Lífið

Fermingarmyndin: Minning umgóðan dag

Fermingarbörn eru orðin tiltölulega afslöppuð fyrir framan myndavélina, að mati Lárusar. Mynd/Lalli Sig
Fermingarbörn eru orðin tiltölulega afslöppuð fyrir framan myndavélina, að mati Lárusar. Mynd/Lalli Sig
Fermingin er viðburður sem flestir vilja varðveita sem lengst. Fallegar ljósmyndir eiga sinn þátt í að halda á lofti minningunni um daginn en svo þær heppnist sem best er gott að hafa nokkur atriði á hreinu.

Harpa Hrund Bjarnadóttir rekur Ljósmyndaver Hörpu Hrundar ásamt Margréti Hauksdóttur. Hún segir ráðlegt að panta myndatöku nokkru fyrir fermingardaginn.

„Strákar panta yfirleitt eftir að hafa keypt fötin eða að fermingardegi loknum. Fyrir stelpur er sniðugt að panta töku daginn þegar þær fara í prufugreiðslu, þá er hægt að mynda þær með og án greiðslunnar, í kjól og í hversdagsklæðnaði."

Mynd/Lalli Sig
Lárus Sigurðarson, Lalli Sig, samsinnir því og segir tilvalið að mæta í myndatöku með nokkuð af fötum til skiptanna og eins einhverja hluti sem tengjast áhugamálunum.

„Afslappaðar myndir eru í tísku í dag; krakkar taka gjarnan mið af myndaþáttum í glanstímaritum og vilja láta mynda sig uppstríluð í flottu umhverfi fyrir utan stúdíóið eða tengja sig við áhugamálin. Sumir dripla bolta, aðrir mæta með besta vininn eða gæludýrið í myndatöku og innan við helmingur er í kyrtlum," segir hann.

Þau eru sammála um að best sé að panta myndatökuna fyrir eða eftir fermingardaginn.

„Það er bara alltof mikið stress að taka myndirnar á fermingardaginn sjálfan. Krakkarnir eru þá ekki með hugann við sjálfa myndatökuna heldur ferminguna og njóta sín bara ekki," segir Harpa og Lárus skýtur því inn að unglingar í dag séu þó almennt sjálfsöruggir fyrir framan myndavélina.

„Enda eiga flestir stafrænar vélar og unglingarnir eru vanir því „að sitja fyrir"."- rve

Margir kjósa að láta mynda sig utandyra. Mynd/Lalli Sig

Vinsælt er að láta tengja sig við áhugamálin. Mynd/Lalli Sig

Mynd/Harpa Hrund

Sumir mæta með vinina eða gæludýrin í myndatöku. mynd/harpa hrund

Harpa segir tilvalið fyrir stúlkur að mynda með prufugreiðsluna, þá sé hægt að mynda þær með greiðsluna og án. Mynd/Harpa Hrund

Mynd/Harpa Hrund.

Ungur og upprennandi hnefaleikakappi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.