjar frá tímum Maja alveg óáreittir og þannig gat ég prílað upp píramída án þess að vera skammaður." Hann segir ferðalagið því ekki síður hafa verið lærdómsríkt en skemmtilegt og telur Mið-Ameríku af þeim og fleiri sökum vera spennandi áfangastað sem jafnaldrar hans ættu að skoða. „Þetta er fyrir þá sem vilja upplifa öðruvísi ferðalag."- rveÍ bænum Tulum í Mexíkó.Í Yaxha gafst Alexander færi að skoða rústir frá tímum Maja.Fáir ferðamenn eru á sveimi í Yaxha, sem Alexander finnst gott.Forvitinn hákarl hjá eynni San Pedro. Fermingar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Hákarlar og píramídar eru á meðal þess sem rak á fjörur Alexanders Sigmarssonar þegar hann ferðaðist nýlega um Mið-Ameríku. „Þetta var rosalega skemmtilegt, alveg eins og ég bjóst við," segir Alexander Sigmarsson, fjórtán ára, sem ákvað að verja fermingarpeningunum sínum í ævintýraferð um Mið-Ameríku á síðasta ári. Með í för var faðir hans Sigmar Alexandersson. Ferðin hófst í New York og þaðan lá leiðin til Hondúras, með viðkomu í Mexíkó og Gvatemala. Ævintýrið byrjaði af alvöru þegar til Gvatemala var komið en þá skildi tímabundið leiðir þeirra feðga.Feðgarnir skelltu sér í siglingu umhverfis eyna Caye Caulker fyrir utan Belís.„Í bænum Flores skellti ég mér í spænskuskóla sem gerði kröfu um að ég byggi hjá spænskumælandi fjölskyldu til að ná betri tökum á málinu. Á meðan varð pabbi að búa annars staðar," rifjar Alexander upp og viðurkennir að tungumálaörðugleikar hafi valdið vandkvæðum í fyrstu, sem hafi skánað eftir því sem spænskukunnáttan jókst. Feðgarnir vörðu áramótunum í Flores og segir Alexander það hafa komið á óvart hve flugeldaglaðir íbúarnir voru. „Þeir sprengdu alveg jafn mikið og við Íslendingar. Helsti munurinn var sá að minna var um ljós en meira um hvelli."Alexander ferðaðist með bát á hverjum degi í skólann.Fleira skemmtilegt gerðu feðgarnir sér til dægrastyttingar og er heimsókn til Yaxha í Gvatemala Alexander sérlega minnisstæð. „Þar skoðuðum við vandlega fornminjar frá tímum Maja alveg óáreittir og þannig gat ég prílað upp píramída án þess að vera skammaður." Hann segir ferðalagið því ekki síður hafa verið lærdómsríkt en skemmtilegt og telur Mið-Ameríku af þeim og fleiri sökum vera spennandi áfangastað sem jafnaldrar hans ættu að skoða. „Þetta er fyrir þá sem vilja upplifa öðruvísi ferðalag."- rveÍ bænum Tulum í Mexíkó.Í Yaxha gafst Alexander færi að skoða rústir frá tímum Maja.Fáir ferðamenn eru á sveimi í Yaxha, sem Alexander finnst gott.Forvitinn hákarl hjá eynni San Pedro.
Fermingar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira